Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Page 10

Heima er bezt - 01.10.2002, Page 10
júní 1911, en hann var yfirsmiður framkvæmdanna við skólann. Við giftum okkur svo 13. ágúst árið 1943 í kirkjunni á Isafirði, af séra Sigurði Einarssyni. Við fluttumst eftir það í Reykjanes og bjuggum þar íyrst um sinn. Halldór vann sem smiður við skólann og fyrstu híbýli okkar voru í Hveravík. Þar hafði byggt þýskur maður, Emst að nafni, líklega um 1932, og búið þar um tíma. Hann var síðar sakaður um njósnir fyr- ir Þjóðverja en var farinn þegar við komum. Þetta var engu að síður af- skaplega gott fólk, og konan hans, Lísa, kenndi sund við Reykjanesskóla. Sundhátíðarnar í Reykjanesi var kennt sund, eins og fyrr er getið, einn mánuð á hverju sumri. Sundkennsla hafði verið tíðkuð þar frá því fyrir 1840. Alltaf að lokn- um þeim mánuði, líklega í kringum miðjan júní, var sundpróf, sem kallað var, og þá var alltaf mikil hátíð. Fólk fjölmennti á staðinn og fylgdist með ýmsum sundíþróttum, seldar voru veitingar í tjaldi sem fengið var frá ísafirði, en það voru ísfirðingar sem stóðu fyrir þessu. Hellt var upp á kaffi með hveravami og egg soðin í hver. Þá voru opnir hverir þar, þó búið sé að loka þeim núna. Þetta var mjög skemmtilegt og fólk kom allstaðar að til að fylgjast með, meira að segja sunnan úr sveitum, t.d. Kollafirði í Barðastrandarsýslu, Reykhólasveit og víðar. Og það sem var sérstakt var það að margt af fólkinu kom með bátum, svo bátaflotinn fyrir landi var eins og bílaflotinn á stæðunum í dag. Esjan og Súðin voru meira að segja með ferðir á þessa hátíð. Það voru stærstu skip sem maður hafði séð á þeim tíma, og t.d. 1932 fór ég um borð í Esjuna til þess að skoða herlegheitin, og það þótti nú ekki lítið í það varið að koma niður í vistarverurnar og sjá eintómt pluss og spegla og allt hvað eina. Það er rétt hægt að ímynda sér hvort krökkunum úr sveitinni hafi ekki þótt það merkilegt. Margir Isfirðingar sem þarna komu, fengu líka hesta lánaða og riðu út, út á nes og víðar. Þetta var alltaf mikil hátíð og þá var Hjónin í ferðinni með Balticu, á leið upp á Acropolishœðina í Grikklandi. og Austurlanda nær, þá ffægu ferð, sem skipulögð var af Karlakór Reykjavíkur. í þeirri ferð keypti Hall- dór sér m.a. nýja harmóniku, en hann var nokkuð fær harmónikuleikari. Þetta var afar skemmtileg ferð og mik- ið ævintýri að koma til Rómar og fleiri borga. Farið var með hópinn í ýmsar ferðir og keyrt víða á meðan skipið beið í höfn, og mér er minnisstætt að á leið inn til Rómar var keyrt eftir 7 földum götum. Eitt sinn vorum við á leiðinni ffá Róm til Napólí, og var þá nánast keyrt dag og nótt, því ferðin tók hátt í tvo sólarhringa. Þá kom nýja harmónikan hans Halldórs sér vel, því hann spilaði undir söng í rútunni okkar og hélt uppi stanslausu fjöri. Heldur dauflegra var í hinum rútunum því þar sváfu flestir mest alla leiðina. Með systrum sínum og mágkonu árið 1991. Talið frá vinstri: Ólafía, Arndís, Sigríður, Steinunn Ingimundardóttir, eiginkona Hákonar, og Gróa. ekki farið að halda upp á 17. júní enn- þá, svo segja má að þetta hafi verið nokkurs konar undanfari þeirra hátíða- halda, þó af öðrum toga væri. A þessum tíma er hvert býli byggt í fjörðunum við Djúpið. Baltica ferðin Við Halldór vorum ein þeirra sem fórum með Baltica til Miðjarðarhafs Þórbergur Þórðarson var einn far- þega í þessari ferð, eins og margfrægt er. Hann var ekki í okkar rútu en við sáum hann oft um borð í skipinu. Hann var afskaplega skemmtilegur. Við fórum oft upp á sal, eins og það var kallað, og þá var hann þar gjarnan að segja sögur, og það var hrein unun á að hlýða. Maður var bara hrein augu og eyru undir þeim ffásögnum hans. 426 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.