Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Side 14

Heima er bezt - 01.10.2002, Side 14
Æskuar min í Önundarfirði Fjörðurinn okkar með sín tignar- legu fjöll og gróðursæla víð- feðma Undirlendi, gleymist okkur seint sem erum barnfædd og uppalin þar. Þetta er raunar eini ijörður Vest- ijarða með sléttar eyrar meðfram ið- andi ám dalanna, mikið og grasgott undirlendi kringum prestssetrið Holt og jafnvel flæðiengjar. Allt var þetta góða slægjuland til- búið fyrir hestasláttuvél bóndans, dá- lítið rakt í rót sums staðar og ekki máttu nú blessaðir hestarnir sökkva í. Sem sagt búsældarlegt þó bústofninn væri nú yfirleitt ekki stór. Á Mosvöllum Ég er borinn og barnfæddur á Mosvöllum í Bjarnardal í Mosvalla- hreppi. Þar var sýslumannssetur forðum og því bar hreppurinn þetta nafn, enda staðsettur í miðri sveit við þjóðveginn milli Dýrafjarðar og ísa- fjarðarkaupstaðar. Á Mosvöllum bjó eitt sinn sýslu- maðurinn Sigurður skuggi. Um hann var ort, „Sigga stakkur, Sigga hnakk- ur, Sigga Blakkur, skreið og sprakk af lúsum“. Ekki er nú lýsingin fögur en sagan segir að fátæk kona hafi orðið hon- um svo reið vegna rangláts dóms fyr- ir eitthvað lítilræði, að hún lagði þetta lúsafár á sýsla í hefndarskyni. Það kom sem sé fram og gekk svo nærri honum að hann hrökklaðist úr embætti og af staðnum. Rústir þinghússins á Mosvöllum stóðu enn í æsku minni en voru jafn- aðar við jörðu er túnið var stækkað á fjórða tug tuttugustu aldar. Lítt var hugsað um gildi fornminja á þessum árum og mig minnir að búnaðar- styrkur hafi verið veittur fyrir jarða- bætur og magn grjóts sem hlaðið var saman úr sléttunum. Það var tvíbýli á Mosvöllum og átti ég afa og ömmu á báðum bæjun- um. Hann Guðmundur Bjarnason móðurfaðir minn byggði ytri bæinn í upphafi tuttugustu aldarinnar, járn- frá Mosvöllum: klætt timburþil á tvo vegu en torf og grjótveggir á hina tvo, með við- byggðu búri og skemmu. Gengið var inn í smíðaverkstæði afa með steyptu gólfi og þaðan inn í stórt eldhús þar sem allt að 16 manns mataðist á sumrin en innan við 10 um vetur eða inn í gang sem lá til stofunnar og að stiga sem lá upp í tviskipta baðstofu, þar sem vefstóll afa míns var næst uppganginum. í stofunni var bókasafn sveitarinn- ar í fáein ár og mjög gestkvæmt vegna safnsins. Mér fannst mikill fengur að því að geta valið úr þess- um bókakosti eftir að ég varð læs. Nýjar bækur gegnu á milli bæja í sveitinni til aflestrar. Fundir ung- mennafélagsins Bifrastar voru líka stundum haldnir þar, mikið sungið og dansaðir vikivakar í tíð mömmu og systkina hennar. Mér og mínum jafnöldrum voru raunar einnig kenndir vikivakar í ungmennafélag- inu og vert er að minnast þeirra ágætu uppeldisáhrifa sem við urðum fyrir í þeim merka félagskap sem við gátum gengið í 12 ára gömul, en Kirkjubólssystkinin, Guðmundur Ingi, Jóhanna og Halldór leiddu starfið á uppvaxtarárum mínum og handskrifað frétta og greinablað Bif- rastar gekk á milli bæja. Bændafélagið Vonin hélt einnig fundi sína í stofunni heima og rak sparisjóð og ég man að Guðmundur afi var gjaldkerinn og annaðist lán- veitingar. Það var oft sunnudagsverk afa að járna hesta sveitarinnar og stundum þurftum við systkinin að halda í beisli óþægra hesta á meðan. Skáldið Guðmundur Ingi Kristjánsson orkti kvæðið „Járningamaður“ um afa. Föðurafinn Hjálmar og Guðbjörg amma fluttu á hinn bæinn á Mosvöll- um, því þar var tvíbýli, þegar for- eldrar mínir voru um 12 ára aldur. Hjálmar vann reyndar öllu meira við skipasmíðar en búskapinn svo Björn, elsti sonurinn, tók fljótlega við bú- skapnum. Það var gaman en óvenjulegt að eiga þarna afa og ömmur á báðum bæjunum, sem stóðu næstum hlið við hið. Reyndar man ég sáralítið eftir Hjálmari afa, sem dó ungur. Hún mamma mín Ragnheiður, sent var fædd árið 1902, sagði mér að svo lengi sem hún myndi hefði alltaf ver- ið gnægð matar þar um slóðir, auk búskaparins stunduðu menn líka sjó- 430 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.