Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 31

Bókasafnið - 01.01.2000, Blaðsíða 31
nægjanlegum fjölda nemenda til að halda tvö til þrjú námskeið árlega og kannski einhverja vinnufundi fyrir norræna doktors- nema sem eru Ifklega um fimmtíu alls. Allar stofnanirnar, sem eiga aðild að þessu neti, eíga möguleika á að senda nem- endur á þessi námskeið og ef einhver skólinn heldur slfkt námskeið á eigin vegum er ætlast til að það sé opið öllum sem eru í doktorsnámi. Nú þegar hafa nokkur námskeið verið haldín á hverju ári um mismunandi efni, Kerfið miðast líka við að hægt sé að fá umsjónarmenn frá einhverjum skólanna til að sjá um doktorsnema í öðru landi. Einnig greiðir netið fyrir styttri heimsóknir vísindamanna til annars lands til að kenna eða aðstoða við rannsóknir. Netið hefur sína eigin heimasíðu þangað sem sækja má efni um þátttökuskólana. Þáttur NORDINFO NORDINFO hefur um árabil stutt ráðstefnur og endurmenntun- arnámskeið norrænna bókavarða og undanfarin ár hafa allt að tuttugu ráðstefnur og fundir verið styrktir árlega sem fjalla um hin ólíkustu svið sem snerta störf bókavarða og upplýsingafræðinga. Árið 1993 fjár- magnaði NORDINFO einnig úttekt á stöðu rannsókna á Norðurlöndunum og gaf út ritið Forskning inom biblioteksvetenskap och in- formatik i Norden. ísland var þó ekki með f þessari úttekt, Annars hefur NORDINFO ekki verið mjög virkt í að styrkja bóka- varðanám en þetta kann þó að breytast, í október 1999 fjármagnaði NORDINFO fund með forstöðumönnum allra þeirra skóla sem hafa tekið þátt í samstarfinu hingað til. Tilgangur fundarins var að ræða mögulega aukna samvinnu milli skólanna með fjárhagslegri þátttöku NORDINFO. Rætt var um sam- vinnu á sviði rannsóknarnáms þar sem NORDINFO gæti veitt fé til að fjöiga námskeiðum fyrir doktorsnema. Innan endur- menntunar hefur NORDINFO gert tilraunir með sumarskóla fyrir starfandi bókaverði en til þess að það sé hægt þurfa bókavarðaskólarnir að taka þátt í skipulagningu og undir- búningi. Fjarnám er mjög ofarlega á dagskrá í öllum löndunum þar sem mennta þarf fólk í dreifðum byggðum og hér eru líka möguleikar á styrk frá NORDINFO ef fleiri en einn skóli taka sig saman og setja upp verkáætlun. Á þessum fundi var einnig rætt um hugsanlega útgáfu norræns rannsóknartímarits á þessu sviði sem gefið væri út á ensku, um rannsóknarstyrki sem NORDINFO gæti veitt og jafnvel kom upp sú hugmynd að setja á laggirnar félag þeirra sem stunda rannsóknir á þessu sviði innan Norðurlandanna. Ýmislegt annað var viðrað sem síðan verður tekið upp á ný. Af þessum fundi hefur þegar komið eitt verkefni, en það er rannsókn sem Danmarks bibiioteksskole annast og er nokkurs konar kortlagning af því námsframboði sem nú er í hinum ýmsu skólum og deildum innan Norðurlandanna á öllum stigum. Mönnum fannst það gæti verið góð byrjun til að byggja á síðari þróun, Samantekt Bókavarðanám á Norðurlöndunum er að ganga í gegnum visst þroskaskeið sem stefnir í þá átt að gera námið aka- demískara og veita væntanlegum starfsmönnum bókasafna og upplýsingastofnana breiða og yfirgripsmikla þekkingu á einhverju sérsviði, auk þess sem lögð er sívaxandi áhersla á að bókasafns- og upplýsingafræðingar framtíðarinnar hafi hæfni til að stunda rannsóknir og þekki vel ólíkar rannsóknar- aðferðir. Allar þessar þjóðir teljast smáar á alþjóðlegan mælikvarða og því er það stuðningur fyrir alla að geta sótt á auð- veldan og greiðan hátt til annarra stofnana. Enn er langur vegur þar til menntun til doktorsprófs verður almenn meðal þessara þjóða en fyrsta skrefið er að þeir kennarar sem sinna þessu og hafa næga þekkingu og reynslu, þekki hver annan því með per- sónulegum samskiptum er oft hægt að ná fram markmiðum sem skrifræði getur ekki bjargað. Fjármagn virðist ekki hamla þróun á þessu sviði en helsti þröskuldurinn er að of fáir einstaklingar eru í stakk búnir til að kenna doktorsnemum. Nokkrar heimildir Education for Librarianship in the Nordic Countries. Ed. by Ole Harbo and Niels Ole Pors. London: Mansell, 1998. Forskning inom biblioteksvetenskap och informatik i Norden. En komparative studie av kognitiv och social instituionaiisering av forskningen samt dess almðnna drag i de nordiska Iðnderna p& basen av forskningspublikationer. Pertti Vakkari et al. Esbo: NORDINFO, 1993,, Heimasíður norrænna bókavarðaskóla Danmörk Danmarks biblioteksskole: http://www.db.dk/ Finnland Tampere: http ://www. info.uta.fi/home.html Abo Akademi: http://www.abo.fi/fak/esf/bii/welcome.htm Oulu: http://syy.oulu. fi/index_en. html Noregur Bergen: http://www.ifi.uib.no/ Oslo: http://www.hioslo.no/JBI/ Tromsö: http://www.ub.uit.no/fag/dok_vitenskap/ Þrándheimur: http://www.ifi.ntnu.no/ Forboðnir ávextir. Auguste Toulmoucle, 1865 1. 2. Bókasafnið 24. árg. 2000 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.