Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Page 12

Heima er bezt - 01.10.2002, Page 12
Ibúðarhúsið í Reykjarfirði. fæddist andvana og drengurinn dó 3 dögum seinna. 1947 og 48 leigðum við svo Reykja- nesskóla, eða skólabygginguna As- garð, yfir sumarið og vorum með það sem ég vil kalla greiðasölu, en mundi kannski í dag kallast sumarhótel. Við þurftum að kosta svolitlu til í byijun, t.d. kaupa allan rúmfatnað. Og þá fékk Halldór sérstakt leyfi til veitingarekst- urs í Reykjanesi og ég á það bréf enn. Það er íyrsta leyfið sem fékkst til veitingareksturs í Reykjarfjarðar- hreppi. Við erum svo þama í tvö sumur og gekk ágætlega. Þetta mæltist vel fyrir og fólk dvaldi hjá okkur þetta frá nokkmm dögum og upp í 3 vikur í senn, með ljölskyldur sínar. Þarna vom í boði 4ra manna herbergi með kojum. Svo var sundlaugin á staðnum og fólk fékk morgunverð, hádegis-, og kvöldmat auk kaffis, gat setið í setu- stofu og spjallað, og labbað um nesið. Og við höfðum þetta þannig að það var aðeins greitt fyrir fullorðna, ekkert fyrir böm. Þetta vom eiginlega nokk- urs konar orlofsbúðir. Svo spilaði Halldór fyrir fólkið um helgar og það gat fengið sér snúning. Það var bara partur af dvölinni og ekkert tekið sér- staklega fyrir það. Og þá kom stund- um fólk úr sveitinni til þess að taka þátt í skemmtuninni. Við vomm þarna, eins og fyrr segir í tvö sumur, en fengum ekki skólann lengur, því þá kom nýr skólastjóri og setti nýjar reglur, sem við gátum ekki fellt okkur við. Við höfðum áður sett þá einu reglu að ekki væri hávaði eftir ákveðinn tíma svo þeir gætu sofið sem það vildu, en fólk gat t.d. setið út í setustofú, verið í tennis í leikfimi- húsinu, gengið um nesið í rjómalogni, sem oft var, eða farið í sund, jafnvel verið í n.k. leirböðum niðri í fjörunni því jarðhiti var þama og hitaði sand- inn. Ekki vorum við, þegar þarna var komið sögu, búin að vinna fyrir stofn- kostnaðinum, svo hagnaðurinn varð ekki mikill þegar upp var staðið. Þama lagðist því veitingarekstur af um sinn, en síðar hafa verið rekin þama hótel, t.d. hótel Edda, en aldrei á veturna. Hin síðari ár hefúr verið ferðaþjónusta í Reykjanesi. Eftir þetta búum við reyndar áfram í Reykjanesi og Halldór er að vinna við hitt og þetta, t.d. sá hann um að byggja bryggjur hér og þar við Djúpið. Hann var lærður mublusmiður en vann mest við húsabyggingar og þess háttar. Hann sá um byggingar bryggjanna í Reykjanesi og Vatnsfirði, auk þess að vera við brúarsmíðar. Matráðskona í Skógum Haustið 1949 flytjumst við svo að Skógum undir Eyjafjöllum, þar sem ég gerist matráðskona í nýreistum hér- aðskóla þar og Halldór vann að smíðum við skólann ásamt fleirum smiðum. Eg tók einnig að mér að kenna stúlkunum handavinnu. Halldór var vanur slíkri vinnu því hann hafði unnið á sama hátt við héraðskólann á Laugum, en fyrri kona hans var þar skólastjóri húsmæðraskólans. Böm hans af fyrra hjónabandi eru Svanhild- ur Halldórsdóttir fræðslufulltrúi hjá B.S.R.B., Kristín Halldórsdóttir, fyrr- um alþingiskona og Halldór Halldórs- son, fyrrv. yfirlæknir á Krismesi. Þarna var nóg að gera og það stóð ekkert í mér að heija reksturinn á mötuneytinu því slíku var ég vön. Ámi Jónasson var ráðsmaður á Skóga- búinu og sá um öll innkaup fyrir mötuneytið eftir mínum pöntunum. Afúrðir fengum við frá búinu en líka frá Selfossi og Hvolsvelli, þegar þær dugðu ekki til. Á þessum tíma bjugg- um við sjálfar til allt slámr sem unnið var fyrir mötuneytið. Þá var ekki um það að ræða að kaupa slíkar vömr til- búnar. Það var svolítið skemmtilegt þegar nemendur og starfsfólk, sem dvöldu í Skógaskóla fyrsta kennsluáriðl949- 50, hittust aftur eftir 40 ár, þ.e. 1989. Þar kom m.a. Britta Gíslason kona Magnúsar Gíslasonar, fyrsta skóla- stjórans, en hann var látinn þegar þetta var. Nánast allir vora mættir, en áður en hafist var handa, var fólkið að bíða eftir gömlu ráðskonunni sinni, sem hafði boðað komu sína. Það er setið og spjallað og teknar myndir og svo er fólkið eitthvað að tala um það að gamla ráðskonan hafi ekki komið. Ég hafði einhvern ávæning af þessu og spurði eftir hveiju fólkið væri að bíða. „Jú, gömlu ráðskonunni okkar,“ sagði það, „hún virðist ekki hafa komið.“ „Nú, henni Gróu Salvars,“ segi ég. Þau jánka því. „Hún stendur nú héma hjá ykkur,“ svara ég. Þá brá þeim nú dálítið við, því þau höfðu gert ráð fyrir því að hún hlyti að vera orðin nokkuð grá og gömul. Þama vom flestir karl- mannanna orðin sköllóttir og konumar gráhærðar. En hárið á mér er þannig 428 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.