Heima er bezt - 01.10.2002, Qupperneq 22
Eins og mörgum er kunnugt var
Kolviðarhóll í þjóðbraut við
gamla Hellisheiðarveginn á
leiðinni frá Reykjavík austur yfir
Fjall, enda víðkunnur greiðasölu-
staður um langa hríð og ekki hvað
síst á fyrri helmingi 20. aldar, í tíð
þeirra Sigurðar Daníelssonar og Val-
gerðar Þórðardóttur, Sigurðar og Val-
gerðar á Hólnum, eins og þau voru
gjarnan kölluð. Þau hjón tóku við
rekstri staðarins árið 1906 og létu
síðar reisa stórt og myndarlegt gisti-
hús í lok þriðja áratugarins (1929),
sem mörgum er minnisstætt sökum
fallegs útlits, þriggja bursta bygg-
ingu, sem Guðjón Samúelsson mun
hafa verið höfundur að.
Um það bil hálfum áratug eftir
byggingu Kolviðarhólshússins var
Skíðaskálinn í Hveradölum reistur
þar skammt frá og einnig varð bíl-
vegur yfir Hellisheiði stórbættur. Við
það tók gestum á Kolviðarhóli að
fækka svo að upp úr miðri síðustu
öld gekk rekstur hússins það illa að
hann lagðist af með öllu og loks var
húsið rifið á síðari helmingi 20. ald-
arinnar (1977).
Eins og að líkum lætur var mikil
reisn yfir Kolviðarhóli og greiðasöl-
unni þar á fyrri helmingi 20. aldar-
innar, allt þangað til Sigurður lést
árið 1935.
Hér verður stiklað á stóru í sögu
Ferðafólk við hellukofann, skammt
austan Hellisskarðs, sem talinn er
hlaðinn úr Biskupsvörðunni um 1830
og getið er um í greininni.
Húsakynni á Kolviðarhóli laust eftir að Sigurður Daníelsson keypti staðinn á
fyrsta áratugi 20. aldarinnar.
Paradísin á fjallinu, var þessi torfbœr stundum kallaður, sem byggður var af
hjónunum Oskari Magnússyni og Blómeyju Stefánsdóttur, í hæðunum að baki
Skíðaskálans. Þau munu hafa jlutt þangað í kringum 1973 og búið þar af og til í
áratug. Þau höfðu geitur og fleiri húsdýr og nutu einnig góós af nábýlinu við
Skíðaskálann. Þarna var ekkert rafmagn en vatnsból er innan girðingarinnar.
Takið eftir hraðbrautinni á næsta leiti.
438 Heima er bezt