Heima er bezt - 01.10.2002, Qupperneq 32
FYRSTA ÁRTAL
SÖGUNNAR
Egyptaland er elsta menningarríki
veraldar. Þar komust menn fyrst af
steinaldarstigi þegar þeir fundu
upp að nota málma fyrir um það bil
sex þúsund árum. Og fyrir meira en
fimm þúsund árum höfðu þessi
sömu Egyptar komið á hjá sér
sameinuðu og skipulegu þjóðfélagi
og meira að segja fundið upp ritlist
í myndformi, svo að þá byrjaði
það sem við nefnum sögulegan
tíma. Margir álíta að það hafi verið
sérstakar aðstæður í umhverfi og
náttúrufari þessa lands sem urðu þess
valdandi að Egyptar gerðust þannig braut-
ryðjendur í þjóðfélagsmyndun, verkkunnáttu
og menningu og þar með lærifeður annarra þjóða á
fjölmörgum sviðum.
En hið forna og stórmerka land faraóanna var ekki
mikið að vöxtum í gamla daga fremur en nú, því að segja
má að það sé aðeins 10-20 km breið spilda sín hvoru
megin við Nílarfljót sem sé ræktanlegt og byggilegt land
og að flatarmál þess sé rúmlega 30 þúsund ferkílómetrar
eða sem svarar um þriðjungi af stærð Islands. En séu
eyðimerkursvæðin talin með, þá er stærð landsins um ein
milljón ferkílómetrar. Það er áin Níl sem öllu veldur í
þessu landi, því að án frjógvandi vatns hennar væri þarna
skrælnuð eyðimörk eins og gefur að líta bæði austan og
vestan við gróðurræmuna beggja vegna fljótsins. Loftslag
á þessum slóðum er ákaflega heitt og þurrt og þar rignir
afar sjaldan, nema þá helst á óshólmum Nílar, þar sem
rakir vindar blása af Miðjarðarhafi á vetrum. Egyptaland
er gjöf Nílar sagði grískur spekingur í fornöld og hafði
vissulega á réttu að standa. Löngu fyrir upphaf sögulegs
tíma gróf þetta rnikla fljót fremur grunnan dal gegnum
austasta hluta Saharaeyðimerkurinnar. Á vissum árstíma
koma flóð í ána og vökvast þá dalbotninn og verður frjó-
samur af framburði vatnsins. Við þessar að-
stæður lærðist mönnum snemma að hag-
nýta þetta lífgefandi vatn til áveitu og
ræktunar og hafa stjórn á því með því
að grafa skurði og hlaða garða víðs-
vegar úti um sléttlendið.
Þessar sérstöku aðstæður í Eg-
yptalandi gerðu það beinlínis lífs-
nauðsynlegt að menn störfuðu
saman og fylgdu ákveðnum reglum
um notkun vatnsins. Hin árvissu
flóð þurrkuðu líka út öll landamerki
og því áttu bændur engar sérstakar
jarðir. Eftir að sjatnaði í ánni hverju
sinni varð að skipta öllu akurlendi upp á
nýtt. Af þeim sökum náðu menn snemma
langt í reikningslistinni og þá einkum í landmæl-
ingum og flatarmálsfræði. Sama máli gegndi líka um
tímatalið sem Egyptar fundu upp fyrstir manna. Hjá þeim
var brýn nauðsyn að vita hvenær flóðin byrjuðu og síðan
haga verkum í ákveðinni tímaröð eftir stöðu árvatnsins
hverju sinni.
í almanaki Forn-Egypta voru tólf mánuðir í árinu og 30
dagar í hveijum þeirra. Það gerði samtals 360 daga, svo
að bæta þurfti við fimm dögum í árslok sem notaðir voru
sem hátíðis- og tyllidagar allrar þjóðarinnar. Nýársdagur
var hjá þeim dagurinn sem flóðin byrjuðu í Níl og miðað-
ist síðan tímatalið við ána og stöðu hennar. Hinn 19. júlí
kom Sirius eða Sothis sem Egyptar nefndu svo, upp sam-
tímis sólinni og um leið byrjaði stórflóð í Níl. Þar með
hófst nýtt ár og stjarnan Sirius var sá guðdómur sem
færði fólkinu nýtt líf eða öllu heldur hina endurteknu
upprisu lífsins. En þetta egypska ár með sína 365 daga
var raunar fjórðungi úr sólarhring of stutt, því að prest-
arnir eða reiknimeistararnir höfðu ekki fundið upp hlaup-
árið til að skjóta inn öðru hverju til leiðréttingar. Þetta
ruglaði tímatalið svo mjög að skekkjan varð heilt ár á
448 Heima er bezt