Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 7

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Blaðsíða 7
FÓLK OG FRÉTTIR Verðkannanir dagblaðanna: ”Einfaldar og einhæfar" - en... Þeirra er mátturinn! Verðkannanir hafa lengi verið umdeildar og margir orðið til þess að draga í efa réttmæti þeirra á frjálsum markaði, þar sem fleiri þættir en verðlag eitt, hljóta að hafa áhrif á val neytand- ans. Er skemmst að minnast harðr- ar gagnrýni á framkvæmd verð- kannana hjá Neytendaféalgi Akur- eyrar en sú vinna þykir taka út yfir allan þjófabálk hvað vinnubrögð áhrærir. I ljósi þessa er forvitnilegt að fletta upp í nýlegri skýrslu Sam- keppnisstofnunar um viðskipta- hætti sem tengjast Bónus og Hag- kaup, og nefnd er annars staðar í blaðinu. Þar er allmörgum orðum vikið að verðkönnunum dagblaða og þeim áhrifum sem þær hafi á Faggilt endurskoðun á verkstæðum í yfir 10 ár hefur verið í gildi það kerfi að bílaverkstæði, sem til þess hafa hlotið viðurkenningu, geta tekið við bílum sem gerðar hafa verið athugasemdir við í almennri skoðun, lagfært það sem upp á vantar og veitt fullnaðarskoðun. Kerfi þetta hefur verið mjög vin- sælt, ekki síst úti á landsbyggðinni, og liefur það náð til um 80 verk- stæða. Á síðasta ári var reglum breytt og kröfur auknar þannig að nú er skylt að þessi endurskoðun fái faggildingu. Á árinu 1994 fóru um 120 aðilar frá 68 verkstæðum á námskeið um faggilta endurskoðun á vegum Bíl- greinasambandsins. Faggilding er veitt af Löggildingarstofunni, en dómsmálaráðuneyti veitir verk- stæðum starfsleyfi í framhaldi af því. Frá síðustu áramótum er ein- ungis þeim verkstæðum sem fengið hafa faggildingu heimilt að annast endurskoðun. 16 verkstæði eru þegar komin með faggildingu til endurskoðunar, svipaður fjöldi til viðbótar hefur sótt um faggild- ingu og enn fleiri eru að vinna að málinu. Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar á Smiðjuvegi 14 í Kópavogi er eitt þeirra verkstæða sem búið er að fá faggilta endurskoðun. A myndinni má sjá fram- kvæmdastjóra Bílgreinasambandsins, Jónas Þór Steinarsson, ásamt eigendum verkstæðisins. verðlagningu stórmarkaða. í skýrslunni kemur m.a. fram, að af þeim 53 vörutegundum þar sem borið var saman innkaupsverð og smásöluverð hjá Bónus sf., eru 25 vörutegundir með smásöluálagn- ingu á bilinu -29% til 0%, 13 vöru- tegundir með 1% til 15% og álagn- ing á 15 vörutegundir var 16% og hærri. I niðurstöðum skýrslunnar segir síðan: "í flestum tilvikum eru þær vörur sem verðlagðar hafa verið undir innkaupsverði, algengar í verðkönnunum fjölmiðla. Stór- markaðir kappkosta að vera með sem lægst verð í verðkönnunum vegna þeirrar umfjöllunar og at- hygli sem þeir njóta fyrir bragðið. Verðkannanir fjölmiðla hafa oftast verið einfaldar og einhæfar, þannig að stórmarkaðir hafa af reynslunni getað áætlað hvaða vörutegundir koma þar oftast fyrir. Hafa þeir ekki skirrst við að verðleggja um- ræddar vörur undir innkaups- verði." Ja, mikill er máttur neytenda- skríbentanna, þrátt fyrir "einföld og einhæf vinnubrögðin". Fjöldi mála til umsagnar Að venju hafa samtökin ÍSLENSK VERSLUN fengið fjölda frum- varpa og þingsályktunartillagna til umsagnar á yfirstandandi þingi. Málin eru tekin til umfjöll- unar á fundum framkvæmda- stjórnar sem haldnir eru að jafn- aði einu sinni í viku. Eins og sjá má af upptalningunni hér á eftir, eru flest þessi mál beint eða óbeint tengd EES-samningnum, en listinn hljóðar þannig: Frumvarp um hlutafélög Frumvarp um einkahlutafélög Frumvarp um evrópsk fjár- hagsleg hagsmunafélög Frumvarp um bókhald Frumvarp um ársreikninga Frumvarp um héraðsdómstól í skatta- og bókhaldsmálum Frumvarp um landkosti Frumvarp um tollalög VERZLUNARTIÐINDI 7

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.