Heima er bezt - 01.10.2002, Page 6
það sama. Giftir jaínt sem ógiftir, kon-
ur og karlar, ungir jafnt sem aldnir.
Og þá var dansað við grammófón,
harmónikkan kom ekki fyrr en síðar.
Jón Jakobsson var oft „plötusnúður-
inn“ eins og það myndi vera kallað í
dag, það er að hann stjómaði
grammófóninum, en það vom samt
fleiri sem áttu slíkt áhald, handsnúið
að sjálfsögðu. Og það var fastur siður
að ef einhvers staðar var komið saman
þá var tekið lagið, líka þó að ekki væri
alltaf hljóðfæri við hendina.
Svo var eitt sérstakt í heimasveit
minni, en það var það sem kallað var
skógartúrar. Þá var safnast saman og
farið á hestum inn í ísafjörð, Heydal,
Kelduskóg og Gljúfraskóg. Þetta var
yfirleitt á vegum ungmennafélagsins.
Þama var að sjálfsögðu farið eftir reið-
götum. Reið þá hver á eftir öðmm, og
þegar riðið var hægt, var alltaf tekið
lagið á hestunum. Tóku þá allir í lest-
inni undir. Það er sérstaklega gaman
að hugsa til þessara stunda. Það voru
sungin öll möguleg íslensk lög, svo
sem eins og Ætti ég hörpu, Þú komst í
hlaðið á hvítum hesti, og fleiri þess
háttar lög. Svo var hestunum gjarnan
hleypt og þeir reyndir á gmndunum.
Helstu skemmtanir þessa tíma vom
t.d. svokallað leitarball, sem haldið var
á haustin áður en leitir hófust, yfirleitt
í kringum 18,- 20. september. Það var
aldrei dansað í réttunum eða á réttar-
daginn. Réttað var í ísafjarðarrétt, þar
hittust merrn og röguðu fé sitt, síðan
hirti hver sitt og fór heim til sín með
það.
Sérstakt jólaball tíðkaðist ekki en
fólk heimsótti hvert annað heim á bæ-
ina, spilaði og spjallaði og fór í leiki.
Karlamir spiluðu t.d. lomber og böm-
in eitthvað annað. Það mátti að sjálf-
sögðu ekki spila á aðfangadag, en það
mátti á jóladaginn eftir klukkan sex.
Hin síðari ár hef ég haft þann sið að
fara í miðnæturmessu á aðfangadag.
Þá koma bömin mín til mín og við
fömm saman í messuna, komum svo
heim til mín og drekkum súkkulaði
með tilheyrandi og spjöllum saman.
Þetta finnst mér kjörið fyrirkomulag,
þá heldur hver fjölskylda sín jól fyrir
sig og síðan komum við saman fyrir
miðnæturmessuna.
Gróa og Halldór, árið 1974.
Ég sakna alltaf um jólatíðina „gamla
biskupsinS,“ sem ég kalla svo, Sigur-
bjöms Einarssonar, hans jólamessur
vom alltaf yndislegar.
Fyrsti dansleikur í Reykjar-
fjarðarhrcppi eftir áramót var svo
þorrablótið. Eftir það var sundhátíðin,
er haldin var eftir sundnámskeiðin í
Reykjanesi, en ég segi nánar frá henni
síðar. Síðan var eitt sumarball og þá
var maður kominn hringinn, s.s. aftur
að leitarballinu.
Engjabúskapur
Unglingsárin gengu annars mest út á
vinnu, og þá var t.d. engjabúskapur.
Ég var farin að liggja við og sofa í
tjaldi upp á fjalli 7 ára gömul, því ég
hafði þá strax þann starfa að fara með
heybandslestina ofan af fjallinu og
heim. Ég er ekki viss um að svo ung
börn væm látin hafa slíkan starfa í
dag. Engjarnar vom upp á Bjamar-
staðafjallinu. Þama var legið við í allt
að þijár vikur hvert sumar en að sjálf-
sögðu alltaf farið heim um helgar. Ég
fór með heybandslestina a.m.k. 2-3
ferðir á dag, og var heyið flutt niður
jafnharðan, því það var ekki þurrkað
uppi á fjallinu, heldur flutt heima að
bæ og þurrkað á túninu þar. Og það
var einmitt í einni þessara ferða þegar
ég grenjaði. Það er mér mjög minnis-
stætt. Ég var með fjóra hesta undir
böggum, var alvön hestum því um leið
og ég var farin að ganga þá var ég far-
in að fara á hestbak. Sigurður Steins-
son vinnumaður fylgdist með því úr
slægjunni hvemig mér gekk ferðin, og
Brúðkaupsmynd af Gróu og Halldóri, 13. ágúst 1943.
422 Heima er bezt