Heima er bezt - 01.10.2002, Síða 35
sjov, frá því á hverfisfundi í kjördæmi
sínu, að þess yrði ekki langt að bíða, að
Sovétmenn stæðu á tunglinu.
Öldruð frú í salnum spurði þá:
„En, félagi Krústsjov, hvenær
komumst við til Vínarborgar?“
Þegar gyðingar voru að helga sér land
í Israel eftir síðari heimsstyrjöld, voru
flestir landnemamir menntamenn, en
skortur var á verkamönnum og hand-
verksmönnum. Erlendur fréttamaður
kom þar að, sem byggingaverkamenn
stóðu í röð og handlönguðu múrsteina.
Einhver kliður barst frá hópnum, og þeg-
ar maðurinn kom nær, heyrði hann sagt,
þegar steinamir fóru manna á milli:
„Bitte Herr Doktor,“... „Danke, Herr
Doktor,“... „Bitte, Herr Doktor,“...
Kaþólskur prestur spurði rabbía striðn-
islega: „Hvenær ætlarðu, bróðir, að láta
af fordómum þínum og eta svínakjöt?“
„í brúðkaupi þínu, bróðir,“ svaraði
gyðingurinn.
Fæmm okkur þá aðeins norðar og
vestar, eða til Italíu, þar sem tveir menn,
prestur og liðsforingi, em á ferð í sama
lestarvagninum. Liðsforinginn hyggst
skemmta sér á kostnað prestsins og spyr:
„Vitið þér, séra minn, hvaða munur er
á presti og asna?“
Presturinn neitar því, og svarið er:
„Asninn ber sinn kross á bakinu, en
presturinn á maganum.“
Þegar lestin hefur runnið ffamhjá
nokkmm áfangastöðum, spyr presturinn:
„Vitið þér, hver munurinn er á liðsfor-
ingja og asna?“
„Það veit ég ekki,“ játar liðsforinginn.
„Það veit ég ekki heldur,“ svarar prest-
urinn.
Höldum okkur enn við presta Rómar-
kirkjunnar, að þessu sinni á írlandi, þar
sem prestur sat í samkvæmi á móti ungri
konu í mjög flegnum kjól, sem var með
róðukross i festi um hálsinn. Hún tók eft-
ir því að prestinum varð starsýnt á
bringu hennar, og sagði:
„Þér emð sjálfsagt að horfa á hinn
krossfesta.“
Presturinn svaraði:
„Eg verð að játa að mér varð litið til
ræningjanna."
Irar segja skáldsögur af sjálfum sér,
sem minna sumar nokkuð á danskar
molbúasögur eða íslenskar hafnfirðinga-
sögur, og em ámóta fjarri vemleikanum.
En Irar gera greinarmun á sögunum eftir
uppmna manna. Flestar em sögumar frá
Kerry, landbúnaðarhéraði sunnarlega í
landinu. í sögunum eru Kerrybúar sagðir
sveitafifl. Borgaraulamir em hins vegar
yfirleitt frá Cork, og loks em íbúar vest-
urstrandarinnar, einkum á Connemara,
þtjótar og prakkarar.
Hér skulu nefiid dæmi um þessar sög-
ur:
Bmðhjón frá Kerry vörðu hveiti-
brauðsdögunum á hóteli í Dyflinni. Þetta
var á fyrrihluta síðustu aldar, og parið
átti ekki að venjast munaði eins og renn-
andi vatni í pípum. Um brúðkaupsnótt-
ina þyrsti brúðina, og brúðguminn sótti
handa henni vatn á sameiginlegt snyrti-
herbergi hótelgesta. Þetta endurtók sig,
en í þriðju ferðinni dvaldist brúðguman-
um nokkuð.
„Hvers vegna varstu svona lengi, elsk-
an mín?“ spurði hún.
„Það sat maður á brunninum,“ svaraði
hann.
Corkbúi, sem fluttist til Dyflinnar,
lækkaði greindarvísitöluna í báðum
borgunum.
Prakkari einn í Connemara stal hænu
af prestinum. Nú kom að skriftum, og
hann sá ffam á að þurfa að gangast við
sekt sinni.
Hann hóf játningu sína svona: „Faðir,
ég hef stolið hænu og ætla að láta yður
fá hana.“
„Skilaðu henni þeim sem þú stalst
henni ffá, sonur sæll,“ mælti skriftafaðir-
inn.
„Ég er búinn að bjóða honum hana, en
hann vill ekki þiggja."
„Eigðu hana þá,“ svaraði presturinn.
Frægur vesturstrandarbúi var „Lahy
the Liar“, sem á írlandi skipar svipaðan
sess og Vellygnibjami hérlendis. Hann
sagði svo ffá:
„Við pabbi áttum úrvalshryssu, sem
við sendum í margar veðreiðar og höfð-
um mikinn hagnað af. Einu sinni fór hún
fylfull í veðhlaup og lagðist niður í miðri
keppni og kastaði. Þá leist okkur pabba
ekki á blikuna. En merin spratt upp og
kom fyrst í mark - og folaldið númer tvö.
Þetta var góður dagur hjá okkur pabba.“
Af öðmm sögum um Kerrybúa má
nefna, að tveir þeirra fara létt með að
mála glugga á þriðju hæð húss: Annar
fer upp og málar en hinn heldur við stig-
ann. En ef glugginn er á jarðhæð, þarf
tuttugu og tvo Kerrybúa til verksins.
Auk þeirra tveggja sem fyrr em nefndir,
þarf tuttugu til að grafa fyrir stiganum.
Tveir írar bókuðu sig til gistingar á
þarlendu hóteli, og var annar ffá Kerry.
Sá skráði sig i gestabókina með tveimur
X-um. Hótelstjórinn var að vísu alvanur
því að Kerrybúar notuðu X í nafns stað,
en hvers vegna vom þau tvö? Félaginn
gaf þá skýringu, að þetta væri háskóla-
genginn Kerrybúi: Fyrra X-ið stæði fyrir
Sean O'Sullivan, en hitt þýddi „Master
of Arts“.
Vinnuflokkur frá Kerry var að negla
viðarklæðningu innan á herbergi. Verk-
stjórinn, sem var frá Kerry eins og hinir,
tók effir því að einn smiðurinn fleygði
öðmm hveijum nagla.
„Hvers vegna fleygirðu nöglunum?"
spurði hann.
„Hausinn er öfiigu megin.“
„Asni geturðu verið. Þeir eiga að fara í
vegginn á móti.“
Skotar hafa löngum búið við kröpp
kjör, enda er sparsemi þeirra við bmgð-
ið, raunar langt umffam það sem ástæða
er til. Sjálfsagt hafa þeir sjálfír búið til
flestar eða allar Skotasögumar, rétt eins
og írar em höfúndar þeirra sagna sem
hér hafa verið raktar.
Sonur skoskra hjóna var kominn með
gleraugu. Heimilsfaðirinn sagði við hús-
móðurina:
„Taktu gleraugun af honum Sandy,
þegar hann er ekki að horfa á neitt sér-
stakt.“
Viskí kemur skiljanlega við sögu í
mörgum Skotasögum:
Bandaríkjamaður, Englendingur og
Skoti sátu á krá að sumbli, hver með sitt
viskíglas. Flugnager bar að, og lenti
fluga í glasi hvers þeirra. Kaninn lagði
glasið umsviflalaust til hliðar og pantaði
annað, Englendingurinn veiddi fluguna
upp úr sínu glasi með skeið, en Skotinn
vatt fluguna.
Skoti var á gangi með viskífleyg í
rassvasanum. Hann hrasaði illa, og þegar
hann stóð upp, fann hann eitthvað renna
niður lærið aftanvert. Hann greip um
vökvann og skoðaði, og hrópaði svo:
„Guði sé lof að það er bara blóð!“
Heima er bezt 451