Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Síða 18

Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Síða 18
f M I N N I N G Naílianae! Mósesson kaupmaður á Þingeyri. Nathanael Mósesson, kaupmaður í Öldunni á Þingeyri andaðist 23. marz s.l. Hann var fæddur á Ketilseyri í Þingeyrarhreppi 14. apríl 1878. For- eldrar hans voru Móses Mósesson og Valgerður Nathanaelsdóttir, er bjuggu á Ketilseyri, og ólst Nathanael upp hjá þeim til 12 ára aldurs, en þá missti hann móður sína, og fór þá til séra Þórðar Ólafssonar á Gerðhömrum og var hjá hon- um í tvö ár og naut tilsagnar hans og menningar þess ágæta heimilis. Árið 1914 stofnaði Nathanael Útgerðarfélag þingeyrar ásamt þeim Ólafi Guðbjarti Jónssyni í Haukadal og Stefáni Guðmundssyni bónda og skipstjóra í Hólum. Útgerðarfélag Þingeyrar var mikil lyftistöng staðarins á skútuöldinni, en Nathanael var framkvæmdastjóri þess til ársins 1930 að félagið hætti störfum í þeirra eign. Arið 1914 stofnaði Nathanael einnig eigin verzlun, Verzlunina Ölduna, og veitti henni for- stöðu fram á s.l. ár, eða nálægt því hálfa öld. Nathanael Mósessyni voru íalin mörg trúnaðar- störf í sveitarfélagi sínu: Átti fjöldamörg ár sæti í skólanefnd. Gjaldkeri og formaður sóknarnefnd- ar í rúm 40 ár. Ábyrgðarmaður Sparisjóðs Þing- eyrar um langt árabil og símstöðvarstjóri. Einn af stofnendum stúkunnar Fortúnu nr. 75 og ein- lægur bindindismaður alla ævi. Gæzlumaður barnastúkunnar Eyrarlilju um áratuga skeið. Nathanael Mósesson var glæsimenni að vallar- svn, viðmótsþýður og greiðvikinn og það er sam- dóma vitnisburður viðskiptavina hans og sveit- unga að hann hafi aldrei snuðað nokkurn mann. Hann var fyrirmyndar heimilisfaðir: Barngóður, gestrisinn, rausnarlegur og glaðvær, enda vin- margur. Nathanael Mósesson er horfinn af sviði hins daglega lífs. Þingeyri hefur misst sérstæðan persónuleika, mann, sem stækkaði og göfgaði þorpið. Jib. Nathanael Mósesson. K R1 S TIN N REY R: Fagra Island, frjálst á landnámsdögum, frægt af Islendingasögum, ástjörð yzt i sæ, ! heill þér flytur feðratunga, I frelsislandið gamla, unga, risið undan aldaþunga, I Island, fagra ísland. ! Frjálsa ísland, j fortíð þín er saga, framtíð þín að þroska og aga börn, sem blessa þig. ! Rís þú upp úr aldalegi, j eins og sól á júnídegi, lýs þú fram á friðarvegi, Island, frjálsa ísland. I ------------------------------------------n*J* 50 VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.