Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Qupperneq 18

Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Qupperneq 18
Halldór Kvaran sölu- og markaðsstjóri hjá heildverslun Gunn^rs Kvaran ehff.: Um 8% af allri mjólk á Islandi er blandað saman við Nesquik Heildverslun Gunnars Kvaran ehf. á sér langa sögu, mun lengri en þá sem hófst þegar núverandi fyrirtæki var stofnað árið 1981. Sextíu árum áður stofnuðu þeir Gunnar Kvaran og Ingimar Brynjólfsson heildverslun sem nefndar var einfaldlega I. Brynjólfsson og Kvaran. Þetta var í árdaga heildverslunar á Islandi, sex til sjö fyrirtæki tóku til starfa um svipað leyti og umhverfið var býsna ólíkt því sem nú er. Skömmtun var helsta stjómtækið; einn fékk að flytja inn hveiti, annar sykur, sá þriðji grjón. Svo skiptust þeir á vörum, til að geta boðið verslunum þolanlegt úrval. Það mundi þó varla kallast úrval í dag, enda tímarnir breyttir og gott betur. Nokkrar af þessum gömlu grónu heildsöl- um eru enn starfandi, einhverjar hafa hætt en öðrum hefur verið skipt upp. Ein þeirra er I. Brynjólfsson og Kvaran og Gunnar Kvaran ehf. er annað afkvæmanna. 430 VERK- SMIÐJUR Heildverslun Gunnars Kvaran var stofnuð árið 1981 og hóf starfsemi í Vatnagörðum 10. Þá sem nú voru vörur frá Nestlé-fyrirtækinu uppistaðan í rekstrin- um. Nemur sala á þeim vömm um 80% af velt- unni í dag. Nestlé er ósvikinn risi í matvæla- framleiðslu, rekur 430 verksmiðjur víðs vegar um heiminn og fram- leiðir matvæli fyrir alla aldurshópa frá vöggu til grafar. Einna þekkt- astar hér á landi eru vörur á borð við Nes- quik, Nescafé og Maggi, en önnur þekkt vörumerki í eigu Nestlé eru t.d. Findus-frysti- vörumar, Buitoni-pasta frá Italíu og Perrier. Fyrir áratug eða svo flutti Gunnar Kvaran hf. í eigið húsnæði í Vatnagörðum 22, sam- tals 1000 fermetra að stærð og samkvæmt skipulagi eru möguleik- dag. Þessari tölvu var ætlað að leysa af hólmi margvíslega handavinnu sem áður kallaði á fjölda starfsmanna, svo sem að prenta nótur, einfalt lagerbókhald og ákaf- lega frumstætt viðskiptamannabókhald. Tölvur voru lítt notaðar í íslenskum verslun- arfyrirtækjum á þessum tíma, þess vegna þurfi að sérsmíða allan hugbúnað í hana. I dag er fjórða kynslóðin af tölvum komin inn í fyrirtækið og við nýtum til hins ítrasta alla þá möguleika sem tölvukerfið býður okkur upp á til að auka hagkvæmni.” LÍKT OG LEGOKUBBAR Gunnar Kvaran hf. keyrir á viðskiptahug- búnaðinum Fjölni og Halldór lætur vel af notkun hans. “Þetta er í senn ákaflega einfalt en býður þó gífurlega fjölbreyttar útfærslur. I raun má líkja þessu við Lego-kubba, þar sem búið er að byggja grunninn. Síðan er það notandans að tína til þá kubba sem hon- um líst á og raða sam- an eftir þörfum. Þannig má byggja verslun, stálsmiðju, skipafélag eða hvað sem þér dettur í hug. Það þarf hvorki mikla kunnáttu né þekkingu til að stýra þessu, tölvan leiðir mann áfram. I raun er nóg að kunna á einn takka: Fl, sem er hjálpar- takkinn! Hitt kemur af sjálfu sér.” Halldór segist ekki vera neinn sérstakur áhugamaður um tölv- ur sem slíkar. Tölva sé eingöngu hentugt hjálpartæki sem sjálf- sagt sé að nýta til að létta sér störfin. Hið sama hafi legið að baki þegar ákveðið var að Edi-tengjast. “Þegar í ljós kom að hægt var að eiga sam- skipti við tollinn í gegnum símalínu og spara þannig allar ferðimar og fyrirhöfn- ina, þá lá í augum uppi að gera það. Þetta höfum við svo ar á að stækka þá byggingu tvöfalt. Á neðri hæð er lager og frystigeymsla utanhúss, en þeirri efri skrifstofuhúsnæði, sem að hluta er leigt út í dag. Starfsmenn eru ellefu, þar af fjórir sölumenn; forstjóri er Gunnar Kvaran, Þórunn dóttir hans er fjármálastjóri en sölu- og markaðsstjóri er sonurinn, Halldór Kvar- an. FJÓRÐA TÖLVUKYNSLÓÐIN Það orð hefur lengi farið af Gunnari Kvaran ehf. að þar hafi menn verið leiðandi í tölvu- væðingu og innleiðingu ýmiss konar hag- ræðingar sem tölvutæknin býður upp á. Halldór Kvaran segir að þetta megi rekja allt aftur til ársins 1981, þegar fyrirtækið var stofnað. “Þá var keypt fyrsta tölvan, sem var að mörgu leyti bylting, en þætti hálf hjákát- leg, því aflið næði varla einfaldri reiknivél í Feðgarnir Gunnar Kvaran fforstjóri og Halldór Kvaran sölu- og markadsstjóri 1 8 VERSLUNARTÍÐINDI MAÍ 1996

x

Verzlunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.