Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 14

Bókasafnið - 01.01.2000, Síða 14
Kristín Indriðadóttir „Einstakt tækifæri fyrir drífandi og metnaðarfullan einstakling“ Hugleiðingar um menntun bókasafns- og upplýsingafræðinga Pegar ég var að taka til á tölvunni minni áður en ' 2000-vandínn næðí að eyðileggja öll gögnin sá ég að í pósthólfinu lágu margar starfsauglýsingar sem höfðu verið sendar á Skruddu, póstlista bóka- varða. Tilviljun hefur að flestu leyti ráðið því að ekki var búið að eyða þeim en þegar upp var staðið fan.n ég auglýsingar um átján störf frá átta mánaða tímabili, Ýmist var óskað eftir fóiki í fullt starf eða hlutastarf og til lengri eða skemmri tíma. Mér fannst 'áhugavert að skoða eftir hvers konar þekkingu og hæfileikum væri óskað ef það gæti hjálpað mér að átta mig á kröfum atvinnulífsins til bókasafns- og upplýsingafræðinga hér á landi, Ellefu þessara starfa voru hjá stofnunum á vegum ríkisins, fjögur hjá sveitarfélögum og tvö hjá einkafyrirtækjum. Svo sem vænta mátti var í flestum tilvikum óskað eftir starfs- manni til að sinna upplýsingaþjónustu en fjórum sinnum var óskað eftir bókasafnsfræðingi á skjalasafn, I fjórtán tilvikum var óskað eftir bókasafnsfræðingi og í öllum hinum talinn kostur að um slíkan væri að ræða. Ef leyfilegt er að draga einhverjar ályktanir af þessu óvísindalega úrtaki er óskað eftir bókasafnsfræðingum til þess að sinna ýmiss konar upplýsingaþjónustu, móttöku og miðlun gagna, flokkun og einhvers konar skráningu á efni sem er annað hvort prentað eða í rafrænu formi (til dæmis skjala- stjórn í ákveðnu tölvuumhverfi) en einnig er reiknað með að þeir geti haft umsjón með tölvum eða sinni stjórnun og skipu- lagsmálum, vinni sjálfstætt og beri ábyrgð, Auglýsingarnar voru mjög misítarlegar en oft var óskað eftir góðri tölvuþekk- ingu, stundum góðri tungumálakunnáttu og stöku sinnum eftir þjónustuliprum einstaklingi sem gæti unnið í hóp og veitt leiðsögn eða kennt. Allt fer þetta saman við alþjóðlega þróun, Æ meiri þörf verð- ur fyrir starfsmenn til að safna, skipuleggja, vinna úr og dreifa upplýsingum. Með stóraukinni útgáfu á rafrænu formi og auknu framboði á tölvu- og upplýs.ingakerfum til þess að halda utan um alls kyns upplýsingar hefur starfsvettvangur bókasafnsfræðinga stækkað. Og starfsumhverfi þeirra hefur breyst jafnvel ennþá meira en flestra annarra stétta, Um leið vex þörf fyrir leiðsögn við almenning og sérfræðinga, islenskir bókasafns- og upplýsingafræðingar virðast áhugasamir um endur- og símenntun og fleiri og fleiri vinnustaðir móta sér heildarstefnu í þeim málum, Ekki síður þarf stéttin að standa vörð um grunn- og framhaldsmenntun sína til þess að geta staðist alþjóðlegar kröfur, Þróunin í Bandaríkjunum Undir vor 1999 var á vegum landssamtaka bókavarða í Bandaríkjunum (ALÆ) haldið tveggja daga þing um menntun stéttarinnar (Moran, Barbara B. 1999:408-410). Þar komu fram ýmis andstæð sjónarmið háskólakennara og starfandi bókasafnsfræðinga, Óánægja með námsframboð í banda- rískum háskólum hefur farið stöðugt vaxandi hjá bókasafns- fræðingum í starfi en mjög miklar breytingar hafa orðið á því á síðustu árum, Deildir hafa víða verið lagðar niður, aðrar hafa endurskipulagt námsframboð sitt. Starfsstéttin segir að kenn- ararnir hafi ekki áhuga á því sem hún vilji og vænti af há- skólunum, einkum hvað varðar grundvallarnámskeið, eins og til dæmis skráningu, og að mæta þörf fyrir menntun á ákveðnum sviðum þar sem skortur er á bókasafnsfræðingum, til dæmis eins og í þjónustu við unglinga. Deildir, sem auk þess hafa vikið orðinu „bókasafn” úr heiti sínu, eru álitnar gefa skýr skilaboð um að þær leggi höfuðáherslu á tæknilega þjálf- un af allt öðrum toga en fyrr á kostnað grundvallaratriðanna, Á hinn bóginn þykir kennurum starfsstéttin hafa óraunsæjar hugmyndir um hvað nýútskrifaðir bókasafnsfræðingar geti lært í eins árs meistaranámi sem flestir taka, Kennarar þekkja flestum betur hve erfitt er að fá fólk til náms á sérhæfðum sviðum fræðanna og setja frekar upp tæknileg námskeið sem eru líkleg til vinsælda, Togstreitan hefur magnast á undanförnum árum því að bókasafns- og upplýsingafræðideildir hafa einkum tekið breytingum fyrir þrýsting innan háskólanna. Þetta hefur komið niður á samskiptum deildanna og stéttarínnar. Fyrir bragðið lifa hóparnir tveir f ólíkum heimum og hvor um sig er uppteknari af breytingum í eigin umhverfi en því sem gerist hjá hinum. Þingið var kjörinn vettvangur til skoðanaskipta, aukins skiln- 12 Bókasafnið24. árg, 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.