Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Síða 10
BILGREININ
Bílgreinin í upphafi árs:
Brýn nauðsyn endur-
S^* s **• •
nyjunar 1 morgum,
storum árgöngum
eftir Jónas Þór
Steinarsson,
framkvæmda-
stjóra Bílgreina-
sambandsins
Ef litið er á stöðu bflgreinar-
innar nú í upphafi nýs árs er
eðlilegt að velta fyrir sér
líklegri þróun á árinu og jafnfram
að líta til liðins árs og sjá hverju
það hefur skilað.
Enn dregst saman
Við skoðun á bílainnflutningi
kemur í ljós að þriðja árið í röð
hefur hann dregist verulega saman
og var innan við 6 þúsund bifreið-
ar. Eru það aðeins um 54% af því
sem innflutningurinn var árið 1991,
en það ár voru fluttar til landsins
um 11 þúsund nýjar bifreiðar, sem
taldist meðaltal innflutnings næstu
10 ára á undan. Sá fjöldi telst eðli-
leg endurnýjun til viðhalds bíla-
flota landsmanna, sem nú telur um
130 þúsund bfla. Miðað við inn-
flutninginn á síðasta ári, tekur yfir
20 ár að endurnýja flotann.
Þegar litið er á sveiflur í bílainn-
flutningi undanfarin 20 ár kemur í
ljós að aldrei hafa komið jafn mörg
mögur ár og nú. Eins og horfur eru
í dag er ekki útlit fyrir verulega
aukningu á bílainnflutningi á ný-
byrjuðu ári. Astand í bílgreininni
hefur verið mjög erfitt og sést það
m.a. á þeim breytingum sem orðið
hafa hjá bflainnflytjendum, þ.e. inn-
flutningsfyrirtækjum fækkar og
fyrirtækin eru að þjónusta æ fleiri
tegundir.
Nauðsynlegt að draga
úr sveiflum
I þjónustugeiranum, þ.e. á verk-
stæðunum hefur ástandið einnig
verið erfitt og endurspeglar það,
líkt og minnkandi bílainnflutning-
ur, almennt ástand í efnahagsmál-
um. Bílgreinin hefur upplifað meiri
sveiflur en flestar aðrar starfs-
greinar á undanförnum árum. Ytir
það undir nauðsyn þess að henni
séu sköpuð viðunandi skilyrði og
meiri festa í starfsumhverfi.
Aðgerðir yfirvalda skipta miklu
máli og erfiðleikar undanfarinna
ára kalla eftir ákveðinni stefnu af
hálfu stjórnvalda í málefnum bíl-
greinarinnar. Ljóst er að lítill inn-
flutningur á næstliðnum árum mun
kalla á umtalsverða aukningu inn-
flutnings í framtíðinni. Fyrir liggur
í náinni framtíð brýn endurnýjun-
arþörf á mjög stórum árgöngum
bíla. Nauðsynlegt er að móta stefnu
sem dregur úr slíkum sveiflum til
frambúðar og gera hinum almenna
bíleiganda kleift að endurnýja bíl
sinn á sem hagkvæmastan hátt.
Vaxandi kröfur
Bílgreinin er nauðsynleg þjónustu-
grein sem leggur mikið af mörkum
til þess að samgöngur hér á landi
séu sem öruggastar. Bílgreinin þarf
sanngjörn starfsskilyrði til að veita
góða, stöðuga og örugga þjónustu.
Hún þarf að mæta síauknum kröf-
um m.a. í umhverfis- og gæðamál-
um. Mikil áhersla er lögð á að
mæta þessum kröfum og nægir að
nefna aukið starf að fræðslumálum
hjá Fræðslumiðstöð bílgreina, fag-
gildingu á verkstæðum til endur-
skoðunar og vaxandi áherslu á
gæðamál.
Brýnt er að tryggja betur sam-
keppnishæfni þeirra sem starfa í
bflgreininni og tengdum greinum.
Telja verður mjög óeðlilegt að
ísland skeri sig úr nágrannalönd-
um okkar hvað varðar gjaldtöku á
atvinnubifreiðar. Má sem dæmi
benda á að hingað til lands er á
hverju ári fluttur fjöldi hópferða-
bifreiða á erlendum skráningar-
númerum sem einungis er notaður
yfir háannatímann. Eigendur þess-
ara bifreiða hafa ekki þurft að
greiða í sínum heimalöndum sam-
bærileg gjöld á við það sem hér
tíðkast og er því dregið mjög úr
samkeppnishæfni Islendinga.
Svipuð dæmi má nefna af vöru-
flutningabifreiðum sem hér bera
30% vörugjald og eru því umtals-
vert dýrari en í nágrannalöndum
okkar. Ekki er hægt að selja slík
tæki, sem notuð hafa verið til
ákveðinna sérverkefna, úr landi þar
sem vörugjöldin fást ekki endur-
greidd. Þetta þýðir einfaldlega að
ekki er unnt að kaupa hentugustu
tækin hverju sinni. Með öðrum
orðum, hér verða vörubifreiðar að
vera búnar til að takast á við ólík-
ustu verkefni og eru því mun dýr-
ari fyrir vikið.
Skortir stöðugleika
í starfsumhverfinu
I heild má segja að óvissa sé um
þróun mála í bílgreininni, en að
sjálfsögðu endurspeglar hún að
stórum hluta ástand efnahagsmála
og stöðu þjóðarbúsins í heild. Með
batnandi skilyrðum almennt, má
vænta þess að hagur greinarinnar
batni. Eigi að síður er nauðsynlegt
að stjórnvöld móti ákveðna stefnu í
málefnum bílgreinarinnar. Leik-
reglur þurfa að vera skýrar og
tryggja stöðugleika í starfsum-
hverfi, í stað þess að vera síbreyti-
legar. Slíkt er hægt þó auðvitað geti
þurft að grípa til að aðgerða í takt
við aðstæður hverju sinni. Þær að-
gerðir verða hins vegar að byggja á
vel grundaðri heildarstefnu.
10 VERZLUNARTÍÐINDI