Heima er bezt - 01.10.2002, Page 18
wtmmmemm
örlagasaga að austan
Hún sá þá
hverfa í diúpið
Arið 1831 hófbúskap á
Bragðavöllum í Hamarsdal,
maður að nafni Magnús
Jónsson. Varð hann þjóð-
sagnapersóna og jafnan
kallaður Magnús ríki. Kona
hans hét Helga Jónsdóttir.
Þessi hjón voru bœði dug-
leg og hagsýn og á þess
tíma mœlikvarða urðu þau
vel efnuð. Magnús átti oft
margtfé og þénaði vel á því
er vel áraði en svo varð
fjárfellir í harðindum, því
ekki var heytugga til, treyst
á útbeitina. En Magnús
keypti jarðir hingað og
þangað eða part íjörðum
og fékk þcer á góðu verði er
bændur á viðkomandi jörð-
um gáfust upp á búskap
vegna fátœktar.
au Magnús og Helga eignuð-
ust nokkur börn. Sonur þeirra
hét Einar. Hann hóf búskap á
Hamri, svo Hamarsseli. Magnús átti
einhvern part í þessum jörðum. Svo
átti hann jörðina Geithella. Þangað
flutti Einar frá Hamarsseli og bjó þar
lengi síðan þó ekki einn því inn á
Geithellnadal voru þrjú kotbýli. Þau
hétu Virkishólasel, Kambsel og Þor-
móshvammar.
í Virkishólaseli bjuggu ung hjón.
Þau hétu Finnur Þorgrímsson,prests-
sonur frá Kolfreyjustað og Halldóra
Antoníusdóttir systir Björns á Flugu-
stöðum. Þau eignuðust dóttur er
Þórunn hét. Finnur dó eftir stutta
sambúð með Halldóru. Hún giftist
aftur ekkju manni, Jóhanni Malmkv-
izt á Djúpavogi og einguðust þau
þrjú börn: Finn, Björgu og Guðfinnu.
Guðfinna giftist 18 ára gömul Einari
Magnússyni bónda Geithellum.
Þau eignuðust fimm börn. Þau
voru: Sigurður, varð úti að vorlagi á
fjallinu milli Melrakkaness og
Bragðavalla í Hamarsdal, Helga, Vil-
borg, Þormóður og Kristín, hún gift-
ist norður í Hrísey.
Eins og áður getur eignuðust þau
Finnur og Halldóra eina dóttur, Þór-
unni. Hún giftist Jóni Sigurðssyni og
bjuggu þau á Melrakkanesi, þar var
Egill
Guðmundsson
frá Þvottá:
tvíbýli. Þórunn dó ung frá mörgum
börnum. Meðal barna þeirra var
drengur er skírður var Jóhann. Flann
ólst upp á Melrakkanesi hjá ekkjunni
Sigríði Eyjólfsdóttur, en hún var
eklcja eftir Sigurð Markússon er fórst
í Hamarsfirði 1858.
Árið 1898 var ungur kennari í
Álftafirði, Tryggvi Daníelsson, ætt-
aður norðan úr Skagafirði. Þetta vor
andaðist Guðfinna húsfreyja á Geit-
hellum og ákvað þá Einar að hætta
búskap þar þetta vor. Þau Tryggvi og
Vilborg dóttir Einars, voru trúlofuð
og vildi Einar að þau tækju við bú-
skap á hálfri jörðinni á móti Þormóði
syni sínum og tóku þau vel í það.
Þetta vor voru þau trúlofuð Helga
dóttir Einars og Jóhann á Melrakka-
nesi. Sigríður fóstra Jóhanns bauð
þeim Helgu að búa þar og hún yrði í
horninu hjá þeim með sína sauði. Jó-
hann vildi taka því boði en Helga
þvertók fyrir að fara þangað. Engin
jörð var þá laus í sveitinni og brugðu
þau Helga og Jóhann á það ráð að
434 Heima er bezt