Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Side 7

Heima er bezt - 01.10.2002, Side 7
hann var að fylgjast með því hvort hann sæi mig koma yfir barð, sem var ffamarlega á fjallinu upp á hjalla. En eitt sinn fer honum að lengja eftir stelpunni og fer að aðgæta hvað muni vera að tefja hana. Situr þá ekki Gróa yfir Rauðku og grenjar. Astæðan var sú að hún hafði „sýnt mér kjaftinn,“ s.s. ætlaði að glefsa í mig. Hún var einn hestanna sem var undir böggum, ekki sá sem ég sat á. „Þú skalt vera alveg óhrædd, Gróa mín,“ sagði Sigurður, „þú skalt bara nota svipuna, og ekkert vera að hlífast við því.“ Það gerði ég framvegis og grenjaði ekki aftur. Þeir sem fóru að slá á engjunum voru pabbi, Sigurður, og við krakkarn- ir. Svo var stúlka heima með mömmu. Þetta var nú ekki stór heyskapur á við það sem nú tíðkast, og að sjálf- sögðu allt unnið með handverkfærum. Búskapurinn samanstóð af um 100 kindum, 2 kúm og 5 hestum. Pabbi minn er, það ég best veit, fyrsti íslendingurinn sem skírður er nafninu Salvar. Hann var skírður í höf- uðið á fyrri konu föður síns, sem hét Salvör. Þau áttu 9 börn, en af þeim lifðu aðeins 3. Afi giftist síðar systur Salvarar, Evlalíu Sigríði Kristjánsdótt- ur, og þegar þeirra fyrsta bam fæðist, sem var pabbi, þá er hann skírður Sal- var, sem sagt karlkynsmynd kven- nafhsins Salvarar. Hann fæddist 4. júlí 1888. Var sendur í kvöldskóla á ísa- íjörð þegar hann hafði aldur til, og fór síðar á bændaskólann á Hvanneyri og er útskrifaður búfræðingur þaðan árið 1914. Sjór var ekki rnikið sóttur frá okkar jörð, stundum skotist út á skektu og sett út færi, rétt til þess að veiða í soð- ið. Svo var náttúrlega oft róið yfir ljörðinn þegar flytja þurfti fólk á milli bæja. Þetta voru bara litlir árabátar. Bátar og hestar vora þau farartæki sem þá tíðkuðust. Frá Reykjarfirði til Akureyrar Síðan kemur að því að pabbi bregð- ur búi á Bjarnarstöðum og flytur í Reykjarfjörð árið 1931. Þar er hann í tvíbýli á móti mági sínum, Magnúsi Hákonarsyni og Ingunni Jónasdóttur Efst til vinstri: Halldór að bera farþega í land úr bátsferð. Til hægri: Halldór með harmónikuna. Til vinstri: Salvar og Hákon, bundnir við sitt hvorn dyrastaf heimavistarhússins í Reykjanesi. Gróa og Halldór með syni sína, Hákon og Salvar, sumarið 1947. konu hans, og þau búa þarna saman til 1937. Þessi jörð hafði losnað því syst- ir pabba, Guðrún Ólafsdóttir og mágur, Bjarni Hákonarson, fluttu til Akureyrar. Pabbi átti ekki Bjarnar- staði, en leigði þá jörð. Afi hafði átt hana áður en hún hafði verið seld í millitíðinni. Reykjarfjörð eignast hann aftur á móti að hálfu á móti mági sín- um. Þegar hann svo fer, 1937, þá eign- aðist hann alla þá jörð. Þar elst ég svo upp allt til þess að ég hleypi heim- draganum 17 ára gömul. Þá fer ég til Akureyrar að vinna í eldhúsi og borðstofú sjúkrahússins á Akureyri hjá föðursystur minni Guð- Heima er bezt 423

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.