Á vakt fyrir Ísland - jun. 2018, Síða 11
Á vakt fyrir Ísland 11
Á ársþingi LSS 2018 varð langþráð og
afar þörf fjölgun í fagdeild slökkvi-
liðsmanna. Í fagdeildinni eru nú sex
auk formanns, Steinþórs Darra Þor
teinssonar SHS sem tók við sem for-
maður fagdeildarinnar.
Stjórn LSS hefur sett starfsreglur fyrir
þá sem sitja í stjórn LSS hverju sinni.
Reglur þessar eru settar á grundvelli
laga félagsins sem aðgengilegar eru á
heimasíðu félagsins www.lsos.is.
Þessar nýju reglur auka vægi fagdeild-
anna svo um munar. Í stækkaðri og
öflugri fagdeild slökkviliðsmanna eru
þess vegna mörg verkefni sem bíða
mótunar og úrvinnslu.
Við stöndum frammi fyrir nýrri tækni,
nýjum hættum og þess vegna nýjum
áskorunum m.a. vegna farartækja
framtíðarinnar.
Mikil þörf er á að málefni Brunamála-
skólans séu tekin föstum tökum. Ótækt
er að skólinn sé í þeirri stöðu sem
hann er í dag. Samþætting fjarnáms
og staðarnáms þarf að bæta verulega.
Hvort það er fjárskortur eða fámenni
sem veldur þessu ástandi getur deildin
ekki svarað. Það ætti að vera öllum
ljóst að núverandi ástand er óviðunandi.
Afar eðlilegt er að myndaður verði nýr
vinnuhópur sem endurskoðar nám
slökkviliðsmanna frá grunni. Þar kæmu
að verkefninu ungir slökkviliðsmenn
með eldri og reyndari félaga sér við
hlið og taki þátt í framtíðarmótun stétt-
arinnar. Vinnuhópur sem skipaður er
fulltrúum frá ráðuneyti, Mannvirkja-
stofnun, slökkviliðsstjórum og LSS
þarf að koma með virkum hætti að
mótun og endurnýjun námsefnis
Brunamálaskólans.
Verið er að skoða þrekpróf með tilliti
til aldurs og líkamsbeitingar. Búið er
að óska álits fagaðila á núverandi
þrekprófi. Þeir eru sammála um að
sumt í núverandi þrekprófi sé beinlínis
hættulegt bakheilsu þeirra sem þreyta
prófið. Breytingar séu nauðsynlegar
og að aldurstengja þurfi þrekprófið. Til-
lögur að nýju þrekprófi sem tekur tillit til
þessara ábendinga eru í mótun.
Undirbúningur vegna hugsanlegrar
þjálfunaraðstöðu fyrir slysavarnar-
og björgunaraðila er í fullum gangi.
Vonandi fær Einar Örn Jónsson hag-
stæðan byr til þess að sigla verkefninu
farsællega í höfn.
Undanfarin ár hafa orðið nokkur
banaslys sem rekja má til gasleka.
Slys af þessum völdum þurfa að
heyra sögunni til. Fagdeild 2016-2018
hugðist stofna vinnuhóp með helstu
aðilum sem tengjast gasnotkun á
Íslandi. Hópnum var ætlað að koma
með hugmyndir að hugsanlegum
úrbótum tengdum forvörnum, eftirliti og
notkun gass hér á landi. Niðurstöður
vinnuhópsins átti síðan að nýta til þess
að útbúa forvarnarefni, t.d. hollráð um
notkun gass á heimilum. Vinna vegna
þessa verkefnis hefur því miður tafist.
Á vegum fagdeildar slökkviliðsmanna
voru haldnir tveir glæsilegir og afar
metnaðarfullir viðburðir, „Slökkvi-
liðsmenn gegn krabbameini“ og „Á
vakt fyrir Ísland 2017“ sem haldin var
í Reykjavík og á Selfossi 13. og 14.
október. Fyrirlesarar voru bæði norskir
sérfræðingar og íslenskir. Fjölbreytt
dagskrá tengd málefnum slökkviliða
var í Reykjavík þann 13. október.
Seinni dagurinn í Reykjavík var tengd-
ur málefnum utanspítalaþjónustu. Á
Selfossi sama dag stóðu Brunavarnir
Árnessýslu í samvinnu við fagdeild
slökkviliðsmanna fyrir afar glæsilegri
dagskrá tengdum slökkviliðum og
öðrum viðbragðsaðilum. Lokahóf sem
hlotið hefur nafnið Frívaktin var svo
haldið í slökkvistöðinni Tunguhálsi. Þar
var glaðst yfir vel heppnaðri námsste-
fnu. Sérstaklega ánægjuleg var mikil
þátttaka félaga frá smærri slökkvil-
iðunum. Góður vinur og félagi sagði
að námsstefna sem þessi væri 80%
það að hitta félagana. Öll vinna tengd
„Á vakt fyrir Ísland 2017“ var unnin í
sjálfboðavinnu. Viðburðurinn stóð undir
sér fjárhagslega. Stjórn LSS hefur
samþykkt að „Á vakt fyrir Ísland 2019“
verði haldin á Icelandair hóteli Reyk-
javík Natura 18. og 19. október, að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnt
er að því að halda „Á vakt fyrir Ísland“
annað hvert ár framvegis og að
námsstefnan verði sjálfbær. „Á vakt
fyrir Ísland“ er komin til að vera. Fag-
deild slökkviliðsmanna þakkar hjart-
anlega þeim sem lögðu hönd á plóginn,
bæði afbragðs fyrirlesurum og þeim sem
styrktu námsstefnuna á annan hátt
Margar spurningar vöknuðu um stöðu
okkar og hlutverk. Þær verðum við
að ræða og leita svara við. Einn af
mörgum áhugaverðum fyrirlestrum
á „Á vakt fyrir Ísland 2017“ fjallaði um
hugsanleg aukin og markviss viðbrögð
fyrstu viðbragðsaðila sem koma á vett-
vang þar sem ódæðisverk eða hryðju-
verk eiga sér stað, svokallað PLIVO.
Einnig var á Selfossi haldin mjög áhrifa-
mikil hryðjuverkaæfing með aðkomu
þeirra viðbragðsaðila sem málefninu
tengjast. Hryðjuverkaógn er því miður
afar raunveruleg. Við erum sýnileg í
hinum stóra heimi. Hörmungaratburðir
hafa gerst í nágrannalöndum okkar, við
þurfum ekki að leita langt. Við verðum
að taka þessa umræðu. Getum við
endalaust verið stikkfrí og beðið eftir
lögreglu á vettvang á meðan illvirkjar
athafna sig? Erum við tilbúin til þess að
axla meiri ábyrgð? Ef svo er, hvar stönd-
um við lagalega ef eitthvað alvarlegt
hendir okkur? Öflugt samstarf margra
aðila þarf til. Fagdeild hefur átt óform-
legar viðræður um málefnið. Viðmæl-
endur hafa allir sem einn verið afar
jákvæðir. Við eigum að taka forystu og
hefja formlega umræðu um þessa vá
sem hryðjuverk eru.
Borgar Valgeirsson og Bjarni Ingimars-
son, SHS, hafa stýrt átakinu um slökkvi-
liðsmenn og krabbamein. Í mars 2018
stóðu þeir félagar fyrir afar vel heppnaðri
ráðstefnu um krabbamein í slökkviliðs-
mönnum. Fremstu sérfræðingar, erlendir
sem innlendir, héldu afar fróðleg erindi
um krabbamein í slökkviliðsmönnum.
Árangur af vinnu þeirra Borgars og
Bjarna er mikill. Slökkviliðsmenn eru
miklu betur upplýstir um þær hættur
sem leynast í afurðum eldsvoða. Mikil
hugarfarsbreyting hefur einnig orðið, t.d.
er skítugasti reykkafarinn ekki lengur
flottasti reykkafarinn. Búið er að gefa út
og senda á allar slökkvistöðvar landsins
leiðbeiningar sem stuðlað geta að bættri
heilsu okkar félaga og vinnuferla sem
hægt er að nýta sér til þess að verja sig
betur fyrir þeim vágesti sem krabbamein
er. Hafið þökk fyrir drengir.
Fagdeild slökkviliðsmanna LSS
starfsárin 2016-2018
Fagráðið ásamt Guðna Th. Jóhannessyni
forseta Íslands.
Framhald á næstu síðu