Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Page 20
Epli sem fellur er ónýtí
Epli eru viðkvæmir ávextir, sem þola illa
hnjask eða högg. Það er ekki nægilegt, að skipa-
félögin komi ávöxtunum óskemmdum í höfn,
lieldur verður uppskipun, geymsla og afgreiðsla
í og úr búðunum að vera með þeim hætti, að
þessi ferska og viðkvæma vara skemmist ekki
að óþörfu fyrir kæruleysi þeirra, sem með hana
fara í hvert sinn. Á þessu mun vera nokkur mis-
brestur hjá okkur Islendingum, en ef til vill eig-
um við nokkra afsökun, vegna þess að við erum
ekki uppaldir við ávaxtaræktun og plantekrur.
íslenzkir hafnarverkamenn mættu vera tillits-
samari en þeir eru við ávaxtauppskipun. Það er
ekki óalgeng sjón að sjá stroffurnar skerast inn
í hífin, þegar ávöxtum er skipað upp, verkamenn
trampa á ávaxtakössum og bílstjórar kasta þeim
frá sér, svo að hvert einasta epli, sem í kössunum
er, merst meira og minna, og eru þau þá í raun
og veru orðin óhæf söluvara, þó að íslenzkar
húsmæður láti sér oft á tíðum lynda að taka við
lélegri vöru.
Úti í heimi, þar sem epli eru framleidd til
útflutnings og um vöruvöndun er að ræða, er
unnið eftir reglunni: EPLl SEM FELLUR ER
ÓNÝTT.
Af|reiðslutími
verzlana i Reykjavik
Framhald af bls. 44
aítur einni til tveim stundum áður en sama fólk
hættir vinnu að kvöldi.
Hvers vegna er ekki fundið að því að bankarn-
ir opna ekki fyrr en kl. 10 að morgni og loka
ílestir kl. 3—4 á daginn?
Ég fyrir mitt leyti þverneita að viðurkenna
að það fólk, sem vinnur við þessar stofnanir
gegni ekki þýðingarmiklu þjónustuhlutverki.
Hins vegar vil ég taka það skýrt fram, að ég er
ekki að iullyrða að þessar stofnanir eigi að
breyta sínum afgreiðsluháttum. Það er auðvelt
að gera kröfur bæði um bætta þjónustu og annað,
en sá hængur er á, að uppfylling þeirra kostar
venjulega peninga, og þess vegna getur stundum
verið æskilegra, bæði frá sjónarmiði einstaklinga
og þjóðfélagsins að stilla þeim nokkuð í hóf í
sparnaðarskyni.
Það er löng leið frá Tasmaníu og Nýja-Sjálandi
í Ástraliu til íslenzkra neytenda, en þaðan koma
nú að miklu leyti þau epli, sem eru í búðum og
á borðum okkar í dag.
Eplaekrur Tasmaníu eru einhverjar þær
stærstu sem um getur, og vegna metuppskeru
þar bjóða þeir nú epli sín á mjög hagstæðu verði,
og þótt leiðin sé löng til Islands, verða viðskipt-
in hagstæð.
Tegundirnar „Cleo“ og „Granny Smith“ bragð-
ast bezt í litaskiptunum frá grænt í gult. „Granny
Smith“ er dýr tegund, en „Jónathan” og „Tas-
mans Prýði“ eru aftur á móti ódýr.
Frá USA kemur aðallega tegundin „Winesaps",
fallegt, dökkrautt og bragðgott epli.
Eplauppskera Argentínu varð mikið minni nú
í ár en oft áður, og seinna á ferðinni. Verðlag á
eplum þaðan er því óvenjulega hátt. Tvær helztu
tegundir þaðan eru „Black Winesaps" og „Yellow
Newtons" — báðar mjög bragðgóðar.
Eplauppskera Chile er góð. Þar hafa helztu
eplategundirnar sömu nöfn og eiginleika og þau
argentínsku.
Á markaðnum hér verða fleiri eplategundir
með önnur nöfn og frá öðrum löndum en hér
hafa verið nefnd, á boðstólum, en við látum
þá kynningu, sem hér hefur verið gerð, nægja
í bili.
Ávaxtanefnd dönsku kaupmannasamtakanna
útbjó yfirlitstöflu þá, sem hér fer á eftir, til leið-
beiningar íyrir kaupmenn og neytendur almennt,
og birtum við hana hér og vonum, að hún megi
verða til nokkurs gagns.
+-------------------------—---------—-----+
I
FORSÍÐAN'
Forsíðumyndin er tekin í blómabúðinni
Rósin í Vesturveri fyrir Verzlunartíðindin.
Eigandi verzlunarinnar er Anton Ringel-
j berg, og lét hann taka myndina og gaf
} Verzlunartíðindunum, ásamt myndamótum,
I en J>au gerði Myndamót h.f.
Myndin er í fjórum litum og er fyrsta
litmynd í sögu blaðsins.
Verzlunartíðindin þakka Ringelberg
rausnarskap hans og vinsemd í garð blaðs-
ins.
4>t,_„_„_„_„_„____„______„____„_„__„______.4.
VERZLUNARTÍÐINDIN