Heima er bezt - 01.10.2002, Síða 5
Guðjón Baldvinsson
Eg hef alltaf viljað
horfa fram á veginn
Rætt við Gróu Jóhönnu
Salvarsdóttur frá
Reyðarfirði í Isafjarðardjúpi
Ég er fœdd á Bjarnarstöð-
um, í Reykjarfjarðarhreppi
í Norður-Isajjarðarsýslu,
7. júní 1922, en þar bjuggu
foreldrar mínir, Salvar
Ólafsson búfrœðingur,
fœddur 4. júlí 1888, og
Ragnheiður Hákonardótt-
ir, húsfreyja og sauma-
kona,fœdd 16. ágúst,
1901. Pabbi var Djúpverji,
fœddur í Lágadal í Naut-
eyrarhreppi, en mantma
var fœdd á Reykhólum í
Reykhólahreppi í Barða-
strandarsýslu.
Eg átti 5 systkini, af þeim lifa 4,
en ein lítil telpa dó 2ja mánaða
gömul. Þau eru:
Hákon, fæddur 14/6 1923, Arnheið-
ur heitin 5/5 1927, Amdís 14/5 1929,
öll fædd á Bjarnarstöðum. Sigríður
fædd 17/5 1925 og Ólafia 12/8 1931.
Þær fæddust í Reykjarfirði.
Pabbi var einyrki, en það var tvíbýli
á Bjamarstöðum. Þama var stundaður
hefðbundinn búskapur, með kýr kind-
ur og hesta.
Bjamarstaðir em næstinnsti bær í
Gróa Jóhanna Salvarsdóttir, 27 ára.
ísafirði, það eru a.m.k. 1,5 km yfir
fjörðinn að Múla. Laugaból í Ísaíjarð-
ardjúpi, þar sem Halla Eyjólfsdóttir
skáldkona og húsffeyja átti heima, var
beint á móti Bjarnarstöðum og Múli,
sem þótti gott býli líka, en þar bjuggu
Sturlaugur Einarsson og Guðrún
Kristjánsdóttir.
Maður byijaði strax að vinna sem
krakki, hlaupa fyrir kindur t.d., og
smala með ofan af fjalli. Það var ekki
setið yfir heima hjá okkur á Bjamar-
stöðum en það var aftur á móti gert í
Reykjarfirði, þar sem við bjuggum
síðar. Þar var síðast fært ffá 1946.
Á Bjamarstöðum var bara hefð-
bundið lítið heimili, foreldrar mínir og
systkini og einn ársmaður eða vinnu-
maður.
Skemmtanir og gott mannlíf
Reykjarfjarðarhrcppur var nokkuð
fjölmenn sveit og þar var gott mannlíf,
því þar var leikfélag, ungmennafélag,
búnaðarfélag, lestrarfélag, og bara
mjög menningarlegt.
Ég man eftir því að fólk var að koma
heim og æfa leikrit, en það var jafftan
gert heima á bæjunum. Þá vom einnig
haldin þorrablót og ýmsar fleiri
skemmtanir sem þá tíðkuðust.
Ungmennafélagið Vísir var stofnað
um 1920, og ég gekk í það 12 ára
gömul, árið 1934. Reglan var þá sú að
maður gekk í félagið og var óvirkur fé-
lagi í 2 ár á meðan maður var að læra á
félagsstarfssemina. Svo þegar búið var
að ferma mann þá var maður orðinn
fullgildur félagsmaður og mátti vinna
að og taka þátt í þeim samkomum sem
ffam fóru og vera í nefftdum.
Ungmennafélagshúsið er svo byggt
1925 og stendur enn, þó það sé reynd-
ar farið að láta á sjá. Áður höfðu
skemmtanir bara farið fram í heima-
húsum, t.d. í Reykjarfirði, en húsið þar
er byggt 1907.
Á þessum tíma tóku allir þátt í sam-
komuhaldinu. Þá þekktist ekki nokkurt
kynslóðabil og allir skemmtu sér við
Heima er bezt 421