Heima er bezt - 01.10.2002, Page 25
í byrjun 20. aldarinnar, frá árabilinu 1900 til 1920. Kolviðarhóll til vinstri.
Póstvagnalest á leið austuryfir „Fjall“
sem þar höfðu viðdvöl, má nefna
Friðrik VIII. með fríðu föruneyti sum-
arið 1907. Þangað kom íslandsvinur-
inn Williard Fiske, árið 1870, í fylgd
séra Matthíasar Jochumssonar. Þar
gisti danski höfuðsmaðurinn Daníel
Bruun oft á ferðum sínum. Þangað
kom svissneski ferðalangurinn Her-
mann Stoll, sem ferðaðist hér um
landið í þrjú sumur og gekk m.a. á
jökla. Þangað kom hinn tigni heims-
borgari, baróninn á Hvítárvöllum, er
hann ætlaði að hagnýta ölkelduvatnið
í Henglinum. Þjóðverjinn Carl
Kiichler. Enski sauðakaupmaðurinn
Coghill, sem kom til Islands árum
saman og reiddi í töskum sínum
enska gullið, er hann keypti sauðina
fyrir af bændunum og varð þeim flest-
um kær af viðskiptunum. Oft gisti
Coghill á Kolviðarhóli í ferðum sín-
um. Hann varð íslenskum bændum
minnisstæður fyrir tvennt, þ.e. enska
gullið hans, sem glitraði í endurminn-
ingunni, og það hversu vel hann bölv-
aði á íslensku.
Sjálfsagt mætti nefna fleiri útlend-
inga er komu að Kolviðarhóli en þetta
verður að nægja.
Sigurður féll frá haustið 1935, eins
og fyrr er getið, og þrem árum síðar
seldi Valgerður íþróttafélagi Reykja-
víkur Kolviðarhól, en bjó þar áfram
um hríð með vinkonu sinni í litlu
húsi, uns þær fluttust til Hveragerðis.
Jarðneskar leifar þeirra hjóna,
ásamt Davíð, syni Sigurðar, hvíla nú í
vígðri grafhvelfingu á Hólnum. Með-
an enginn gestgjafi var kominn á Kol-
viðarhól, gat jafnlöng leið og Hellis-
heiðarvegur, orðið háskalegur um há-
vetur í hríðarbyljum. Enda voru þar
íyrrum tíð slys og mannskaðar, því
var þessi fjallvegur varðaður að til-
skipan stjórnvalda, árið 1776. Síðar
komu sæluhúsin til sögunnar. Eitt
elsta þeirra var kofinn við Húsmúl-
ann, stutt frá gamla veginum, nokkuð
fyrir neðan Kolviðarhól. í lýsingu
Ölfushrepps árið 1703, er getið um
sæluhús á norðanverðum Hvannavöll-
um. Hér mun vera átt við kofann und-
ir Húsmúlanum.
Arið 1793 er Sveinn Pálsson þama
á ferð og getur um að þarna sé lítill
kofi, hlaðinn úr hraungrýti með torf-
þaki, ætlaður mönnum sem ferðast
þarna um að vetrarlagi og kallast
sæluhús. Þá segir Sveinn einnig að
margir hafi dáið þar, því oft hafi þeir
ekki fúndið kofann fyrr en þeir voru
örmagna af hungri og kulda. Sæluhús
þetta stóð skammt fyrir framan Hús-
múlann við tjörn eina, sem nefnd er
Draugatjörn.
Þessi húskofi var eina vistarveran
milli byggða á þessari leið til ársins
1844 að talið er, en þá var annað hús
reist upp á Kolviðarhóli.
Arið 1958 var grafið í þessar rústir
og munu einhverjar minjar hafa fund-
ist og ennþá má sjá móta fyrir tóftar-
broti kofans. Annars er ein elsta
heimild um vörðuhleðslu á Hellis-
heiði allmiklu eldri en ffá 1776 eða
um Biskupsvörðuna svonefndu frá ár-
inu 1703, sem talin var ævafornt
mannvirki, fúll sex fet á hæð. Hún var
krosshlaðin, þannig að fjögur vinkil-
hom mynduðust við hana. Var það
gert til þess að menn og jafnvel hestar
gætu haft skjól við hana í nær öllum
áttum. Varðan stóð ffam á 19. öld
(1830), en þá mun hafa verið farið að
hrynja úr henni og þegar Þórður Er-
lendsson hlóð Hellukofann sem ennþá
stendur (2002), var gijótið úr vörð-
unni notað í hann.
Það fer ekki hjá því að á jafn fjöl-
förnum ferðaleiðum þar sem válegir
atburðir hafa gerst, eins og á leiðinni
„austur yfir Fjall,“ hafi orðið til við-
burðaríkar sögur, hetjusögur, reim-
leikasögur eða þjóðsögur, eins og
áður er getið, og festst hafa í minni
fólks. Hér fer á eftir frásögn, sem
tengist Húsmúlakofanum.
Grímur Þorleifsson er maður nefnd-
ur á Nesjavöllum í Grafhingi. Eitt
haust fær hann boð frá Miðdal í Mos-
fellssveit, að tófa væri þar lögst á fé
og hann beðinn að koma og ráða nið-
urlögum hennar, en Grímur var af-
burða refaskytta.
Bregður hann við og fer að Miðdal
og vinnur tvær tófúr, sem grönduðu
fénu. A heimleiðinni tafðist hann við
sauðfé, svo að hann sér að hann kemst
Heima er bezt 441