Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Page 27

Heima er bezt - 01.10.2002, Page 27
Kviðlinga kvæðamál 112. þáttur Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson Kœru lesendur. Haustið er komið. Það fer ekki milli mála. Rigning dag eftir dag, og laufin falla af trjánum. Það er nokkuð til í því, sem Tómas skáld segir í einu ljóða sinna: En sumir halda, að hausti aftur; þá hætta telpur og grös að spretta. Og mennirnir verða þá vondir að nýju og víxlarnir falla og blöðin detta. Að þessu sinni finnst mér viðeigandi að birta vísur um haustið. Einar Þórðarson frá Skeljabrekku í Andakíl (1877-1963) segirþetta um haustið: Haustsins ómar hvessa brár, hásum rómi gjalla. Sumarblóm og œskuár eins og hjómið falla. Og Einar segir þetta enn um októbermánuð: Mína skrýða móður fer mjallar síða trafið, enda líður október út í tíðarhafið. Bjarni Ásgeirsson (1891-1956) ætlaði ungur að verða skáld, en sneri sér þess í stað að stjórnmálum og var lengi þingmaður Mýramanna og ráðherra um skeið, en loks sendiherra í Osló. Hann yrkir um haustkvöld á Reykjum í Mosfellssveit, þar sem hann bjó búi sínu um langa hríð: Alltaf kvöldar meir og meir, myrkrið völdin þrífur. Andar köldu um rós og reyr; reykur í öldum svífur Guðrún Árnadóttir (1900-1968) frá Oddsstöðum í Lundarreykjadal orti um haustið þessa hringhendu: Hnípa stráin hélurennd, hretið sá um dóminn. Sveimar þráin klökkvakennd kringum dáin blómin. Og Sveinn frá Elivogum (1889-1945) segir þetta um haustið og veðráttuna sem því fylgir: Gustur fer um gil og skörð; grátlegt er það skvaldur. Tíðin gerist hryssingshörð; helvíti er hann kaldur! Göngur og réttir fylgja óhjákvæmilega haustinu. Sig- valdi Jóhannesson, sem bjó lengi í Enni (Enniskoti) í Víðidal, orti þessa stöku um göngur fram á öræfi: Kvað ég Ijóð með körlunum, kvöldið góða í Fljótsdrögum. Vínið flóði úr flöskunum; fannir glóðu á jöklunum. Og ekki er ólíklegt, að Teitur Hartmann Jónsson hafi ort eftirfarandi vísu um kaldsamt haust: Mikið fjandi er mér nú kalt, maður verður feginn, að hljóta að lokum, eftir allt, ylinn hinum megin. Og þó að það komi haustinu ekki mikið við, sem hag- yrðingurinn Stefán Sveinsson, d. 1966, segir um timbur- mennina eftir ótæpa drykkju, set ég hér vísuna: Heima er bezt 443

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.