Heima er bezt - 01.10.2002, Side 17
vestur að Gemlufalli í Dýrafirði til
að ná Esjunni á Þingeyri.
Mér var falið að fylgja lækninum,
þá líklega orðinn 12 ára, en hafði
aldrei komið til Dýrafjarðar. Við rið-
um eins greitt og klárarnir kornust,
vélbátur var til reiðu á Gemlufalli og
læknirinn náði Esjunni. Á bakaleið-
inni, einn á ferð, fór ég svo að rifja
upp allar draugasögurnar sem ég
hafði heyrt og lesið um Sel-Möngu
þegar ég fór framhjá Holtsseli og
Möngufossi.
Ólafur Guðmundsson ömmubróðir
minn, sem hafði verið fjármaður hjá
sr. Janusi presti í Holti, í beitarhús-
um í selinu, sá eitt sinn tvær dyr opn-
ar á fjárhúsinu samtímis er hann var
að gefa á garðann. Rak hann tré-
drurnb í aðrar sem þá lokuðust, en
slapp út um hinar og komst við illan
leik heim að Kirkjubóli í vetrarhríð-
inni. Mér leið mjög ónotalega enda
orðið rökkvað.
Er ég var 14 ára keypti pabbi eitt
sinn kú af Gumma skóa ömmubróð-
ur mínum á Flateyri og ég var sendur
ríðandi eftir henni ásamt 7 ára sum-
arstrák úr Hafnarfirði, sem átti að
reka á eftir henni. Blessuð kýrin var
hægfara og ekki reitt yfir hið venju-
lega skeiðisvað er þangað kom vegna
aðfallsins, þar eð flaut kringum
steininn Bónda. Mér hraus hugur við
að lötra inn fyrir allan ljörðinn svo
við lögðum i sjóinn við svokallað
Garðsvað milli Veðrarár og Tanna-
ness, sem ég hafði heyrt um en aldrei
farið.
Allt gekk vel í fyrstu en svo fór
klárinn minn allt í einu á rokasund
og flaut yfir hnakkinn. Mér dauðbrá
og ég hrópaði til Kalla Hafnfirðings
að snúa við sem hann gat ekki því
hann, 7 ára, hafði nóg með að hanga
á hestinum. Þessi djúpi og óvænti áll
reyndist rúmlega 20 metra breiður en
sundreiðin gekk vel og slysalaust og
ég varð að halda aftur af kúnni, hún
synti rnun hraðar en hestarnir. Við
Kalli vorum báðir ósyndir.
Fjárrekstur, sláturstörf, fjallganga
og snjómokstur
Eftirminnilegir voru Ijárrekstrar
yfir Vöðin og út ströndina til Flat-
eyrar á haustin. Faðir minn, Ólafur
Hjálmarsson, var í mörg ár verkstjóri
kaupfélagsins við sláturvinnuna og
ég dvaldi stundum með honum þarna
fáeina daga og ég minnist hraust-
legra vinnubragða Hjalta Þorsteins-
sonar og fleiri garpa við fláninguna
með hnúum sínum. Margar konur og
stúlkur unnu þarna líka og ég man að
pabbi sagði mér brosandi að ein af
þeim yngstu, sem mér fannst bráð-
hugguleg, hefði varað hann við að
vera að reka á eftir sér, „því hver veit
nema ég verði tengdadóttir þín.“ Svo
fór nú raunar ekki.
Við feðgarnir gistum alltaf hjá
heiðurshjónunum Guðrúnu og Hin-
riki Guðmundssyni og áttum þar gott
atlæti. Þó þröngt væri sannaðist hið
fornkveðna að „þar sem er hjartarúm
þar er og húsrými.
Núna eftir að hin glæsilegu jarð-
göng undir Breiðadalsheiðina eru
komin til sögunnar, er gaman að
minnast fyrstu ferðar minnar yfir
heiðina norður til Ísaíjarðar í fylgd
móður minnar Ragnheiðar Guð-
mundsdóttur, er ég var 7 ára gamall,
snemma vors. Brattur harðfenntur
snjóskafl var sunnan sjálfrar heiðar-
innar og ófær með öllu nema vegna
spora, sem fylgdarmaður okkar
Kristinn Guðmundsson frá Vífils-
mýrum, er við hittum á leiðinni af
tilviljun, hjó í skaflinn með handöxi
sinni. Mamma bað guð oft hjálpar er
henni fannst ég príla óvarlega eftir
forustumanninum en hún rak lestina.
Seinna sagði hún mér að 20 ferða-
menn hefðu orðið úti á þessari heiði.
Eg las eitt sinn í endurminningum
Reina pósts að hann og Hjálmar afi
minn hefðu endurbyggt vörður á há-
heiðinni í sjálfboðavinnu, til að forða
slysum, en menn höfðu stundum
villst franr af hömrum.
Milli 15 og 18 ára aldurs tók ég
svo þátt í að handmoka hinn mikla
skafl af veginum í heiðinni á vorin,
fyrri hluta júnímánaðar, því jafnan
var lagt kapp á að opna veginn fyrir
17. júní. Snjóstálið neðan vegarins
sem við þurftum að kasta snjónum
yfir gat verið á aðra mannhæð.
Er ég hugsa til æskustöðvanna leit-
ar hugurinn oft til frænda míns kenn-
arans og skáldsins Guðmundar Inga,
sem nú er nýlátinn á 96. aldursári.
Hann sendi mér, eins og svo mörgum
öðrum, fermingarljóð, ritað með
óvenjulega glæsilegri rithönd sinni.
Eftir að hafa fjallað um útþrána var
niðurlagserindið svona
Vittu samt að heimahaginn
hjarta mannsins fastast dregur,
grundin kringum gamla bœinn
grípur sál hans einhvern daginn,
óskaland og auðnuvegur.
Af fjölmörgum ágætum ljóðum
hans kemur mér einna oftast í hug
eftirfarandi:
Milli draums og dáða
döggv’uð kulda ogyl,
liggur leiðin þráða
lífsins gcefu til.
Mosvallahorn og lokaorð
Þrisvar á ævinni, síðast 74ra ára
gamall, hefi ég rölt frá bænum
Kirkjubóli um Kálfabana upp á
Mosvallahornið fyrir ofan gamla bæ-
inn minn og svipast um yfir okkar
kæra Önundarfjörð. Þaðan er margs
að minnst, þaðan finnst mér hann
fegurstur. Einnig hefi ég flogið yfir
hann í björtu veðri og góðu skyggni
og dáðst að honum úr lofti.
Af tilviljun varð flugumferðar-
stjórn, sem ég nam í Reykjavík, í
Bandaríkjunum og Englandi og
kennsla í bóklegum greinum flug-
manna, ævistarf mitt um 50 ára
skeið, en það er önnur saga.
Ég var nýorðinn 19 ára er ég yfir-
gaf fjörðinn minn og fluttist til
Reykjavíkur en minningarnar frá
ánægjulegum uppvaxtarárum gleym-
ast ekki og af og til finn ég hjá mér
þörf til að skreppa vestur. Þá heim-
sæki ég gjarnan Mosvelli, Gjarðir,
Breiðhillu, Torflrolt, Miðhlíðarhvolf,
Mjóanes, Naustanes og Litlubót, þar
sem bátanaustið var, til að fnna ör-
yggi Mosvallahornsins fyrir ofan
gamla túnið mitt og upplifa aftur
yndisleik sólarlagsins í fjarðarminn-
inu.
Heima er bezt 433