Bókasafnið - 01.01.2000, Page 43

Bókasafnið - 01.01.2000, Page 43
mínna fjármagn en hinar stofnanirnar. Það virtist þó ekki koma fram í slakara aðgengi að ritakosti, Sérfræðingar OS virtust þurfa á færri ritum að halda en félagar þeirra á hinum stofnununum, Tengsl voru á milli útgáfuforms ritverka og heimilda þannig að þeir vísindamenn sem skrifuðu tímaritsgreinar eða kafla í erlendar þækur vitnuðu mest í tímaritsgreinar og þeir sem skrifuðu skýrslur vítnuðu mest í aðrar skýrslur, Mest var vitnað í fagtímarit og meirihluti greina var aðgengi- legur á söfnunum eða í millisafnaláni. Þessi þáttur rannsóknar- ínnar leiddi hins vegar ekki í Ijós hvort vísindamenn viðkomandi stofnana notuðu heimildirnar á söfnunum og millisafnalána- þjónustuna. Það var skoðað í könnun sem skýrt er frá í næ^ta kafla. 3 Heimildaöflun vísindamanna 3.1 Aðferð Leitað var svara við því hvernig og hvar sérfræðingar stofnananna fimm, RALA, OS, Nst, Hafró og Rf, öfluðu heimilda sem þeir höfðu vitn- að til árin 1994 og 1995. Var það gert með könnun meðal þeirra. Könnunin var spurningalisti á einu blaði sem sent var í pósti ásamt bréfi til viðkomandi sérfræðings og heimildaskrá úr ritverki eftir hann. Notuð var aðferð Cavallins og Nilssons (Cavallin og Nilsson, 1994) varðandi framK/æmd en við mótun og val spurninga var farið eftir Hallmark (Hallmark, 1994) en hugmyndin að könnuninni var upphaflega fengin frá henni. Þátttakendur voru frá áðurnefndum fimm stofnunum. Könn- unin var send til 85 manns, 21 konu og 64 karla, og var svörun 94% sem telst mjög góð þátttaka. Aðeins var spurt um erlendar heimildir þar sem niðurstöður úr tilvitnanagrein- ingunni sýndu að aðgangur að íslenskum heimildum var vísindamönnunum nokkuð greiður, Hver þátttakandi var spurður um svipaðan fjölda heimilda en alls voru þær um það bil 500 eða um 11 % þeirra erlendu heimilda sem unnið var með í tilvitnanagreiningunní, Könnunin var send út 20. til 22. janúar 1998. Hún fólst í svarblaði, stöðluðu bréfi til vísindamannanna og Ijósriti af titil- sfðu og heimildaskrá eins ritverks eftir viðkomandi vísinda- mann, Heimildirnar voru númeraðar og sömu númer listuð á svarblaðinu. Voru þátttakendur beðnir að fylla það út og senda til baka ásamt heimildaskránni í merktu og frímerktu umslagi sem fylgdi. Svarblaðinu var skipt í tvo meginhluta, Annars vegar var spurt um hvernig menn hefðu fengið vitneskju um númeruðu heimildirnar og hins vegar hvernig þeir hefðu aflað þeirra. Þátttakendur gátu valið milli 8-9 svarmöguleika. 3.2 Niðurstöður 3.2.1 Hvernig fólk frétti af heimildum Svör fengust um 496 heimildir og samanburður við heildar- fjölda tilvitnana sýndi að hlutfall hvers flokks (tímaritsgrein, bók ... ) í könnuninni var svipað og í tilvitnanagreiningunni, Á 3. mynd sést hvernig sérfræðingarnir fengu fyrst vitneskju um þau rit sem þeir vitnuðu til. Flestar heimildir, 38%, fundust í heimildalistum (tilvitnun í grein eða riti) og af næstflestum (25%) frétti fólk hjá félaga og var þetta tvennt mikilvæg- ustu upplýsingalindirnar, í þriðja sæti hvað varðar mikilvægi kom það að fletta í tímaritum. Vísindamennirnir töldu sig finna tæplega 15% heimildanna með því móti. Töluverður munur var á stofnunum, og töldu sér- fræðingar OS sig aðeins finna 7% heimilda á þennan hátt en RALA-menn 26%. Líkleg skýring er sú að fagsvið RALA er breitt og nýlega hafnar rannsóknir á mörgum sviðum, Menn leita þá sennilega víðar en á stofnunum þar sem nokkuð löng hefð er á rannsóknarsviðunum. Á ráðstefnum og/eða fundum fengu menn fyrst vitneskju um aðeins 6,3% heimilda. Sá vettvangur virtist nýtast mönn- um aðallega til þess að byggja upp persónuleg sambönd en ekki til að afla efnis. Vísindamennirnir fundu aðeins tæp 6% heimilda við leit í gagnasöfnum. Skiptingin milli stofnana var þó misjöfn og endurspeglaði rannsóknarsviðið og aðgengið að tölvutækum gagnasöfnum. Enginn sérfræðinganna á OS fann neitt rit sem hann vitnaði í á þennan hátt og aðeins einn á Nst. Á söfnum þessara stofnana hefur ekki verið boðið upp á beinlínuleitir í erlendum gagnasöfnum enda rannsóknir á OS mikið bundnar við íslenskar aðstæður en á Nst eru fáir sérfræðingar. Á Sjávarútvegsbókasafninu og safni RALA, sem þjóna nokkuð stórum hópi vísindamanna, voru starfsmenn hins vegar með frumherjunum sem buðu upp á beinlínuleitir hérlendis, um og upp úr 1980. Sérfræðingar RALA og Rf fundu 10% og 11% tilvitnaðra greina í gagnasöfnum. Aðrar upplýsingalindir (10%) skiptu þátttakendur tiitölulega □ RALA DOS □ Nst tt Hafrc ■ Rf 3. mynd. Hvernig fólk frétti af erlendum heimildum sem það vitnaði til 1994-95. Bökasafnið 24. árg. 2000 41

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.