Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Síða 34

Heima er bezt - 01.10.2002, Síða 34
Þjóðlegar kímnisögur Hver þjóð hefur sín sérkenni í kímnisögum. Hér verður gripið niður í frásögum frá nokkrum stöðum í heiminum. Byrjum við áfrœndum okkar á Norðurlöndum: Svíar œtla mönnum úr ýmsum hlutum landsins mismunandi einkenni. Þannig eru Smálendingar sagðir fá- tœkii; nœgjusamir en mjög úrrœðagóðir. Grönnum þeirra í suðri, Skánverjum, er oft lýst sem montnum stórbokkum. Sagt er að einhveiju sinni hafi Skán- veiji og Smálendingur orðið sam- ferða til himnaríkis. Báðir vom hólpnir, en þeir fengu verulega misgóðar móttökur. Smálendingurinn var bara „tékkaður inn“ um gullna hliðið, en Skánveijanum var tekið með lúðra- blæstri himneskra herskara og honum á annan hátt vel fagnað. Smálendingurinn spurði sankti Pétur, hvort ekki væm allir jafiiir meðal útvaldra? „Jú, eiginlega,“ svaraði Pétur. „En, sjáðu nú til. Smálendingar koma hingað daglega, en þetta var fyrsti Skánveijinn á öldinni!" Gústaf fimmti var lengi konungur Svía, en hann lést í hárri elli um miðja síðustu öld. Síðustu árin var hann all- mglaður, eins og gömlum mönnum er títt, og sögðu þegnar hans af honum ýmsar sögur, trúlega ekki allar sannar. Ein er á þá leið að konungur hafi verið með hirðmönnum sínum á elgsveiðum, en af því hafði hann nokkra skemmtan. Fengnir vom ungir menn til að reka veiðidýrin fyrir byssuhlaup fyrirmann- anna, og einum þeirra brá mjög, þegar konungur miðaði á hann. Pilturinn hróp- aði í angist: „Ég er ekki elgurinn; ég er ekki elgurinn!“ Kóngur hélt sínu striki og hleypti af, en hitti sem betur fer ekki. „Yðar hátign,“sagði ungi maðurinn. „Hvers vegna skutuð þér á mig? Ég sagði samt að ég væri ekki elgurinn.“ „Mér heyrðist þér segja að þér væruð elgurinn," svaraði konungur. Danir kunna líka sögur af sínu kónga- fólki. Á stríðsámnum reið Kristján tíundi daglega um götur Kaupmannahafnar. Einhveiju sinni sá hann hvar ungur Örnólfur Thorlacius: drengur var að seilast upp í dyrabjöllu, en náði ekki upp. Konungur sté af baki og mælti við sinn unga þegn: „Ég skal hjálpa þér,“ og hringdi bjöllunni. Þá sagði strákur: „Og svo hlaupum við!“ Hvað hann og gerði. Knútur erfðaprins, bróðir næsta Dana- konungs, Friðriks níunda, sté lítt i vitið. Þegar ljóst var að Friðrik konungur myndi ekki eignast karlkyns erfingja, var erfðalögunum í Danmörku breytt, þannig að kona mátti erfa krúnuna, svo Margrét Þórhildur kom til valda að föður sínum látnum í stað Knúts. Þeir bræður, Friðrik og Knútur, voru báðir áhugamenn um siglingar. Ein- hverju sinni buðu danskir sjóliðar Knúti til bjórdrykkju. Lögðu þeir þá þennan orðaleik fýrir prinsinn: „Ved Deres Hojhed hvilken forskel det er pá en menig og en fanebærer?“ Ekki vissi erfðaprinsinn það, en rétt svar er: „Det er fanen til forskel.“ Allir hlógu, og prinsinn ekki minnst. Seinna hugðist hann segja Friðrik bróóur þennan brandara, og spurði: „Ved du, hvilken forskel det er pá en menig og en fanebærer?“ „Det ved jeg sgu ikkesvaraði stóri bróðir. „Det er pokker!“ sagði Knútur og skellihló. Hér kemur norsk saga, skráð eftir minni úr þjóðsagnasafni þeirra Asbjorn- sens og Moe: Prestur einn í Noregi var mjög dreiss- ugur og ferðaðist oft um prestakall sitt í hestvagni og hrópaði þá: „Víkið úr vegi, hér kemur presturinn!“ Einu sinni neyddist hann þó til að víkja, því þá var Noregskonungur í vagninum, sem á móti kom. Kóngur stefndi presti á sinn fund, þar sem hann skyldi svara þremur spumingum, og færi eftir svöranum, hvort hann héldi kallinu. Nú var presti margt betur til lista lagt en leysa þrautir, en djákni hans var þeim mun lagnari við það, svo það varð úr að hann gekk á konungsfund í stað prests. Fyrsta spuming konungs var: „Hve langt er milli himins og jarðar?“ „Eitt steinsnar,“ svaraði djákninn. Næsta spuming: „Hvers virði er ég?“ „29 silfiirpeninga, ég fer ekki hærra, þar sem Kristur var metinn á 30.“ Kóngur lét sér þessi svör vel líka, en spurði að lokum: „Hvað er ég nú að hugsa?“ „Þér hugsið að þér séuð að tala við prestinn, en það er djákninn.“ „Far þú þá og ver prestur, en lát hann vera djákna.“ Víkur þá sögu að íslenskum hafnar- stúdentum. Á nítjándu öld hélt einhver Dani því fram, að ekki væri hægt að yrkja með stuðlum og höfuðstöfiim, hvað þá með innrími, nema á íslensku, eða í það minnsta ekki á dönsku. Þetta hrakti einn fjölnismanna, líklega lista- skáldið góða, með vísu um aðalskonu af þýskum ættum, sem lét mikið til sín taka í selskapslífinu í Höfh um þessar mund- ir: Holder Gœs og giver Sold. Gaar til Messe, Herren i Vold. Fodt i Essen, brav og bold, Baronesse Lowenskjold. Meðan Sovétmenn stóðu ffarnar Bandaríkjamönnum í geimkapphlaup- inu, skýrði oddviti þeirra, Nikita Krúst- 450 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.