Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Page 20

Heima er bezt - 01.10.2002, Page 20
morgunkaffið. Utandyra stóð Tryggvi kennari frá Geithellum. Kominn þeirra erinda að fá Eyjólf með sér á bátnum suður í Hólsnes á Geithellum. Þeir hefðu komið daginn áður þrír á báti Stefáns á Starmýri. Nú væri Þormóður orðinn veikur og færi ekki með bátnum, en þrír menn væri lágmark. Eyjólfur svaraði engu fyrst. Fóru þeir nú út á hlað Eyjólfur og Tryggvi og réðu þar ráðum sín- um. Er Eyjólfur hafði athugað veður og horft til sjávar sagði hann Tryggva að ófært væri á þessum litla báti suður yfir Hamarsfjörð þennan daginn. Athuga heldur á morgun. Tryggvi tók þessu illa. Sagði að Eyjólfur þyrði ekki á sjó ef ekki væri blæja logn. „Hafðu þína skoðun á því, ég fer hvergi með þér í dag og vertu sæll,“ sagði Eyjólfur. Það varð stutt um kveðjur. í Hammersminni við Djúpavog bjó Björn Bjömsson frá Melrakkanesi. Þaulvanur sjómaður og þekkti sjó- lagið vel á Hamarsfirði að talið var. Kona hans hét Ragnheiður Einars- dóttir, systir Sigurbjargar í Borgar- garði. Hún var draumspök mjög. (Dettur manni í hug formóðir hennar og nafna á Desjarmýri). Hana dreymir þessa nótt undarlegan draum. Hún segir manni sínum að ef einhver komi þeirra erinda að fá hann með sér á báti suður yfir Álfta- fjörð, skuli hann hiklaust neita, þó óvanalegt sé. Sig hafi dreymt að bát- ur með fjórum mönnum hafi sokkið í fjörðinn. Ekki fékk Björn ráðrúm til að svara konu sinni því í þessu var hraustlega kvatt dyra. Var þar kom- inn Tryggvi kennari þeirra erinda að fá Björn með sér suður í Geithella á bátnum. Þeir Stefán væru bara tveir, því Þormóður væri veikur. Bjöm mun hafa hugsað sem svo að úr því þeir yrðu þrír á bátnum pass- aði það ekki við draum Ragnheiðar. Er Tryggvi fór frá Hammersminni var Björn með honum og lét drauma konu sinnar lönd og leið. Enginn veit hvernig honum varð við er hann kom að verzlun Örum og Wulffs, en þar var farangur Tryggva. Fyrsti maður sem hann sá, var Þormóður, allhress, og fór hann með þeim á bátnum, þannig að þeir voru fjórir. Það er al- mennt talið að Stefán hafi viljað fá vanann sjómann með suður, ekki treyst sér á bátnum með tvo óvana ræðara, sem þeir voru Tryggvi og Þormóður. Þormóður ekki veikur en eftir sig eftir róðurinn daginn áður. Þau Borgargarðshjón áttu 6 börn. Elstur var Guðjón. 13 eða 14 ára þetta vor. Þennan morgun, sem Tryggvi kom í heimsókn að Borgar- garði, fór Guðjón með féð niður í fjöru stutt frá Búlandshöfn. Sem hann sat þar á kletti sá hann þá Tryggva og förunauta hans koma úr kauptúninu, fjórir menn hlaðnir pinklum og hestur með varningi á, unglingur teymdi hestinn. Síðan settu þeir fram bátinn og settu varn- inginn í hann, var það talsvert há- fermi, þar á meðal allstórt skrifborð. Síðan fóru mennirnir um borð og ýttu úr vör. Pilturinn með hestinn var farinn nokkru áður. Nú varð Guð- jóni á að líta eftir fénu, en er hann leit aftur út á fjörðinn sá hann bátinn hvergi. Var sem fjörðurinn hefði gleypt hann, sem og var. Sá Guðjón strax hvemig komið var. Fór hann snarlega annaðhvort upp að Búlands- nesi eða heim til sín og sagði að bát- urinn hefði farist rétt utan við hafnar- minnið. Skólastjóri á Djúpavogi var Þórhallur bróðir Tryggva. Var honum strax tilkynnt um slysið. Skólanum var lokað og mönnum safnað, en er komið var á slysstað sást ekkert og ekkert hægt að gera. Þeir sem fórust með bátnum voru piltarnir tveir frá Geithellum. Bjöm Björnsson frá Hammersminni. Kona hans Ragnheiður Einarsdóttir. Þau áttu fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Sonur þeirra var hinn merki bóndi Einar í Eyjum í Breiðdal. Stefán Jónsson var fæddur að Hval- nesi í Lóni, sonur Jóns yngra sem bjó þar þá. Á Starmýri höfðu búið um tíma kringum aldamótin 1800, hjónin Árni Jónsson og Ragnheiður Stefánsdóttir. Þau áttu tvö börn, Sig- ríði og Stefán. Sigríður giftist Guð- mundi Hjörleifssyni og bjuggu þau á Starmýri (Sigríður var amma Ragn- heiðar í Hammersminni), Stefán bjó á Hvalnesi. Kona hans Oddný Sveinsdóttir. Þau áttu mörg börn. Dóttir þeirra hét Ragnheiður og var seinni kona Guðmundar á Starmýri. Þau áttu mörg börn og bjuggu á Star- mýri sum þeirra. Þá áttu þau Hval- neshjón tvo syni er hétu Jón, annar skilgreindur Jón eldri og bjó að Krossalandi í Lóni, dóttir hans Hólmfríður giftist Stefáni á Starmýri, en hann var, sem áður getur, sonur Jóns yngra á Hvalnesi. Þau Stefán og Hólmfríður áttu fimm börn. Sonur þeirra var Jón skólastjóri Djúpavogi, sonur hans Stefán fféttamaður og þingmaður, faðir Kára hjá íslenskri erfðagreiningu. Þegar Stefán bjó þarna á Starmýri, var hann því innan um frændur og vini, segja mátti eina samhenta fjöl- skyldu, öll komin útaf Stefáni á Hvalnesi eða tengt honum, og var hans nú sárt saknað. Nú urðu tímamót á Geithellum eft- ir þetta mikla slys. Draumur Vilborg- ar um að starfa á Geithelllum að engu orðinn. Hún eignaðist dóttur með Tryggva og var hún skírð Þóra Tryggvína. Vilborg giftist Gísla Sig- urðssyni og bjuggu þau í Rrossgerði á Beruíjarðarströnd og áttu nokkur böm. Sonur þeirra er Aðalsteinn kennari í Kópavogi. Nú var sú ráðagerð Einars á Geit- hellum að engu orðin, að Þormóður og Tryggvi tækju við jörðinni næsta vor. Brá þá Einar á það ráð að hafa samband við Helgu dóttur sína og Jóhann sem dvöldu í Noregi, að koma heim og taka við hálfri jörð- inni Geithellum. Féllust þau á það og komu heim þetta vor. Bjuggu þau þar lengi rausnar búi, á hálfri jörðinni fyrst í stað, á móti þeim bjó Jón Jónsson, bróðir Jóhanns. Hann var fóstursonur Einars og Guðfinnu. Jón var ógiftur og hætti fljótlega búskap og tók þá Jóhann alla jörðina og var svo uns synir hans, Einar og Þorfinnur hófu búskap á sitt hvorum helmingi jarðarinnar, í langan tíma. Þeir áttu heima í sínu húsinu hvor, sitthvoru meginn við veginn í þjóð- braut miðri. 436 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.