Verzlunartíðindi - 01.05.1996, Blaðsíða 21
VORUDREIFING STORVERSLANAI BRETLANDI
Hámark hagræðingar
Vörustjómun hefur verið lykilorð í verslun undanfarin ár. Þróunin hef-
ur verið gífurlega hröð á þessu sviði, einkum í Bandaríkjunum, en
Evrópa er smám saman að færast í sama farveg. Allt snýst um að
koma vöm með sem minnstum tilkostnaði á sem skemmstum tíma frá birgj-
um til neytandans. Lagerhald á helst að heyra sögunni til og dreifing að vera
svo hröð að varan stöðvist sem minnst í ferlinu.
HRÖÐ OG SÉRHÆFÐ VÖRUMEÐHÖNDLUN
Stefán S. Guðjónsson framkvæmdastjóri FÍS, átti þess kost fyrir skömmu að
heimsækja vömdreifingarmiðstöðvar tveggja verslunarrisa í Bretlandi. Ann-
ars vegar er dreifingarstöð Tesco í Hinckley, sem er í Midlands, miðstöð
dreifingariðnaðar í Bretlandi. Tesco rekur tuttugu slíkar miðstöðvar víðs
vegar um landið, en miðstöðin í Hinckley er ein níu stöðva sem sérhæfa sig
í dreifingu á frysti- og kælivöm og þjónar hún hátt í sjötíu verslunum. Um
8.800 vörutegundir fara þar í gegn og um 45 milljónir einingar eru afgreidd-
ar á ári hverju. Þó er þetta langt í frá stærsta dreifingarmiðstöð Tesco.
Stefán segir að í Hinckley séu það birgjanir sem koma með
vömr í dreifingarmiðstöðina, en Tesco sér um flutning út í versl-
anir. 011 vörumeðhöndlun er mjög nákvæm, geymslusvæðin
bjóða upp á mismunandi hitastig, allt eftir því hvers eðlis mat-
varan er, og sömu sögu er að segja um flutningabílana. Hér
byggist vörustjómunin á gegnumstreymi, þar sem varan kemur í
hús frá kl. 5 á morgnana, þar sem hún er flokkuð og pöntunum
safnað saman í hentugar einingar. Ferskvara kemur í hús að
kvöldi, er flokkuð og afgreidd um nóttina og komin í verslanir
áður en þær opna morguninn eftir. Aðrar vörur eru afgreiddar
yfir daginn og getur sama verslunin verið að fá allt að þrjár
sendingar daglega.
TÆKNIVÆTT FRÁ A TIL Ö
Starfsemi British Home Stores, eða Bhs, er talsvert annars eðlis.
Bhs rekur deildaverslanir víðs vegar um Bretlandi og er hluti af
Storehouse-samsteypunni, sem einnig á Mothercare og fleiri
verslunarkeðjur. Bhs selur einkum fatnað og heimilisvöru og er
m.a. stærsti seljandi á ljósabúnaði fyrir heimili í Bretlandi.
Dreifingarmiðstöðin í Atherstone er ein sú tæknivæddasta
sem fyrirfinnst og var hönnuð af dönsku verkfræðifyrirtæki.
Eins og Hinckley er hún safnstöð, sem byggir á hröðu og vél-
væddu gegnumstreymi. Ólíkt með þeim er að Bhs á bæði hús-
næði og búnað en hefur ráðið sérfræðifyrirtækið Exel til að reka
miðstöðina. Náið samstarf er hins vegar milli aðila. Þá sér Bhs
um að sækja alla vöru og dreifa til verslana. Varan er sótt að
morgni og komin í dreifingarmiðstöðina eftir hádegi. Þar er
flokkað og umpakkað, ekið út til verslana síðdegis og afhent
síðla kvölds eða að næturlagi.
Að sögn Stefáns er Atherstone-miðstöðin gífurlega tækni-
vædd. Fatnaður og vörur eru flutt á tölvustýrðum færiböndum
og flokkunarslám í gegnum húsið. Bhs varð fyrst til að taka upp
slíkt flokkunarkerfi í Bretlandi fyrir þremur árum. Hefur kerfið
stóraukið afkastagetu, hraðað afgreiðslum og dregið n\jög úr
mistökum við afhendingu.
Allt byggir þetta hins vegar á Edi-tækninni. Um leið og sala
fer fram úti í versluninni, skráist hún inn í móðurtölvu fyrirtæk-
isins sem fylgist með birgðastöðu. Þegar kemur að endurnýjun
birgða fer pöntunarferli sjálfkrafa í gang og í framhaldi af því
dreifing. Þannig er tryggt að verslunin verði aldrei uppiskroppa
og það sem ekki er síður mikilvægt, lagerhald heyrir sögunni til.
Miklar kröfur eru gerðar um hraða afgreiðslu frá birgjum og tak-
markið að vara sé komin í sölu 2 dögum eftir að pöntun berst.
Hagræðið er ótvírætt, sparnaður er gífurlegur og allt eftirlit
með vörudreifingu hefur stóreflst sem aftur dregur úr rýrnun.
Tæknivæðingin þýðir stórfellda lækkun launakostnaðar; í Ather-
stone vinna 370 manns á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn.
Gegnumstreymið er um 27 þúsund kassar á dag að meðaltali en
kemst hæst í 80 þúsund kassa. A hverri klukkustund er hægt að
afgreiða allt að 4 þúsund upphengdar flíkur og 14 þúsund kassa.
Stefán S. Guðjónsson framkvæmdastjóri FÍS ásamt Andy
Kaye, yfirmanni vörudreifingar hjá Storehouse
Stefán segir ótrúlegt að sjá hve langt þessi fyrirtæki hafi náð í hagræð-
ingu. Viðvarandi verkefni sé að lækka kostnað við dreifingu og birgðahald
og samkvæmt upplýsingur frá Tesco hefur jafnvel náðst svo góður árangur
að minni kostnaður er við að dreifa vörunni frá framleiðanda til verslunar,
en að koma vörunni fyrir í versluninni sjálfri. Slíkt sé ótrúlegt og veki ónei-
tanlega upp spumingar um hve gífurlega víða megi enn taka til hendi í
verslun hér á landi.
FJÖÐRIN í
FARARBRODDI
Al tí pústl '—1— (D ið
ÍSETNING Á STAÐNUM
Hljóðkútar og púströr eru okkar sérgrein. Fjöðrin hf. er
brautryðjandi í sérþjónustu við íslenska bifreiðaeigendur.
Eigin framleiðsla og eigið verkstæði tryggir
góða vöru og gæðaframleiðslu.