Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Page 14
Skýrsla. . . .
sér reglugerðina og hafa þá væntanlega reynt að
gera með því sem flestum til hæfis. Reglugerð
þessi tók loks gildi núna 1. apríl s.l. og þar sem
ég held að hver einasti félagsmaður sé kunnugur
efni þeirrar reglugerðar, sé ég ekki ástæðu til að
fjölyrða um hana hér, enda hefur hún áður verið
rækilega útskýrð á félagsfundum og í blöðum
og hefur birzt í heild í Verzlunartíðindunum.
Þó skal það tekið fram, að framkvæmd reglugerð-
arinnar hefur farið nokkuð á annan veg en ætl-
azt hafði verið til, þar sem hverfaskipting sú, er
reglugerðin gerði ráð iyrir og undirbúin hafði
verið rækilega af stjórn félagsins, hefur ekki enn
komizt til framkvæmda vegna andstöðu Verzlun-
armannafélags Reykjavíkur á síðustu stundu. Nú
er hins vegar verið að reyna að leysa þann hnút,
sem mál þetta er komið í, með samningum við
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, og vonandi
verður unnt að fá V.R. til þess að breyta ákvæð-
um kjarasamningsins um lokunartíma sölubúða,
eða fá félagið til þess að fella ákvæðið um hann
niður úr samningunum, en eins og kunnugt er,
hefur af hálfu atvinnurekenda ítrekað verið gerð
krafa um það í sambandi við gerð kjarasamninga,
að ákvæði þetta væri numið úr samningi. Verzl-
unarmannafélag Reykjavíkur hefur hins vegar
ekki viljað á þetta fallast til þessa. Á síðsatliðnu
hausti, um það leyti sem Borgarstjórn Reykjavík-
ur hafði afgreitt samþykktirnar frá sér, stóðu
einmitt yfir kjarasamningar við launþega um
laun þeirra. I samningaviðræðunum kom fram
krafa frá atvinnurekendum um að ákvæði um
lokunartíma sölubúða yrði afnumið úr samning-
um. Samkomulag hafði hins vegar ekki náðst
um það atriði er samið var um það milli deilu-
aðila að vísa deilunni fyrir kjaradóm. Hins vegar
var skipuð nefnd manna til þess að vinna að
lausn þessa máls. Meðan kjaradómur hafði ekki
lokið störfum þótti ekki tímabært að fjalla um
mál þetta, enda hlaut niðurstaða kjaradómsins
að hafa veruleg áhrif á framkvæmd málsins.
Að sjálfsögðu væri hægt að tala langt mál um
þetta en hvort sem það verður rætt lengur eða
skemur, þá held ég að það fari ekki á milli mála,
að það hefur nú fallið í þann farveg, sem megin
þorri félagsmanna virtist óska eftir, þegar hin
leynilega allsherjar atkvæðagreiðsla fór fram dag-
ana 20. til 22. ágúst s. 1., en það er sjálfsagt með
þetta mál eins og ýmis önnur, að ugglaust má
finna einhverja félagsmenn, sem ekki eru alls
kostar ánægðir með þá lausn, sem fengin er. Læt
ég útrætt unt mál þetta.
Kjaramál:
Segja má, að árið 1963 hafi verið eitt erilssam-
asta ár á sviði kjaramálanna. Segja má að árið
allt hafi verið næsta sleitulítill samningafundur
við launþega um kjör verzlunarfólks. í byrjun
ársins urðu breytingar á launum kvenna, vegna
ákvæða laga um launajafnrétti karla og kvenna.
I febrúarmánuði voru samningar úti og var þá
á ný samið um nokkra hækkun til verzlunarfólks.
1 júnímánuði voru samningar enn lausir og end-
aði eftir langvarandi fundahöld með þjóðhátíðar-
samkomulaginu, sem þó var ekki nema skamm-
góður vermir, því að samkvæmt því voru samn-
ingar enn lausir um miðjan október s.l. Svo að
segja viðstöðulausir fundir um þessi mál voru
frá því í október og fram í desember en þá kom
í fyrsta skipti í sögu verzlunarmanna til verkfalls.
Stóð það í nokkra daga eins og öllum er kunnugt,
en lyktaði með þeim hætti, að deilunni var skot-
ið til sérstaks dóms, Kjaradóms verzlunarmanna,
sem kvað upp úrskurð sinn á grundvelli þess sam-
komulags, sem um hann hafði orðið í byrjun
febrúar s.l. Má segja, að með þeirri ráðstöfun
hafi verið troðnar nýjar slóðir í launakjaramál-
um verzlunarmanna og er þess að vænta, að með
því hafi verið skapaður meiri friður á vinnu-
markaði heldur en við höfum átt að venjast
undanfarin ár.
í þessu sambandi er rétt að vekja athygli
á því, að ákvæðum kjaradóms er ætlað að
standa í tvö ár. Það segir sig sjálft, að af þessu
hlýtur að vera í sjálfu sér mjög mikil bót frá
því ástandi sem verið hefur að undanförnu, þegar
alltaf var samið til mjög skamms tíma í senn,
en það hafði óhjákvæmilega í för með sér óstöð-
ugan rekstursgrundvöll fyrirtækja, auk þess sem
verðlagsyfirvöld og aðrir opinberir aðilar tóku
aldrei fullt tillit til þeirra hækkana, sem óhjá-
kvæmilega urðu við slíkar hækkanir skv. samn-
ingum á öllum rekstrarkostnaði verzlunarfyrir-
tækjanna í sambandi við ákvarðanir sínar um
verðlagsmál. Að sjálfsögðu eru ýmis atriði í þess-
um dómi sem orka nokkurs tvímælis og mönnum
sýnist sjálfsagt sitt hverjum um niðurstöðu hans,
en hitt er þó mál margra, að ákvæði hans um
laun séu mun raunhæfari og nær sannleikanum
heldur en hinir eldri lágmarkssamningar voru
og hafi þetta m. a. leitt til þess, að rneiri festa
hafi skapazt við starfsmannahald og minni frá-
vik frá kauptöxtum en áður tíðkaðist.
Fulltrúi okkar í dómi þessum var Sveinn
Snorrason og skal þess getið hér, að hann gerði
sérstaka athugasemd í sambandi við niðurstöðu
dómsins, þar sem hann lýsti sig andvígan ýmsum
ákvæðunt hans og taldi m. a., að launastigi dóms-
ins væri eftir atvikum of hár.
46
VERZLUNARTÍÐINDIN