Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Síða 18

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Síða 18
STALDRAÐ VIÐ Á NÝJU ÁRI Það verður ávallt verðugt verkefni FIS að berjast gegn hvers konar opin- berri ofstjórnun og hringamyndun. Það hefur margt breyst til batnaðar í inn- flutningi, en í sjávarútvegi er þróunin mjög neikvæð." Jónas Þór Steinarsson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins: Sjáum fram á fækkun bíla miðað við óbreyttan inn- ílutning "Árið 1994 var erfitt í bílgreininni. Samdráttur var í bifreiðainnflutningi þriðja árið í röð og aðeins er verið að flytja inn helmning af því sem þarf til eðlilegrar endurnýjunar. Atvinnu- ástand var erfitt á bifreiðaverkstæðum og samkeppni frá svartri atvinnustarf- semi meiri en áður. Ymsar breytingar urðu í greininni , m.a. hefur fyrirtækj- um í bílainnflutningi fækkað og al- gengara er orðið að hvert fyrirtæki selji mörg merki. Það er von mín að þetta nýbyrjaða ár verði snöggtum betra og þróunin liggi upp á við þó útlitið bendi ekki til neinna verulegra breytinga. Áríðandi er að yfirvöld geri sér grein fyrir nauðsyn þess að bílgreininni séu sköpuð eðlileg og stöðug rekstrarskil- yrði. Einnig er Ijóst að til þess að ríkið geti haldið þeim 18 milljarða króna tekjum sem það hefur af bílnum og notkun hans á ári hverju, þá þarf að lækka og samræma aðflutningsgjöld þannig, að innflutningur þróist í eðli- legt horf. Á næstu árum sjáum við fram á fækkun bíla miðað við óbreytt- an innflutning. Nú þegar þarf að fara að endurnýja stóra árganga og það er langt frá því að vera gefið að bifreiðin verði áfram almenningseign." FÉLAGSGJÖLD ERU FRÁDRÁTTARBÆR Nýverið barst frá ríkisskatt- stjóra staðfesting á því að félags- gjöld vegna aðildar að samtök- um ÍSLENSKRAR VERSLUNAR eru frádráttarbær sem rekstrar- kostnaður frá tekjum af atvinnu- rekstri og sjálfstæðri starfsemi. Um þetta hefur sem kunnugt er risið ágreiningur í ýmsum skattumdæmum landsins. I b-lið 6.gr. reglugerðar nr. 483/1994 er að finna ákvæði um að ríkisskattstjóri skuli halda lista yfir þau félagsgjöld sem frádráttarbær eru. Samkvæmt staðfestingu ríkisskattstjóra eru því félagsgjöld til Bílgreinasam- bandsins, Félags íslenskra stór- kaupmanna og Kaupmanna- samtaka Islands nú á þeim lista. „Extra Virgin ólífuolía er ítölsk gœðaolía sem ég nota svakalega mikiÖ í mat - bragðsins og bollustunnar vegna. “ SigurÖur Hall MatreiSslumeistarinn Stöð 2 tXTRAVlRcn OuvtOu* I "SSBSr 18 VERZLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.