Á vakt fyrir Ísland - jun. 2018, Blaðsíða 12

Á vakt fyrir Ísland - jun. 2018, Blaðsíða 12
12 Á vakt fyrir Ísland TRAUSTUR BYGGINGARAÐILI SÍÐAN 1998 Kynntu þér byggingaraðilann Þegar fasteignakaup standa fyrir dyrum hugar þú að ótal atriðum. Þú reynir að velja söluaðila sem er traustsins verður, velur hentuga fjármögnunarleið og veltir fyrir þér kostum og göllum hverrsins, samgöngum, félagsþjónustu, skólaumhverr og ýmsu eiru. Þú vandar þig – enda er ákvörðunin um að kaupa fasteign með allra stærstu ákvörðunum sem einstaklingur tekur í lírnu. Gæðakerr Gæðakerr ÞG Verk verndar hagsmuni kaupenda en ávallt er gerð sameiginleg úttekt á hverri fasteign fyrir afhendingu. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina byggt atvinnuhúsnæði sem hýsir margvíslega starfsemi. Sá sem byggir skiptir öllu máli – það er á þessum grunni sem ÞG Verk hefur starfað og mun áfram starfa um ókomna tíð. www.tgverk.is Selfoss Bryggjuhverr Á vakt fyrir Ísland Þörf er á aukinni fræðslu til félags- manna út um allt land. Kvöldfundir eða seinnipartsfundir þar sem ákveðin tilfelli eða hugðarefni væru krufin til mergjar eru afar spennandi kostur. Áhugavert er að koma á virku sam- starfi við Brunatæknifélagið. Þar er mikil þekking til staðar og mikill vilji til samstarfs. Óformlegar viðræður hafa þegar átt sér stað um málefnið. Fagdeild ætti að auka áhrif sín hjá Eld- varnabandalaginu. Nauðsynlegt er að endurmeta áherslur varðandi forvarnir. Ríkur vilji er á milli stjórnar félags slök- kviliðsstjóra og fagdeildar slökkviliðs- manna að koma á auknu samstarfi. Formaður fagdeildar kom fram í fjölmiðlum sumarið 2016 og lýsti áhyggj- um slökkviliðsmanna vegna vanbún- aðar og mannahallæris hjá slökkvi- liðum og eldvarnareftirlitum. Megin- þungi fréttanna snéri að því ófremdar- ástandi sem ríkti hjá SHS sumarið 2016. Hluti viðbragðsbúnaðar var og er orðinn gamall og úr sér genginn. Ónógur fjöldi liðsmanna á vöktum var ógn við öryggi bæði viðbragðsaðila og almennings. Borgaryfirvöld lofuðu auknum mannskap og kaupum á nýjum slökkvibifreiðum. Margt horfir til betri vegar og ber að þakka. Stór áfangi var þann 4. maí sl. þegar stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins undirritaði bæði nýja brunavarnaráætlun SHS 2018-2022 og samning um kaup á fjórum nýjum og fullkomnum slökkvibifreiðum. Vonandi er eitt af næstu skrefum fjölg- un eldvarnareftirlitsmanna. Eldvarnar- eftirlit er grunneining slökkviliða sem þarf að stórefla, ekki einungis á höfuð- borgarsvæðinu heldur um land allt. Því miður mælist árangur í hinu opinbera kerfi ekki í stökkum heldur í hænuskrefum. Að vinna að bættum hag stéttarinnar er þess vegna mikið þolinmæðisverk. Uppfæra þarf reglugerðir um bruna- varnir. Þær eru í mörgum tilfellum dottnar úr takti við gildandi lög en lög um brunavarnir eru tiltölulega ný. Stuðning nýrra reglugerða vantar við þau lög. Lokavinna við kostnaðarmat er í gangi varðandi nýja reglugerð um slökkvilið. Aðspurður treysti lögfræðingur umhverfisráðuneytis sér ekki til að leggja mat á hvenær takist að birta hina nýju reglugerð um slökkvilið. Hvað veldur? Miðað við stöðu fræðslu og öryggis- mála hjá mörgum slökkviliðum þá er vert að hafa áhyggjur af framtíðinni. Endurmenntun starfsmanna er á mörgum stöðum lítil sem engin. Víða er búnaður gamall og úr sér genginn. Sveitarstjórnir þurfa að átta sig á því að fjármunum sem varið er til brunamála er ekki illa varið, heldur góð fjárfesting sem skilar sér. Væri það annars óeðli- legt ef tryggingafélögin styrktu slökkvi- liðin í landinu rausnarlega, eins og gert var í Noregi, í stað þess að borga út arð til hluthafa? Fjársvelti björgunar- aðila er tímasprengja. Aukið fjármagn verður að koma til. Enn þarf að bretta upp ermar. Jón Pétursson

x

Á vakt fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.