Heima er bezt - 01.10.2002, Qupperneq 11
Hann var nú ekkert á því að nota ein-
hver nýmóðins salemi um borð, held-
ur hafði koppinn sinn með sér, og fór
svo með hann á morgnana út að borð-
stokk og tæmdi þar. Honum fannst
vissara að hafa það þarfaþing með sér
á svona langri ferð.
Fræg er sagan af því þegar fólk tók
að kaupa sér skinnúlfalda í minjagripi,
en við Halldór gerðum það nú ekki.
Maður vissi það sem sveitamaður að
þetta myndi úldna með tímanum og
fannst mér það ósköp hugsunarlaust af
fólkinu að kaupa þetta. Enda fór svo
að henda þurfti því öllu.
Við fórum frá Alexandríu til Kairó,
jafnt um landbúnaðarhéruð sem eyði-
merkur. Mér er minnisstæð gistingin á
hótelinu í Kairó, því hótelið var allt
meira og minna undirlagt bannsettum
kakkalökkum.
Við vorum í klefa á sama farrými og
Þórbergur, en hann var óánægður með
þann klefa sem hann fékk í ferðinni,
svo sem kunnugt er. Reyndar var hon-
um boðið að skipta og fá annan á
hærra farrrými en hann vildi það ekki
þegar til kom.
Við vorum fjögur saman í klefa og
það gekk bara ágætlega. Reyndar var
karlkyns klefafélagi okkar, sem var úr
þorpi sunnan með sjó, svolítið styrfinn
og kvartaði talsvert, t.d. fannst honum
hann aldrei fá nógu gott að borða um
borð. Hann sat til borðs með okkur, en
við sátum jafnan við sex rnanna borð,
alltaf sami hópurinn. Hann settist eig-
inlega aldrei að mat án þess að lýsa
því yfir að þetta væri nú meira draslið
sem borið væri fyrir okkur. Ég vildi
mótmæla þessu og sagði við hann að
þetta væri bara afbragðs matur. Hann
sagði að ég kynni ekkert að meta
þetta. Ég sagði þá að það væri náttúr-
lega ekki að marka þá, sem ættaðir
væru þarna sunnan með sjó, þeir væru
ekki vanir neinu nema einhverju bölv-
uðu trosi. Ég bara lét það hvína.
Svo gengu sögur um það að allt vín
hefði klárast um borð í skipinu, og
fólkið hefði verið sauðdrukkið allan
tímann. Ég hvorki reyki né drekk og
var því allsgáð allan tímann, og ég get
borið um það að verulegt vín sá varla
á nokkrum manni alla ferðina. Ef ein-
hver varð ofúrölvi, þá fór sá hinn sami
Hákon Örn Halldórsson, Björn Halldórsson, Aðalheiður Auðunsdóttir,
Ragnar Jóhann Halldórsson. Myndin er tekin árið 1988.
Að störfum við símvörslu á Veðurstofu íslands árið 1990.
venjulega bara í kojuna sína og lagði
sig. Maður varð aldrei fyrir neinum
óþægindum vegna drykkju um borð.
Það var ekki fyrr en skömmu síðar,
eftir heimkomuna úr þessari ferð, að
við hjónin fórum að skemmta okkur á
hótel Sögu, því við áttum 25 ára brúð-
kaupsafmæli. Þá var hellt yfir mig víni
úr fullu glasi. Slíkt gerðist aldrei um
borð í Balticu.
Greiðasala í Reykjanesi
17. febrúar 1944, fæðist okkur Hall-
dóri svo annað bamið mitt, sem var
hann Salvar minn. Við bjuggum þá,
eins og fyrr segir á Reykjanesi. Ekki
var nú alveg hlaupið að því að fá að-
stoð ljósmóður, því það þurffi að
sækja hana yfir Rcykjarijörð, Mjóa-
fjörð að Látmm og fara yfir tvo hálsa.
Sama þurfti að gera þegar ég átti Að-
alheiði. Þetta gekk samt allt vel, mér
gekk alltaf vel að eiga bömin mín.
Síðan eignast ég Hákon 30. septem-
ber 1945 og árið 1946, 14. ágúst fæð-
ast okkur tvíburar, piltur og stúlka. Ég
hafði verið svolítið lasin á þeirri með-
göngu og þau dóu bæði. Stúlkan
Heima er bezt 427