Á vakt fyrir Ísland - jun 2018, Qupperneq 17
Á vakt fyrir Ísland 17
Útköll og þróun þeirra
Þetta byrjaði rólega og gerðu menn
sér grein fyrir að það myndi taka
þó nokkurn tíma að slípa verkefnið
til, gera sjúkraflutningamenn og
neyðarlínu meðvituð um hópinn og
átta sig á hvenær væri þörf á honum
og eins hversu langa leið hópurinn
gæti farið svo hann myndi nýtast
sem skyldi á vettvangi, áður en aðrir
viðbragðs-aðilar koma á vettvang.
Með árunum hefur útköllum fjölgað
frá því að vera 1-2 á ári til að byrja
með í um 70 árið 2017. Tekið skal
fram að vettvangshjálparhópurinn er
eingöngu kallaður út í bráðatilvikum
og sinnir ekki sjúkraflutningum í byggð
heldur er einungis um að ræða fyrsta
viðbragð á vettvangi. Jafnframt að
koma sjúkrafutningamönnum að
sjúklingi þar sem sjúkrabílar komast
ekki vegna færðar eða aðstæðna.
Í uppsveitum Árnessýslu er mikill
mannfjöldi yfir sumartímann, t.d. um
verslunarmannahelgar en þá hefur
komið sér vel að hópurinn hefur verið
á bakvakt. Vettvangshjálparhópurinn
hefur styrkt bráðaþjónustu í uppsveit-
um Árnessýslu og reynst sjúkraflutn-
ingum mikilvægur liðstyrkur.
Búnaður
Miklu hefur verið bætt í skyndihjálpar-
búnaðinn hjá Björgunarfélaginu Ey-
vindi á síðustu árum og hefur félagið
ýmist keypt búnaðinn sjálft eða
fengið hann að gjöf frá einstaklingum
og félagasamtökum. Stærstu
búnaðarkaup félagsins voru vorið
2017 þegar ráðist var í að safna fyrir
sjálfvirkum hjartahnoðara. Söfnunin
gekk framar vonum og gat félagið
keypt hnoðarann í júní það sama ár.
Nokkuð sambærilegur búnaður er
í öllum bílum sem björgunarfélagið
á og nýtist hann í aðgerðum. Reynt
er að hafa töskur og súrefnisbúnað
svipað uppsettan en þó er meira af
sértækum búnaði í Vindi 1 sem nýtist
frekar til stuðnings og við flutning á
sjúklingum. Þegar sjúklingi er komið í
sjúkrabíl með búnað frá björgunarfé-
laginu, er samskonar búnaður og no-
taður var tekinn úr sjúkrabílnum áður
en hann fer eða við fyrsta tækifæri.
Þannig er vettvangshjálparhópurinn
með allt klárt fyrir næsta útkall.
Vindur 3
Þegar björgunarsveit fer í svona
verkefni þá þarf hún eðlilega að
vera í stöðugri sjálfsskoðun og meta
hlutina út frá verkefnum og reynslu
sem safnast upp. Sumarið 2012
var það metið svo að það þyrfti að
skoða heppilegri bíl til að takast á
við útköll vettvangshópsins. Þegar
þarf að bregðast við slysum eða al-
varlegum veikindum þá skiptir tíminn
öllu og ekki forsvaranlegt að fara í
forgangsakstur á mikið breyttum
jeppum. Varð það úr að Björgunarfélagið
Eyvindur keypti fjórhjóladrifinn Subaru
sem í var settur allur helsti fjarskipta-
búnaður, leiðsögutæki, búnaður fyrir
forgangsakstur og sjúkrabúnaður.
Reynslan hefur verið mjög góð og
mikið öryggi að fara í útköll á sérút-
búnum fólksbíl í forgangsakstur,
jepparnir koma svo á eftir með meiri
búnað og mannskap ef með þarf.
Breytt staða, áhugi, fagmennska
Engum sem starfað hefur lengi
með Björgunarfélaginu Eyvindi
hefði órað fyrir hversu mikið það
myndi breyta starfinu að fara úr
hefðbundnum björgunarsveitarverk-
efnum í að vinna með atvinnumönn-
um í mjög aðkallandi og krefjandi
útköllum. Björgunar-sveitarfólk sem
eingöngu hafði verið með skyndihjálp
1-2 fór í gegnum WFR og EMT-B nám
og breytir það eðlilega mikið stöðunni
hjá björgunarfélaginu. Haldnar eru
æfingar með nýliðum og unglinga-
deildinni og kveikir það áhuga hjá
þeim yngri og setja margir sér
stefnu og markmið að taka þátt í
þessu verkefni. Björgunarfélagið
Eyvindur er að störfum í hinum
ýmsu verkefnum en getur einnig
farið í skyndihjálparverkefni af fag-
mennsku og öryggi. Öllum má vera
ljóst að verkefni sem þetta styrkir
ekki bara samfélagið og eykur
öryggi íbúa þess heldur styrkir
þetta í leiðinni innra starf björgunar-
félagsins og ímynd þess.
af hverjum lítra
í fyrsta sinn sem þú dælir
af hverjum lítra
í fyrsta sinn sem þú dælir
af hverjum lítra
á afmælisdaginn þinn
af hverjum lítra
á afmælisdaginn þinn
Allt að 11 kr. af hverjum lítra
með afsláttarþrepum Orkunnar
Opnaðu á lægra eldsneytisverð!
Með því að nota Orkulykilinn tryggir þú þér lægra eldsneytisverð í hvert skipti sem þú dælir. Það er einfalt og fljótlegt að sækja um og virkja lykilinn. Nældu þér í Orkulykil og byrjaðu að spara.
Sæktu um Orkulykil á Orkan.is