Á vakt fyrir Ísland - Jun 2018, Page 26

Á vakt fyrir Ísland - Jun 2018, Page 26
Á vakt fyrir Ísland26 Sveitastrákur menntar sig Arnar Páll Gíslason heiti ég, sveita- strákur úr Vestur Skaftafellssýslu. Ég útskrifaðist sem vélfræðingur frá Fjöltækniskóla Íslands, lauk grunn- náminu við Sjúkraflutningaskólann í lok árs 2010, fékk í kjölfarið stöðu sem sjúkraflutningamaður hjá HSU og hef verið starfandi á Selfossi síðan. Í kjölfarið gekk ég til liðs við Brunavarnir Árnessýslu og var þar hlutastarfandi samhliða utanspítala- þjónustunni frá árinu 2011 til 2016 þegar ég flutti til Noregs. Framhalds- námið við Sjúkraflutningaskólann tók ég eins fljótt og auðið var ásamt öllum þeim viðbótarnámskeiðum sem ég gat þefað uppi. Vorið 2014 fór ég að leita í kringum mig eftir námsleiðum í faginu og hnaut þá um auglýsingu frá háskólanum í Osló og Akershus þar sem verið var að bjóða upp á alveg nýtt nám á Bachelor stigi í Paramedicine. Mér leist vel á námið og sótti um en umsókn mín endaði ekki meðal þeirra 30 efstu það árið. Ég fór heim og sleikti sárin, tók nokkra kúrsa á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, bjó til Arnarsson hinn þriðja og lagði upp leikplan fyrir útrás haustið 2016. Ég sótti um í þremur skólum; einum í Pittsburgh, einum í Boston og svo aftur þessum í Osló. Að þessu sinni komust allar þrjár umsóknirnar í gegn og ég valdi að stefna í austur. Nám í utanspítalaþjónustu í Noregi Námið í Paramedicine á BS stigi hófst fyrst haustið 2014 við Háskólann í Osló og Akershus, sem í dag ber hið hámenningarlega nafn Oslo Metropol- itan University, eða OsloMet eins og hann nefnist í daglegu tali. Fyrsta árið voru teknir inn 30 nemendur en vegna mikils áhuga fólks á náminu fengu 60 inngöngu í skólann haustið 2016 þegar að ég byrjaði. Til marks um vinsældir námsins þá bárust 1.600 umsóknir í námið þetta haust en það hefur verið eitt það vinsælasta við skólann allar götur síðan. Mikið hefur gerst á þessum stutta tíma og er þriðji háskólinn í Noregi að fara að bjóða upp á sambærilegt nám núna strax í haust. Auk OsloMet er námið í boði við Nord Universitet og Univer- sitet i Tromsø. Fram til ársins 2014 var sjúkraflutninganám í Noregi tveggja ára nám á framhaldsskólastigi og svo var hægt að taka Paramedic til viðbótar eftir nokkrum leiðum. Ein þeirra er 60 ECTS eininga háskóla- nám sem tekið er á tveimur árum. Stór og þverfaglegur hópur fólks kom að undirbúningi þessa nýja náms og segir hið norska landssamband sjúkraflutningamanna að námið sé annar af tveimur stórsigrum í sögu sambandsins. Hinn stórsigurinn var þegar þeim tókst að koma tveggja ára sjúkraflutninganáminu á og leggja niður námskeiðsfyrirkomulag eins og við þekkjum hér heima. Þetta var árið 1994. Námið Í grófum dráttum má segja að námið sé byggt upp á þremur meginþáttum, þ.e. bóklegt nám, verklegt nám innan veggja skólans og svo starfsnám innan og utan spítala. Fyrsta árið er að mestu leyti bóklegt: Líffærafræði, lífeðlisfræði, siðfræði og samskipti, sjúkdómafræði, lyfjafræði og lyfjaút- reikningur. Á öðru ári er kafað dýpra í sjúkdóma og áverkafræði, jafnt bóklega sem verklega. Einn áfanginn á öðru árinu tekur fyrir verklag og vinnu utan spítala, frá líkamsbeit- ingu við böruvinnu undir leiðsögn sjúkraþjálfara, upp í að stjórna hópslysavettvangi af stærstu gerð. Paramedicine í Noregi

x

Á vakt fyrir Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.