Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2000, Qupperneq 43

Bókasafnið - 01.01.2000, Qupperneq 43
mínna fjármagn en hinar stofnanirnar. Það virtist þó ekki koma fram í slakara aðgengi að ritakosti, Sérfræðingar OS virtust þurfa á færri ritum að halda en félagar þeirra á hinum stofnununum, Tengsl voru á milli útgáfuforms ritverka og heimilda þannig að þeir vísindamenn sem skrifuðu tímaritsgreinar eða kafla í erlendar þækur vitnuðu mest í tímaritsgreinar og þeir sem skrifuðu skýrslur vítnuðu mest í aðrar skýrslur, Mest var vitnað í fagtímarit og meirihluti greina var aðgengi- legur á söfnunum eða í millisafnaláni. Þessi þáttur rannsóknar- ínnar leiddi hins vegar ekki í Ijós hvort vísindamenn viðkomandi stofnana notuðu heimildirnar á söfnunum og millisafnalána- þjónustuna. Það var skoðað í könnun sem skýrt er frá í næ^ta kafla. 3 Heimildaöflun vísindamanna 3.1 Aðferð Leitað var svara við því hvernig og hvar sérfræðingar stofnananna fimm, RALA, OS, Nst, Hafró og Rf, öfluðu heimilda sem þeir höfðu vitn- að til árin 1994 og 1995. Var það gert með könnun meðal þeirra. Könnunin var spurningalisti á einu blaði sem sent var í pósti ásamt bréfi til viðkomandi sérfræðings og heimildaskrá úr ritverki eftir hann. Notuð var aðferð Cavallins og Nilssons (Cavallin og Nilsson, 1994) varðandi framK/æmd en við mótun og val spurninga var farið eftir Hallmark (Hallmark, 1994) en hugmyndin að könnuninni var upphaflega fengin frá henni. Þátttakendur voru frá áðurnefndum fimm stofnunum. Könn- unin var send til 85 manns, 21 konu og 64 karla, og var svörun 94% sem telst mjög góð þátttaka. Aðeins var spurt um erlendar heimildir þar sem niðurstöður úr tilvitnanagrein- ingunni sýndu að aðgangur að íslenskum heimildum var vísindamönnunum nokkuð greiður, Hver þátttakandi var spurður um svipaðan fjölda heimilda en alls voru þær um það bil 500 eða um 11 % þeirra erlendu heimilda sem unnið var með í tilvitnanagreiningunní, Könnunin var send út 20. til 22. janúar 1998. Hún fólst í svarblaði, stöðluðu bréfi til vísindamannanna og Ijósriti af titil- sfðu og heimildaskrá eins ritverks eftir viðkomandi vísinda- mann, Heimildirnar voru númeraðar og sömu númer listuð á svarblaðinu. Voru þátttakendur beðnir að fylla það út og senda til baka ásamt heimildaskránni í merktu og frímerktu umslagi sem fylgdi. Svarblaðinu var skipt í tvo meginhluta, Annars vegar var spurt um hvernig menn hefðu fengið vitneskju um númeruðu heimildirnar og hins vegar hvernig þeir hefðu aflað þeirra. Þátttakendur gátu valið milli 8-9 svarmöguleika. 3.2 Niðurstöður 3.2.1 Hvernig fólk frétti af heimildum Svör fengust um 496 heimildir og samanburður við heildar- fjölda tilvitnana sýndi að hlutfall hvers flokks (tímaritsgrein, bók ... ) í könnuninni var svipað og í tilvitnanagreiningunni, Á 3. mynd sést hvernig sérfræðingarnir fengu fyrst vitneskju um þau rit sem þeir vitnuðu til. Flestar heimildir, 38%, fundust í heimildalistum (tilvitnun í grein eða riti) og af næstflestum (25%) frétti fólk hjá félaga og var þetta tvennt mikilvæg- ustu upplýsingalindirnar, í þriðja sæti hvað varðar mikilvægi kom það að fletta í tímaritum. Vísindamennirnir töldu sig finna tæplega 15% heimildanna með því móti. Töluverður munur var á stofnunum, og töldu sér- fræðingar OS sig aðeins finna 7% heimilda á þennan hátt en RALA-menn 26%. Líkleg skýring er sú að fagsvið RALA er breitt og nýlega hafnar rannsóknir á mörgum sviðum, Menn leita þá sennilega víðar en á stofnunum þar sem nokkuð löng hefð er á rannsóknarsviðunum. Á ráðstefnum og/eða fundum fengu menn fyrst vitneskju um aðeins 6,3% heimilda. Sá vettvangur virtist nýtast mönn- um aðallega til þess að byggja upp persónuleg sambönd en ekki til að afla efnis. Vísindamennirnir fundu aðeins tæp 6% heimilda við leit í gagnasöfnum. Skiptingin milli stofnana var þó misjöfn og endurspeglaði rannsóknarsviðið og aðgengið að tölvutækum gagnasöfnum. Enginn sérfræðinganna á OS fann neitt rit sem hann vitnaði í á þennan hátt og aðeins einn á Nst. Á söfnum þessara stofnana hefur ekki verið boðið upp á beinlínuleitir í erlendum gagnasöfnum enda rannsóknir á OS mikið bundnar við íslenskar aðstæður en á Nst eru fáir sérfræðingar. Á Sjávarútvegsbókasafninu og safni RALA, sem þjóna nokkuð stórum hópi vísindamanna, voru starfsmenn hins vegar með frumherjunum sem buðu upp á beinlínuleitir hérlendis, um og upp úr 1980. Sérfræðingar RALA og Rf fundu 10% og 11% tilvitnaðra greina í gagnasöfnum. Aðrar upplýsingalindir (10%) skiptu þátttakendur tiitölulega □ RALA DOS □ Nst tt Hafrc ■ Rf 3. mynd. Hvernig fólk frétti af erlendum heimildum sem það vitnaði til 1994-95. Bökasafnið 24. árg. 2000 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.