Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Page 13
SKYRSLA
formanns Félags matvörukaupmanna,
GuSna Þorgeírssonar,
flxitt á aðalfundí féla^sins, mánuda^ínn 11. maí 1964
Síðasti aðalfundur Félags matvörukaupmanna
var haldinn 23. apríl 1963. Stjórn félagsins á
síðastliðnu ári skipuðu þessir menn: Formaður,
Guðni Þorgeirsson, varaformaður Sigurliði Krist-
jánsson, ritari Reynir Eyjólfsson, gjaldkeri Einar
Eyjólfsson, meðstjórnandi Lúðvík Þorgeirsson. f
varastjórn félagsins voru kosnir Jónas Sigurðsson,
Sveinn Guðlaugsson og Björn Jónsson.
Sigurliði Kristjánsson var endurkjörinn aðal-
fulltrúi félagsins í stjórn Kaupmannasamtaka fs-
lands, en varamaður lians Guðni Þorgeirsson.
Á starfsárinu hafa verið haldnir 19 bókaðir
stjórnarfundir, þar af 3 sameiginlegir með stjórn
Félags kjötverzlana, auk 4 funda stjórnarmanna
°g nefndar, er starfaði á árinu undir nafninu
..bjargráðanefndin". Auk þess hefur stjórnin eða
einstakir stjórnarnrenn haldið fundi, sem ekki
hafa verið bókaðir, hvenær sem henni hefur
fundizt þörf á. Sjö almennir félagsfundir hafa
verið haldnir á árinu, þar af 4 sameiginlegir með
félagi kjötverzlana. Þá hefur félagið tekið þátt
1 tveim fræðslufundum á vegum Kaupmannasam-
takanna og átt aðild auk þess að tveim öðrum
sameiginlegum fundum ásamt öðrum sérgreina-
félögum í Reykjavík, ennfremur að sumarfagn-
aði á vegum Kaupmannasamtaka íslands, hóp-
ferð kaupmanna til Danmerkur á síðastliðnu vori
°g sameiginlegri sumar- og skemmtilerð að Lauga-
landi í Borgarfirði um verzlunarmannahelgina.
Einstakir stjórnarmenn hafa auk þess setið sem
iulltrúar félagsins eða Kaupmannasamtakanna í
ýmsum nefndum og tekið þátt í fundahöldum
°g samningagerðum fyrir félagsins hönd eða
Eaupmannasamtakanna.
Svo sem þessi upptalning ber með sér að
uokkru leyti, þá hygg ég að með þessu starfsári sé
fokið erilsamasta starfsári í sögu félagsins. í
þessari stuttu skýrslu verður ef til vill ekki gefin
fulkomin mynd af því starfi, sem stjórnin og ein-
stakir félagsmenn hafa lagt á sig og unnið að á
starfsárinu, en ég mun þó leitast við að skýra
uokkuð frá gangi helztu mála, sem fyrir hafa
verið tekin á starfsárinu.
VERZLUNARTÍÐINDIN
Kvöldsölumálin:
Eins og þrjú síðastliðin starfsár hefur kvöld-
sölumálið verið eitt stærsta og að minnsta kosti
tímafrekasta mál félagsins. Svo mikið hefur verið
ritað og rætt um þessi mál innan félagsins og
utan og svo ofarlega hafa þau verð í huga yfir-
leitt allra félagsmanna, að jafnvel verðlagsmálin
hafa íallið í skugga þess.
Allt frá því að fyrst var bvrjað að ræða kvöld-
sölumálið, hefur það verið sameiginlegt álit
allrar stjórnarinnar og yfirgnæfandi meirililuta
félagsmanna, að það bæri að leysa á þann veg,
að allir félagsmenn hefðu sama réttinn og sömu
aðstöðuna til kvöldverzlunar, ef um hana verður
að ræða.
Það má segja að upphaf máls þessa hafi verið
í stjórnartíð Guðmundar Ingimundarsonar, þeg-
ar félagið gerði ályktun um að brýna nauðsyn
bæri til þess að spyrna fótum við því ástandi,
sem væri að skapast í kvöldsölumálunum og
koma á ákveðnari verkaskiptingu í þessum efn-
um. Á grundvelli þeirrar ályktunar fóru fram
samningaviðræður milli stjórnar Félags matvöru-
kaupmanna og Félags söluturnaeigenda, sem þá
lyktaði með fullkomnu samkomulagi um slíka
verkaskiptingu og á grundvelli þess samkomu-
lags gerðu Kaupmannasamtökin síðan ályktun,
þar sem skorað var á borgaryfirvöld að breyta
ákvæðum reglugerðar um lokunartíma sölubúða
o. fl. til samræmis við samkomulag þessara aðila.
Næst gerðist það, að borgarráð fól þeirn Sig.
Magnússyni varafulltrúa í borgarstjórn og Páli
Líndal, skrifstofustjóra borgarstjóra, að gera til-
lögur í þessu efni, og i samræmi við áður send
erindi. Þegar tillögur þessar lágu fyrir, voru þær
sendar til umsagnar félagsins og voru ræddar á
almennum fundi í Þjóðleikhúskjallaranum í nóv-
ember 1962. Á þessum fundi voru tillögurnar
síðan samþykktar með smávægilegum breyting-
um nær einróma.
Að sjálfsögðu voru tillögur þessar sendar öðr-
um aðilum til umsagnar og eftir að hafa fengið
allar umsagnirnar afgreiddu borgaryfirvöldin frá
45