Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Síða 19

Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Síða 19
þróað áfram og eigum nú bein tölvusam- skipti við nokkra af okkar stærstu viðskipta- vinum. Þannig vorum við fyrstir til að taka upp tölvusamskipti við Hagkaup, en nú hafa fleiri fylgt í kjölfarið. A sama máta erum við eina heildverslunin sem verslar á tölvutæki formi við Baug og erum að þróa slfk sam- skipti við 10/11 verslanirnar. Fleiri við- skiptavinir munu væntanlega fylgja í kjöl- farið, til dæmis hefur hópurinn í Þinni versl- un verið að skoða þessa möguleika. Næsta verkefni er að Edi-tengjast bankanum”. HAGRÆÐIÐ ALLT TIL KÚNNANS Halldór segir hins vegar að hagræðið af þessu sé takmarkað fyrir heildsalann. “Hag- ræðið skilar sér fyrst og fremst til verslunar- innar. Þar sparast mikil vinna við að yfirfara reikninga, halda utan um birgðaupplýsingar og fylgjast með verðbreytingum. Við lítum því fyrst og fremst á þetta sem þjónustu. Edi sparar okkur ferðir í tollinn og bankann, en annað hagræði fer til viðskiptavina okkar. Að sjálfsögðu hlýtur þetta að hafa áhrif á viðskiptin, væntanlega þurfa verslanir í kjöl- farið minni álagningu á okkar vörur og gerir þær því samkeppnishæfari í verði.” Um þessar mundir er Gunnar Kvaran að kynna nýjar vörur á markaðinum, ísvörur frá Nestlé. Það er umfangsmikið verkefni sem kallar á talsverðar breytingar í vörudreif- ingu. “Við tókum þann kostinn að semja við Eimskip um afnot af frystigeymslum þeirra. Þangað verðum við beinlínutengdir með tölvu og getum því sent þeim allar upplýs- ingar beint, hvaða vara sé væntanleg hvenær og jafnframt munum við senda afhendingar- beiðnirnar beint til þeirra í gegnum tölvuna. Einnig þetta skilar sér fyrst og fremst í hag- ræðingu inn til þeirra, sem aftur væntanlega styrkir samningsstöðu okkar.” SNÝST UM AÐ SKAPA EFTIRSPURN Hagræðing er hins vegar lykilorð í allri vörudreifingu í dag, jafnt í heildverslun sem annars staðar. “Þetta snýst allt saman um að ná sem mestri hagkvæmni í innkaupum og allri dreifingu. Samkeppnin er hörð og það þarf að hafa vakandi auga yfir öllu ferlinu. Hagræðingin getur skilað tvennu: Aukinni samkeppnishæfni í verði því álagningarþörf- in verður minni og svo betri afkomu sem gerir fyrirtækinu kleift að styrkja sig með öflugu markaðsstarfi. Til grundvallar liggur alltaf að til staðar sé eftirspum eftir vömnni. Þá eftirspurn hljótum við að reyna að efla með öllum tiltækum ráðum. Þessi eftirspurn er líka lykilvopn okkar í samkeppni við sér- merkingar sem nú sjást í vaxandi mæli.” BREYTINGAR í DREIFINGU LIGGJA í LOFTINU Lengi hefur verið rætt um nauðsyn breyt- inga í vörudreifingunni, aukið samstarf heildverslana og jafnvel sameiginlegar dreifingarmiðstöðvar. Sér Halldór eitthvað slíkt í náinni framtíð? “Vissulega sér maður ýmsa möguleika á auknu samstarfi við dreifinguna. Til dæmis væri æskilegt að sjá rísa sameiginlega dreif- ingarmiðstöð á hafnarbakkanum, þar sem varan kemur hvort eð er öll inn í landið. Eg sé fyrir mér tvískipt svæði, annars vegar Bygging Gunnars Kvaran hf. í Vatnagörðum. tollvörugeymslu og hins vegar afgreiðslu- svæði fyrir tollafgreiddar vörur, þaðan sem vörunni væri ekið beint út til kaupenda. Sölustarfið yrði eftir sem áður úti í fyrir- tækjunum. Slík miðstöð yrði rekin á lág- markskostnaði sem er forsenda fyrir því að hún skili einhverju hagræði. Ég á bágt með að sjá hagræðið af því að einhver annar tæki slíkan rekstur að sér og seldi okkur þá þjón- ustu; það er ekki sjálfgefið að aðrir geti gert þetta á hagkvæmari hátt en heildverslanir gera sjálfar í dag. Að auki er til staðar mikil fjárfesting í húsnæði og búnaði úti í fyrir- tækjunum; fjárfesting sem yrði með ein- hverju móti að nýta í slíkri miðstöð. Hins vegar spái ég því að við eigum eftir að sjá ákveðna þróun á þessu sviði í nánustu fram- tíð.” STEFNT AÐ 22% AUKNINGU En framtíð Gunnars Kvaran ehf., er bjartur og beinn vegur framundan? “Við erum í talsverðri sókn og stefnum að 22% veltuaukningu á þessu ári. Þau mark- mið eru sett miðað við núverandi vöruúrval, þannig að ísinn kemur vonandi sem viðbót inn í þetta. Okkur hefur tekist að ná þessum markmiðum og gott betur það sem af er ár- inu. Lykillinn að því liggur í breyttum áh erslum í stjómum. Markmiðin eru höfð skýr og einföld en um leið raunhæf, þannig að við sjáum fram á að viðráðanlegt sé að ná þeim. Þau eru markmið fyrir allan hópinn, en verkaskiptingin er skýr og við fylgjumst náið með hvemig gengur á hverju stigi. Við höfum einnig mótað okkur skýra sölustefnu fyrir hvem vöruflokk og leggjum áherslu á lifandi og kröftugt markaðsstarf. Það spillir ekki fyrir að vera í samstarfi við öflugt fyrirtæki á borð við Nestlé. Þar inni liggur mikil þekking og upplýsinga- streymið er mikið út úr fyrirtækinu. Við telj- um okkur líka vera býsna góða kúnna”, seg- ir Halldór og bætir við til gamans og marks um sterka stöðu t.d. Nesquik, að líklega séu um 8% af allri mjólk sem framleidd er á ís- landi blandað saman við þetta vinsæla súkkulaðiduft. Geri aðrir betur! Samsettar öxulhosur EINFALT í ÁSETNINGU Þú sleppur við kostnaðarsama viðgerð við að rífa öxulinn úr. Styttri tími á verkstæði eða þú gerir þetta sjálfur. Sérverslun með varahluti í USA bifreiðar. Sérpöntunarþjónusta Bílabúðin H. Jónsson & Co. Brautarholt 22, Reykjavík Sími 55 222 55 - Fax 55 222 35

x

Verzlunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.