Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Page 9
'TAX-FREE SHOPPING'
mwlmr
Danir drógu í land
fyrir jólin
Nýverið tóku gildi í Danmörku
ný lög um afgreiðslutíma verslana.
Ymsum á óvart er nú verið að
þrengja opnunartímann, sérstak-
lega yfir jól og áramót. Þannig var
aldrei heimilt að hafa opið lengur
en til kl. 20 að kvöldi í desember.
A aðfangadag mátti enginn hafa
opið nema sjoppur (kiosk) og
minni hverfaverslanir og strangar
takmarkanir voru á því hvaða
vörur mátti selja þennan dag.
Oheimilt var að hafa verslanir
opnar 25. og 26. desember, sem og
1. janúar, en á gamlársdag mátti
verið opið til kl. 17.00
Sinn er siður í landi hverju....
FÍS ræður
lögfræðing
Félag íslenskra stórkaupmanna
hefur ráðið Baldvin Hafsteinsson
hrl. sem lögfræðing félagsins.
Baldvin er sonur Hafsteins Bald-
vinssonar og Sigríður Asgeirs-
dóttur sem ráku lengi lögfræði-
stofu í Húsi verslunarinnar. Hann
lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1985 en
tók að því búnu við starfi forstöðu-
manns fasteignadeildar Kaup-
þings. I apríl 1986 var hann ráðinn
lögfræðingur Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur og gegndi því í
þrjú ár, en hefur síðan rekið eigin
málflutningsstofu í Reykjavík.
Baldvin er kvæntur Björgu
Viggósdóttur hjúkrunarfræðingi
og eiga þau 3 börn.
TAX-FREE
SHOPPING
HVAR, HVERNIG OG FYRIR HVERJA?
Verslun erlendra fer&amanna er vaxandi þáttur í viðskiptum
íslenskra verslana. Er það til marks um aukna samkeppnis-
hæfni bæði hvað varðar verðlag og þjónustu. Æ fleiri verslanir
hafa þvi tekið upp svokallaða TAX-FREE þjónustu, og jókst
velta slikrar verslunar um tæpar 75 milljónir króna frá árinu
1993 til siðasta árs, 1994.
Hér á eftir eru ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar um TAX-
FREE þjónustu, hvað hún kostar og hvernig skal bera sig að.
HVERNIG FÆRÐU TAX-FREE:
Til að fá Tax-free shopping heimild þarf verslun aS gera samning við
Fríhöfnina. I dag kostar slíkur samningur 11.330 krónur, sem skiptist þannig:
Stofngjald kr. 3.500
árgjald 5.600
vsk. 24,5% 2.230
Samtals kr. 11.330
MeS samningi fylgir eitt ávísanahefti með 50 blöðum. Viðbótarhefti fást hjá
Fríhöfninni og kosta kr. 872. Hver verslun er síðan rukkuð árlega um árgjald,
sem er í dag 6.972 krónur
HVAR SÆKIRÐU UM:
Fríhöfnin
Box 1200,
235 Keflavíkurflugvelli.
Sími: 625 0410
Fax: 625 0418.
FRAMKVÆMDIN:
1. Viðskiptavinurinn greiðir fullt verð vörunnar með virðisaukaskatti á venju-
bundinn hátt.
2. Viðskiptaaðilinn þarf að vera erlendur ríkisborgari og framvísa vegabréfi
því til staðfestingar.
3. Fylla skal út framhlið "Tax-Free" ávísunar á eftirfarandi hátt:
a. Vörulýsing á íslensku
b. Heildarverð með virðisaukaskatti
c. Endurgreiðsluupphæð skv. töflu bæði í bókstöfum og tölustöfum.
d. Dagsetjið ávísun og undirskrifið, auk þess skal rita samnings-
númer á ávísunina.
4. Látið viðskiptaaðila vita af því að hann þurfi að fylla út bakhlið ávísunar-
innar í tæka tíð fyrir brottför.
5. Heftið kassakvittunina við ávísunina.
6. Pakkið vörunni þannig um að ekki þurfi að opna pokann til eftirlits og
notið límmiða til innsiglunar, og skrifið númer ávísunar á innsiglunarmiðann.
7. Afhendið viðskiptaaðila ávísunina auk upplýsinga um á hvern hátt
endurgreiðslan fer fram.
8. Þeir viðskiptaaðilar sem fara af landi brott með flugi frá Keflavíkurflugvelli
þurfa að taka keyptar vörur í handfarangri, þó ekki ullarvörur.
9. Ferðamaður þarf að versla fyrir a.m.k. kr. 5.000 í sömu verslun á sama
degi til að eiga rétt á endurgreiðslu.
Ferðamaðurinn fyllir sjálfur út bakhlið ávísunarinnar. Avísunina fær hann
endurgreidda í reiðufé í Fríhöfninni í Leifsstöð. A öðrum brottfararstöðum
stimplar tollvörður ávísunina, ferðamaðurinn sendir hana í pósti til Fríhafnar-
innar og fær síðan senda ávísun heim til sln.
VERZLUNARTÍÐINDI 9