Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Page 8

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Page 8
SOLUSPEGILL Fróðlegar npplýsingar u m m atvöruverslun í sjónmáli eir sem á undanförnum árum hafa verið að tækjavæðast og taka upp verslunarkerfi með strikaálestri og tilheyrandi, hafa oft heyrt þau rök sölumanna, að notkun slíkra kerfa bjóði upp á uppsprettu fjölbreyttra upplýsinga. Upplýsinga sem reynst geti kaupmönnum ómetan- leg stjórntæki. Minna hefur hins vegar heyrst um úrvinnslu þessara upplýs- inga þar til nýverið, að EAN á Islandi setti á stofn slíka upplýsingaþjónustu. Nefnist hún Söluspegill og hefur Björn Jóhannsson viðskiptafræðingur, sem unnið hefur m.a. að margvíslegum verkefnum fyrir Kaupmannasamtökin og Félag íslenskra stórkaupmanna, hefur tekið að sér að sinna þessari þjónustu, með aðsetur á skrifstofu KI. Stendur öllum matvöruverslunum til boða þátttaka í Söluspeglinum, hvar á landinu sem þær eru, svo fremi sem þær hafa til þess búnað. Fyrirkomulag Söluspegils er þannig, að í uphafi hvers mánaðar senda versl- anir inn tilteknar upplýsingar um sölu í mánuðinum á undan, til EAN á Is- landi og nokkrum dögum síðar fá þær til baka niðurstöðutölur. Þar kemur meðal annars fram heildarsala allra verslana sem taka þátt í Söluspegli, meðalverð einstakra vörutegunda, sala fyrir ákveðna vöruflokka og jafnvel einstakar vörutegundir. Framleiðendur og heildverslanir fá aðgang að sölutöl- um fyrir heildina og auk þess magn- tölur og verðmæti fyrir sínar eigin vörur. Björn kveðst fastlega búast við, að þátttaka í Söluspegli aukist verulega á næstu mánuðum. Hvetur hann alla, sem áhuga hafa á þátttöku eða frekari upplýsingum til að hafa samband við sig í síma 568 7811. THERMOS HITABRUSI • OMISSANDI FERÐAFELAGI FALLEGUR& STERKUR HELDUR HEITU/KÖLDU LOK = BOLLI M/HALDI (FÁST AUKALEGA) TE/KAFFIGEYMSLA VARAHLUTAÞJÓNUSTA HEILDSÖLUDREIFING JOHN LINDSAY HF.

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.