Á vakt fyrir Ísland - jun. 2018, Síða 30

Á vakt fyrir Ísland - jun. 2018, Síða 30
30 Á vakt fyrir Ísland Þær aðstæður koma upp reglulega að við- bragðsaðilar þurfi að komast inn um hurðir í flýti og skiptir þá máli að notuð séu rétt vinnubrögð. Skilvirk og hröð vinnubrögð eru því grundvöllur þess að draga úr töfum á aðgerðum þegar mikið liggur við, svo sem í lífs- eða verðmætabjörgun. Brunavarnir Árnessýslu höfðu um nokkurt skeið undirbúið námskeið þar sem hægt var að æfa slík vinnubrögð verklega og úr varð að Brunavarnir Árnessýslu (BÁ) stóðu fyrir námskeiði fyrir leiðbeinendur í innbrotstækni 22. - 23. mars síðastliðinn. Á námskeiðið komu 24 einstaklingar frá BÁ og slökkviliðum víða um land, sérsveit ríkislögreglustjóra og sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. BÁ fékk til sín mjög hæfa leiðbeinendur frá slökkviliðinu í Bergen í Noregi til að halda tveggja daga námskeið fyrir verðandi leið- beinendur. Þetta voru þeir Ronny Stoløy og Hugo Hansen sem báðir hafa yfir 18 ára reynslu sem slökkviliðsmenn auk þess sem þeir hafa áralanga reynslu sem leið- beinendur fyrir slökkviliðsmenn, lögreglu og starfsmenn olíuborðpalla. Forsaga þessarar tækni sem kennd var er sú að slökkviliðsmenn í Svíþjóð fóru að skoða innbrotstækni í gegnum öryggis- hurðir fyrir um það bil 18 árum og hafa verið að þróa hana síðan. Í húsbyggingum nútímans eru svokallaðar fjögurra punkta hurðir og álíka sterkbyggðar hurðir eru sífellt algengari. Aðferðin virkar vel á allar venjulegar hurðir og stálhurðir hvort sem þær opnast inn eða út. Slökkviliðin og lögreglan í Ósló og Bergen eru alfarið búin að taka upp þessar vinnu- aðferðir og fleiri slökkvilið í Noregi fylgja á eftir. Þegar menn eru búnir að ná tækninni vel fara þeir inn um fjögurra punkta stálhurð á innan við tveimur mínútum. BÁ fjárfestu í svokölluðum eilífðarhurðum og glugga sem voru sett í sérsmíðað færanlegt gámafleti. BÁ festu einnig kaup á sérstökum hurðarrofsbúnaði sem er gerður fyrir slíkar aðgerðir. Slökkviliðin í Noregi og Svíþjóð hafa mörg notast við tvö 900mm kúbein sem búið er að breyta lítillega fyrir þessi verkefni og einnig litla sleggju. Leiðbeinenda- námskeið í innbrotstækni Hópur leiðbeinenda í innbrotstækni ásamt kennurum og stjórnendum BÁ. Fjölnotahurðin reyndist vel þrátt fyrir mikið álag. Farið var yfir öryggisatriði. Allir fengu skjal til staðfestingar að hafa lokið leiðbeinenda námskeiði í innbrotstækni eins og greinarritari fær hér afhent.Kennararnir sýna innbrotstæknina.

x

Á vakt fyrir Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.