Á vakt fyrir Ísland - jun. 2018, Síða 9

Á vakt fyrir Ísland - jun. 2018, Síða 9
Á vakt fyrir Ísland 9 Dagana 15. og 16. mars sl. stóð Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir alþjóð- legri ráðstefnu um krabbamein meðal slökkviliðsmanna. Ráðstefnan var sú fjórða í röðinni en sú síðasta var haldin í Bergen í Noregi árið 2014. Tilefni ráðstefnunnar eru þær fjölmörgu rannsóknir sem liggja fyrir um háa tíðni krabbameins meðal slökkviliðs- manna og mættu um 30 erlendir gestir á ráðstefnuna frá 13 löndum. Meðal fyrirlesara voru Dr. Jefferey Burgess frá háskólanum í Arizona og Juha Laitinen læknir hjá finnska vinnueftirlitinu en þeir hafa báðir unnið að fjölda rannsókna sem sýna fram á mikla inntöku slökkvi- liðsmanna á eiturefnum við slökkvi- störf. Einnig héldu Alex Forrest slökkvi- liðsmaður og lögfræðingur frá Kanada og Peter Marshall slökkviliðsmaður frá Ástralíu fyrirlestra en báðir hafa barist fyrir því í sínum löndum að fá krabbamein meðal slökkviliðsmanna viðurkennd sem atvinnutengda sjúkdóma. Í báðum þessum löndum, ásamt Bandaríkjunum, er löggjöf sem skilgreinir 15 tegundir krabbameins sem atvinnutengdan sjúkdóm hjá slökkvi- liðsmönnum. Tommy Verminck frá fyrirtækinu Decontex í Belgíu kynnti byltingarkenndar vélar til að hreinsa eiturefni úr fatnaði slökkviliðsmanna eftir eld með því að nota tækni frá NASA. Ken Block slökkviliðsstjóri í Edmonton í Kanada fjallaði um kostnaðarhliðina á löggjöfinni sem sett var í Kanada, um að krabbamein væru skilgreind sem starfstengdur sjúkdómur. Í máli hans kom fram að kostnaðurinn væri ekki nema 1,3% af rekstrarkostnaði slökkviliðsins. Fulltrúar frá systursamtökum okkar á Norðurlöndunum kynntu þá vinnu sem er í gangi en hjá þeim eins og okkur hafa slökkviliðsmenn lagt fram mikla vinnu og peninga til að stuðla að forvörnum sem gætu minnkað líkur á krabbameini meðal þeirra. Oddur Þórarinsson læknir og lögfræðingur fjallaði um þá löggjöf sem er til staðar á Íslandi varðandi starfstengda sjúkdóma og mikilvægi þess að setja löggjöf þar sem erfitt geti reynst fyrir slökkviliðs- menn að benda á ákveðið útkall sem orsakavald. Að lokum fjallaði Helgi Guðbergsson læknir og sérfræðingur í starfstengdum sjúkdómum um árlegar læknisskoðanir slökkviliðsmanna og hvort hægt væri að bæta þær með tilliti til þess að slökkviliðsmenn væru útsett- ari fyrir krabbameini. Á fimmtudeginum voru um 100 manns við upphaf ráðstefnunnar en sem fyrr segir þá voru um 30 erlendir gestir á ráðstefnunni. Á föstudeginum hefði mæting mátt vera betri enda var sá dagur skipulagður með forvarnir að leiðarljósi, eitthvað sem við þurfum allir að fræðast um og taka þátt í. Allir fyrirlestrar voru teknir upp og verða margir þeirra birtir á facebooksíðu krabbameinsnefndarinnar „Slökkviliðs- menn gegn krabbameini“. Skipulagning á þessari ráðstefnu tók um 15 mánuði enda mörgum verkefnum sem þarf að sinna fyrir svona ráðstefnu og því eru meðlimir krabbameinsnefnd- arinnar afar þakklátir þeim einstakling- um sem lögðu á sig vinnu til þess að gera þetta mögulegt. Sérstakar þakkir fá Hannes Páll Guðmundsson, Finnur Hilmarsson, Jónas Árnason, Jón Pétursson, Björgvin Jónsson, Lárus Steindór Björnsson, Sverrir Árnason, Sverrir Björn Björnsson og Guðrún Hilmarsdóttir fyrir sitt framlag. Einn- ig þeir sem aðstoðuðu við að kynna ráðstefnuna; Ingvar Sigurðsson, Stefán Pétursson, Kristján Gränz, Lárus Krist- inn Guðmundsson og Ásgeir Þórisson. Einnig ber að þakka þeim sem styrktu ráðstefnuna fjárhagslega enda mikill kostnaður sem fylgir svona verkefni: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Slökkvi- lið Akureyrar, Brunavarnir Árnessýslu, Brunavarnir Suðurnesja, Mannvirkja- stofnun, Viking, Fulltingi, Altis, Silkiprent, Sérmerkt, Útkall.is, JPV útgáfa, Ísmar, Landsstjarnan og Vinnuföt. Í framhaldi af ráðstefnunni gaf krabba- meinsnefnd LSS, í samstarfi við SHS, út fræðsluefni til þess að stuðla að bættum vinnubrögðum varðandi mengaðan búnað eftir eldútköll. Um er að ræða tvær týpur af veggspjöldum ásamt fræðslubæklingi en þessu efni verður dreift á allar slökkviliðsstöðvar á landinu. Bjarni Ingimarsson Borgar Valgeirsson Ráðstefna um krabbamein meðal slökkviliðsmanna Fyrirlesarar og skipuleggjendur.

x

Á vakt fyrir Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.