Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Side 25
EDINBORGARVERSLUN
Asgeir Sigurðsson og
Edinborgarverslun
eftir Guðjón Friðriksson
Hinn 28. september 1864,
fyrir rúmum hundrað og
þrjátíu árum, fæddist
drengur í verslunarstaðnum á
Isafirði. Foreldrar hans voru
Sigurður Andrésson smiður og
kona hans, Hildur Jónsdóttir, sem
bæði voru af prestaættum. Sveinn-
inn var vatni ausinn og gefið nafnið
Asgeir Þorsteinn. Þetta væri nú
ekki í frásögur færandi nema fyrir
það að þessi litli smiðssonur á
Isafirði átti eftir að vaxa til mikilla
umsvifa og auðlegðar og verða
einn af helstu brautryðjendum í
nútímalegri verslun og útgerð á
Islandi.
Þegar Asgeir var tíu ára gamall,
þjóðhátíðarárið 1874, var hann
sendur alla leið til Edinborgar í
Skotlandi í fóstur til Jóns Hjaltalíns
föðurbróður síns sem þá var bóka-
vörður í Edinborg. Það var harla
óvenjulegt að svo ungur drengur
væri sendur til framandi landa og
kemur helst upp í hugann til sam-
anburðar sagan af Jóni Sveinssyni,
Nonna, sem fáum árum áður hafði
verið sendur suður til Frakklands.
Næstu ár var Asgeir að mestu í
Edinborg hjá frænda sínum, gekk
þar á skóla og vandist ýmsurn
störfum. Meðal annars var hann
um hríð aðstoðarsveinn við bóka-
safnið og vann einnig í verslun.
Varð honum brátt ensk tunga töm
sem sitt eigið móðurmál. Jón
Hjaltalín, föðurbróðir hans og
fóstri, vissi að mikið mannsefni bjó
í Asgeiri og sá til þess að hann
týndi ekki móðurmáli sínu því
hann vildi að pilturinn gæti gagn-
ast Islandi þó að síðar yrði.
GRÁNUFÉLAGIÐ Á ODDEYRI
Þegar gagnfræðaskóli var stofn-
aður á Möðruvöllum í Hörgárdal
árið 1880 var Jón Hjaltalín í Edin-
borg ráðinn fyrsti skólastjórinn og
fluttist þá til Eyjafjarðar og Ásgeir
með honum. Sá síðarnefndi settist á
skólabekk hjá fóstra sínum á
Möðruvöllum og útskrifaðist þaðan
1882, þá 18 ára gamall. Eftir það
gerðist Asgeir Sigurðsson verslun-
armaður hjá Gránufélaginu á Odd-
eyri og varð áberandi og fyrir-
ferðarmikill í félagslífi á Akureyri. í
unga manninum bjó mikið manns-
efni eins og Jón Hjaltalín hafði
alltaf vitað.
Eitt sinn hafði verið pantaður
Ásgeir Sigurðsson kaupmaður og kon-
súlkeinn af brautryðjendum nútíma-
legra verslunarhátta á íslandi
pappír til Gránufélagsins en þegar
sendingin var opnuð kom í ljós að
afgreitt hafði verið skakkt og var
pappírinn rauður. Ef til vill hafa
seljendurnir erlendis haldið að
sama væri hvaða litur væri á papp-
írnum handa skrælingjunum á
Islandi - en pappírinn seldist ekki
einu sinni í umbúðir. Þegar gerð
var vörutalning eitt sinn bað Ásgeir
húsbónda sinn um að selja sér
pappírinn til að prenta á hann blað
og var það auðsótt. Ásgeir nefndi
blaðið Jón rauða og entist papp-
írinn í þrjú blöð. Nú er Jón rauði
safnarafágæti og í háu verði ef
hann er falur.
Árið 1886 réði Ásgeir Sigurðsson,
þá 22 ára gamall, sig sem skrifara
hjá Tryggva Gunnarssyni, síðar
bankastjóra, er þá var kaupstjóri
Gránufélagsins með búsetu í Kaup-
mannahöfn. Asgeir var síðan með
Tryggva í Kaupmannahöfn á vetr-
um en á Islandi á sumrum. Ekki
festi hann þó yndi í Danmörku,
hugurinn hvarflaði sífellt á æsku-
slóðir í Skotlandi. Það varð úr að
hann hvarf úr þjónustu Tryggva og
gerðist nú starfsmaður Steenbergs
nokkurs sem var konsúll Dana í
Leith í Skotlandi.
ÞÁTTUR SKOSKRA
STÓRKAUPMANNA
Leið nú og beið og Ásgeir Sig-
urðsson varð þrítugur, fullþroska
maður og tilbúinn að takast á við
stór verkefni. Hann starfaði við
verslunar- og skrifstofustörf í Skot-
landi í nokkur ár og komst þá í
kynni við skoska stórkaupmenn
sem höfðu áhuga á verslun á
Islandi. Þeir hétu Geo Copland og
Berrie. Varð úr að Ásgeir gekk til
samstarfs við þá. Hann fluttist til
Reykjavíkur 1894 og ári seinna
stofnaði hann eigið verslunarfyrir-
tæki í félagi við Copland og Berrie.
Kölluðu þeir það Verslunina Edin-
borg. Fyrst í stað var hún til húsa í
lágreistu timburhúsi í Hafnarstræti
8 og voru starfsmennirnir fimm.
Ekki var þó langt að bíða umskipta
í þeim efnum.
"HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA
VIÐ PENINGA?"
Fram til þessa höfðu peningavið-
skipti verið afar fátíð á íslandi. Fólk
tók út vörur hjá verslunum og lagði
annaðhvort inn afurðir í staðinn,
bæði fisk og landbúnaðarafurðir,
eða vann fyrir vörunum í dag-
launavinnu. Þetta var svokölluð
úttektarverslun og var í raun vöru-
skiptaverslun. Tvenns konar eða
jafnvel margs konar verðlag var í
flestum búðum. Þeir sem tóku út
vörur í úttekt voru oftast algerlega
VERZLUNARTIÐINDI 25