Bókasafnið - 01.01.2000, Qupperneq 39
Námstilhögun
Einíngafjöldi sem hver nemandi þarf að Ijúka til að ná meist-
araprófi er 180. Þær skiptast þannig að 120 einingar eru
ætlaðar fyrir námskeið og 60 einingar í lokaritgerð. Einnig er
hægt að Ijúka diploma prófi með 120 einingar og skrifar þá
nemandi ekki lokaritgerð.
Kennslan fer þannig fram að send eru gögn, þæði á pappír
og rafrænt. Kennarar hafa einnig samband við nemanda í
gegnum tölvupóst og síma, Hver nemandi hefur jafnframt
„einkakennara” (personal tutor) sér til halds og trausts ef
eitthvað bjátar á í námi, vinnu eða einkalífi.
í janúar á fyrsta ári og í maí á öðru ári koma nemendur
saman í Newcastle. Þar er þeim kynnt námsefnið, sitja fyrir-
lestra og fara f skoðunarferðir í skjalasöfn. Einnig er hóp-
verkéfnavinna. Seinni heimsóknin í skólann, þ.e. í maí á öðru
ári, er ætluð til undirbúnings lokaritgerðar. Nemendur hafa þá
viku til að setja saman tillögu að þeirri rannsókn sem þeir ætla
að vinna að fyrir lokaverkefnið.
Námskeið
• Skjalastjórn: grundvallaratriði og reglur (Principles and
practice ofrecords management) 20e.
Farið er yfir grundvallaratriði og reglur sem gilda í skjalastjórn,
svo sem lífshlaup skjals. Þá er fjallað um stjórn skjala sem
grunn að allri stjórnun stofnunar/fyrirtækis.
• Stjórnunarkenningar (Strategic approaches to
management) 20e.
Helstu stjórnunarkenningar kynntar og notkun þeirra í skjala-
stjórn. Einnig farið f markaðssetningu, fjármál skjalasafna,
mannleg samskipti og áætlanagerð.
• Geymsla og endurheimt upplýsinga (Information storage
and retrieval) 20e.
Farið yfir grundvallaratriði varðandi geymslu og endurheimt
upplýsinga. Samskipta- og skjalastjórnarkerfi skoðuð og farið
yfir val og mat á slíkum kerfum.
• Stjórnun lífshlaups skjala (Managing the records
continuum) 20e.
Fjallað um stjórn virkra, óvirkra og sögulegra skjala.
• fíannsóknaraðferðir (Research methods) lOe
Helstu rannsóknaraðferðir kynntar og notkun þeirra við rann-
sóknir í skjalastjórn.
• Stjórn skjala í rafrænu umhverfi (Managing records in the
electronic environment) 30e.
Fjallað um tækni-, laga-, og stjórnunarleg atriði er felast í
stjórn skjala í rafrænu umhverfi f fyrirtækjum/stofnunum,
• Lokaritgerð (Dissertation) 60e.
Rannsóknarverkefni valið af nemanda á sviði skjalastjórnar
undir leiðsögn kennara. Það ræðst af efni og rannsóknar-
aðferð hvort nemandi fær M.A. eða M.Sc. gráðu.
Námsmat
Engin próf eru í námskeiðunum heldur eru þau metin af verk-
efnum og skýrslum sem nemendur gera. Verkefni eru mis-
munandi mörg í hverju námskeiði og hafa þar af leiðandi mis-
munandi vægi. Einnig eru í námsefninu sjálfsmatspróf og
smáverkefni sem ekki er gefin einkunn fyrir. Verkefnum þarf að
Ijúka fyrir ákveðinn tíma og gefur það nemandanum mikið
aðhald.
Um deildina
Saga deildarinnar, sem nú heitir School of Information
Studies, nær til ársins 1949 og átti því deildin 50 ára afmæli í
fyrra. Deildin varð hluti af Iðnskólanum í Newcastle 1969,
Síðan 1992 hefur deildin verið hluti af félagsvísindadeild
Northumbriaháskóla. Boðið er upp á fjölbreytt nám diploma,
B.A./B.Sc., M.A./M.Sc. og M.phil./PHD gráður á sviði upp-
lýsingafræða. Öll aðstaða til kennslu er til fyrirmyndar. Mjög
góð tölvuver eru sérstaklega ætluð námi í upplýsingafræðum
og kappkosta stjórnendur deildarinnar að vera ætíð með það
nýjasta á þessu sviði,
Að lokum
Með góðri samvinnu, skilningi og skipulagningu heimilis og
vinnu er hægur vandi að stunda fjarnám. Fjarnám er góður
kostur bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og atvinnurekandann.
Atvinnurekandi fær aukna þekkingu í fyrirtækið/stofnunina og
missir ekki góðan starfsmann úr vinnu til námsdvalar um lengri
tíma. Einstaklingurinn eykur þekkingu sína og getur jafnframt
hækkað í tign innan fyrirtækis/stofnunar án þess að þurfa að
flytjast búferlum úr landi til að fræðast.
Summary
Distance Learning for a M.A. degree in Britain.
Three professional librarians describe courses in distance
learning leading to a M.A. degree in librarianship at the
University of Brighton, University of Wales in Aberystwyth and
the University of Northumbria in Newcastle,
Bókasafnið 24. árg. 2000
37