Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Page 30

Verzlunartíðindi - 01.02.1995, Page 30
EDINBORGARVERSLUN áhald sem nefnt er "National Cash Register". Það telur - sýnir með tölum - alla peninga sem í það eru látnir og segir til hvort peningaborgun eða reikningsborgun hefur farið fram. Eins sýnir ílátið hvað úr því hefur verið tekið. Þetta áhald prentar og seðil sem viðskiptamaður fær. Hon- um er ætlað að halda þeim seðlum saman og fá svo kaupbæti í vörum þegar hann sýnir seðla sem samtals nema 100 krónum. Hver verslunar- þjónn hefur sína skúffu sem enginn getur komist í annar svo verði eitthvað að hjá einhverjum verður engum öðrum um kennt. Áhald þetta kostar 1800 Aðalverslunarhús Edinborgar í Hafnarstræti 10-12 eins og þau litu út árið 1905. Stórir útstillingargluggar voru mjlunda. Þessi hús brunnu árið 1915. krónur og hefur nokkuð lengi verið notað í Vesturheimi en fá ár síðan það fór að tíðkast í Norðurálfu." Þá var þjófavarnarkerfi Edin- borgar á blómaárum verslunar- innar upp úr aldamótum nýstár- legt. Eftirfarandi lýsing á því birtist í minningum löngu síðar: "Edinborg hafði á þessu tímabili vaktara eða vökumenn sem áttu að gæta húsa og annarra eigna versl- unarinnar á næturnar. Þessir vaktarar voru útbúnir með klukkur sem voru þannig gerðar að að þeim gengu lyklar sem festar voru á ýmsa staði í bænum. Ef þeir nú opnuðu klukkuna með þessum lyklum mátti lesa það af pappírs- ræmu innan í verkinu og gat Tryggvi Magnússon (eftirlitsmaður verslunarinnar) þannig lesið út úr því hvar vaktararnir höfðu verið á hverjum tíma næturinnar. Var þetta gert til þess að hafa eftirlit með því að þeir stæðu sína pligt." NÝSTÁRLEG MARKAÐSSETNING Það mun hafa verið Hjalti Sigurðsson, bróðir Ásgeirs kaup- manns, sem innleiddi margar nýjungarnar hjá Edinborg. Hann hafði verið í Ameríku en kom heim til að starfa hjá bróður sínum um fáein ár. Bandaríkjamenn voru þá þegar orðnir í fararbroddi í versl- unarháttum og margs konar auglýsingamennsku og Hjalti kom með margt af því til Reykjavíkur. Hér verður nokkuð til tínt. Edinborg lét til dæmis mann klæð- ast í jólasveinabúning og vera á vappi á jólabasar verslunarinnar sem varð aftur til þess að börn vildu óð og uppvæg fara í Edin- borg til að sjá jólasveinninnn. Er jólasveinn Edinborgar líklega sá fyrsti sem notaður var í þágu versl- unar hér á landi. Eitt auglýsingabragð Edinborgar með greinilegum amerískum áhrif- um var það að skreyta fjórhjóla hestvagn og hafa í honum auglýs- ingafólk sem klætt var í litríka búninga og var honum þannig ekið um göturnar. Ur vagninum var kastað sælgætispokum til vegfar- enda en á umbúðunum voru auglýsingar frá versluninni. Á þessum árum var gefið út gaman- blað í Reykjavík sem hét Þjóðhvellur. Þar stóð í september 1909 um þessa uppákomu: "Viðskiptafjörið í verslunum hérna niðri í bænum er ekki neitt smáræði þessa dagana. Mest kveð- ur þó að því í Hafnarstræti, alla leið vestan frá Duus og austur til Zim- sens. Fremstir eru þó þeir Thor- steinsson og umfram allt Edinborg því hún skemmtir jafnframt öllum bænum annað veifið. Frá henni gengur vagn um allar trissur, skreyttur alla vega litum auglýs- ingum og mislitum mönnum því þar er svart fólk og þar er hvítt. Þar er bröndótt. Á vagninum sem tveir hestar ganga fyrir eru bumbur barðar, leikið á grafófón, symfón og salteríum og þess á milli talar negri, klæddur í hvíta skrúða, til mannfjöldans um kosta- kjör þau sem nú séu í öllum deildum Edinborg- ar, neðan frá svörtustu koladeild allar götur upp í reginsali hinnar glæstu klæðskeradeildar "þar sem þær sitja stúlkurnar mínar með hannyrðir sínar", segir negrinn. Á eftir vagninum fer múgur og margmenni af öllum stéttum, flissandi og hlæjandi: allir gluggar glennast upp á gátt og bærinn allur í uppnámi. I rauninni er þetta besta skemmtun fyrir fólkið og það liggur við að allt þetta Edinborgarföruneyti bregði stórbæjarsvip yfir strætin sem það á leið um." Auglýsingar Edinborgar í blöðunum lýstu miklu hugviti og var einskis látið ófreistað til að ná augum væntanlegra viðskiptavina. Skrautlegar leturgerðir voru óspart notaðar og letrið haft á ská, á hlið eða jafnvel á hvolfi til að vekja athygli. Þá voru auglýsingarnar oft í bundnu máli eins og hjá fleiri verslunum reyndar: "Heyrðu, bráðum byrja jólin. Býsna lág er orðin sólin. Hrind þó burtu sút og sorg: Því að BAZAR búinn gæðum, bestu sögum, fögrum kvæðum er opnaður í Edinborg. Þar er gjörvallt reift með rósum, raðað gulli, skreytt með ljósum. Kvöldi er breytt í bjartan dag. Spiladósir sífellt syngja. Samanstilltar bjöllur syngja undrafagurt yndislag. Þar fær Pétur hermenn, hesta. Halmaspil og skáktafl besta. Ætli' hann verði upp með sér! Fannhvít brúða Fríða heitir, fjöllin skjálfa er Gunnar þeytir lúðurinn svo sem auðið er. Ber hann Nonni bumbu sína. Brúðuhús fær litla Stína. Imba úr gleri gyllta skó. Hrossabresti Helgi sargar. Helst á langspil Mundi argar. Palli ræðst í píanó. 30 VERZLUNARTIÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.