Bókasafnið - 01.01.2000, Page 54
Internetsins) og notkun þeirra á tíunda áratugnum. Langtíma-
rannsóknin (1993 til 1996) sýnir breytingar á viðhorfum til
Internetsins og reynslu fólks af því. Greining á svörum við
spurningalistum sem lagðir voru fyrir í námskeiðum 1998 til
1999 sýnir að á meðal nemenda sem byrjuðu í Internet-
námskeiðum við Háskóla íslands voru nokkrar marktækar
breytingar á fyrri reynslu þeirra (á sama tíma bendir hún til
þess að einnig
komi á námskeiðin
fólk sem hefur enga
reynslu af Inter-
netinu), Niðurstöð-
ur beggja rann-
sóknanna endur-
spegla niðurstöður
kannana á Internet-
aðgengi sem gerð-
ar hafa verið af
Morgunblaðinu eða
fyrir það undanfarin
ár (sjá til dæmis
lceland Review,
1996; Morgun-
blaðið, 1998).
Samkvæmt öllu
ofansögðu felst eitt
helsta gildi ýmissa
áðurgreindra niður-
staðna í því að þær
sýna þörf fyrir stöð-
ugar og áframhald-
andi mælingar á
umhverfinu sem
kennsla um Inter-
netið á sér stað
innan. Þessar mælingar ættu að ná yfir hraða aðlögunar að
Internetinu á öllum sviðum samfélagsins (einnig innan bóka-
safns- og upplýsingafræði) og þeim upplýsingaveitum og
tækjum á Internetinu sem notuð eru á íslandi, reynslu og leikni
nemenda í upphafi Internetnámskeiða og skilning þeirra og
viðhorf til Internetsins. Af þessu leiðir að forpróf (spurn-
ingalistar sem eru aðlagaðir eftir þörfum) munu halda áfram að
vera hluti af fyrstu kennslustundum Internetnámskeiða. Að
auki munu rannsóknir í framtíðinni taka á spurningunni um
með hvað hætti þátttakendur námskeiðanna skilja eða skynja
Internetið - sérstaklega hugmyndir þeirra um Internetið. Við
vitum að viðhorf til Internetsins og til náms um það eru að
breytast en óformleg vitneskja úr kennslustundum bendir til
þess að hugmyndir fólks um Internetið geti líka haft áhrif á
með hvaða hætti það lærir að nota það.
Gildi langtímarannsóknarinnar með tilliti til kennslu hefur
verið lýst ítarlega annars staðar (Clyde og Klobas, í prentun).
Hér fer á eftir stutt samantekt á gildi beggja rannsóknanna
með tilliti til kennslu, það er langtímarannsóknarinnar
1993-1996 og rann-
sóknarinnar 1998-1999. í
fyrsta lagi verður að taka
tillit til þess við skipulagn-
ingu námskeiðs að nem-
endur hafa mismikla
reynslu af Internetinu í
upphafi þess. Þetta á
einnig við í löndum þar
sem almenn notkun Inter-
netsins er jafnútbreidd
eins og á íslandi, í öðru
lagi verður að hafa í huga
að breytingar, bæði á
Internetinu og á þeirri
þekkingu sem þátttak-
endur hafa á því í upphafi
námskeiðs, gerast hratt. (
þriðja lagi þarf að taka tillit
til þess þegar verið er að
skipuleggja kennslustundir
að fólk hefur mismunandi
ástæður fyrir því að vilja
læra á Internetið. í fjórða
lagi ættu námskeið að
vera miðuð við það að
þróa jákvæð viðhorf til út-
komu notkunar vegna
þess að viðhorf til Internetsins og viðhorf til útkomu notkunar
þess hafa mikil áhrif á ætlun þátttakanda til að nota Internetið.
f fimmta lagi ættu námskeið að byggja á þessum jákvæðu
viðhorfum og styrkja þau vegna þess að fáir lýstu yfir ótta við
Internetið eða neikvæðum viðhorfum til einstakra hliða
Internetnotkunar. Að lokum er mikilvægt að taka tillit til
félagslegra áhrifa á notkun Internetsins og á viðhorf til
notkunar, þar með talið faglegar væntingar. Með tilliti til hraðra
breytinga á Internetinu, þekkingu fólks á því og viðhorfum til
þess ættu námskeiðin umfram allt að endursþegla þá
strauma og þróun sem ríkir hverju sinni í samtímanum.
íslensk þýðing: Agnes Ingimundardóttir
Tafla 4:
Fjöldi skipta sem þátttakendur hafa notað Internetið fyrir námskeið, 1998-1999
Þátttakendur 1998 Þátttakendur 1999 % Breytingar
Fjöldi. (%) Fjöldi. (%) 1998 til 1999
Alls ekki 17(29,8%) 4 (7,5%) -22,3%
Eitt til tvö skipti 6 (10,5%) 4 (7,5%) -3,0%
Nokkur skipti 18(31,6%) 20 (37,7%) 6,2%
Að minnsta kosti einu sinni í mánuði 4 (7,0%) 6(11,3%) 4,3%
Að minnsta kosti einu sinni í viku 7 (12,3%) 7(13,2%) 0,9%
Næstum því á hverjum degi 5 (8,8%) 12 (22,6%) 13,9%
SAMTALS 57 (100,0%) 53 (100,0%)
Tafla S:
Fjöldi skipta sem þátttakendur hafa notað rafrænan póst fyrir námskeið, 1998-1999
Þátttakendur 1998 Þátttakendur 1999 % Breytingar
Fjöldi. (%) Fjöldi. (%) 1998 til 1999
Alls ekki 9(15,5%) 4 (8,0%) -7,5%
Eitt til tvö skipti 13 (22,4%) 2 (4,0%) -18,4%
Nokkur skipti 16(27,6%) 11 (22,0%) -5,6%
Að minnsta kosti einu sinni í mánuði 2 (3,4%) 4 (8,0%) 4,6%
Að minnsta kosti einu sinni í viku 11 (19,0%) 12(24,0%) 5,0%
Næstum því á hveijum degi 7(12,1%) 17(34,0%) 21,9%
SAMTALS 58 (100,0%) 50 (100,0%)
52
Bókasafnið 24. árg. 2000