Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Page 37

Heima er bezt - 01.10.2002, Page 37
Siglufjarðarradíós, sem síðan kom þeim áfram og á Dalatanga voru þau kölluð til Seyðisfjarðar. Þar var reyndar sími en hann gat nú stundum bilað svo ekki var hægt að ná sambandi. Einu sinni þurftum við að „blindsenda“ veður í heila viku, eins og það var kallað. Þá var móttakarinn bilaður svo að við gát- um ekki heyrt hvort skilaboðin höfðu verið móttekin og síminn líka í ólagi. Þá kölluðum við bara út að þetta væri á Dalatanga, með tilheyrandi númeri, og báðum hvem þann sem til okkar heyrði að koma veðurskeytunum til skila. I þeim tilfellum lásum við þau alltaf tvisvar. Og það vissum við síðar, að alltaf komust þau á réttan stað. Yfirleitt voru það einhver skip, sem heyrðu til okkar og komu þessu áfram, en stund- um líka landstöðvar. Fólk í Mjóafirði kom oft út eftir til okkar að spila og spjalla, og oft var það að Halldór greip í harmónikkuna við þau tækifæri og fólk söng og dansaði. Þarna vom líka um tíma fjórir menn, fyrrverandi skipstjórar, er unnu við stjóm síldarleitar fyrir Austurlandi og dvöldu þeir í öðm húsinu, einn mánuð í senn, tveir og tveir. Þeir komu venju- lega á vorin í maí og fóra ekki aftur fyrr en undir jól. Þeir vom með talstöð og söfnuðu saman upplýsingum fyrir síld- veiðiskipin. Við vorum alltaf með stúlkur hjá okkur og stunduðum heyskap á sumrin fyrir skepnumar en við vorum með kýr, kindur og hesta. Eitt sinn er við auglýstum eftir ung- lingi til aðstoðarstarfa, þá sóttu 60 stúlkur um. Það veitti ekki af að fá að- stoð, álag á þessum tíma var mikið, því við vomm með tvo menn í fæði, fjöl- skyldan stór, það þurfti að heyja, hugsa um vitana og taka veðrið. Til okkar kom Jóhanna Lárusdóttir, núverandi húsfreyja að Brekku í Mjóa- firði, eiginkona Sigfúsar Vilhjálmsson- ar, bónda og hreppstjóra þar. Hún var hjá okkur í eitt sumar og þá mun hún væntanlega hafa kynnst Sigfúsi, og kom svo aftur síðar. Hún er reyndar ættuð úr Mjóafirði en átti heima í Reykjavík þegar hún réðst til okkar. Þetta var allt skínandi fólk þama og miklir vinir okkar. Og sem dæmi um það hvað heimurinn er ekki alltaf stór, eins og sagt er, þá má nefna að konan hans Vilhjálms á Brekkum, Margrét, var fósturdóttir manns sem kom vestur og var þar mörg ár, og að síðustu lengi í Reykjarfirði, hjá foreldmm minum. Ráðskona á Eiðum Við störfuðum í 9 ár við vitavörsluna á Dalatanga en eftir það ræð ég mig sem ráðskonu mötuneytisins við Al- þýðuskólann að Eiðum á Héraði, og Halldór fór að vinna við smíðar á Egils- stöðum. Á Eiðum voru við svo líka í 9 ár, samfleytt. Þar voru yfírleitt um 130 nemendur við nám hvert ár, auk þess nokkrir verkamenn sem unnu við skól- ann, svo að jafnaði var þarna mötuneyti fyrir um 140 manns. Synir okkar, Ragnar og Bjöm voru með okkur á Eiðum og stunduðu sitt nám við skólann. Ragnari og Bimi kenndi ég sjálf fyrir bamapróf og sendi þá svo í prófin, þeg- ar þau fóm fram. Krökkunum mínum öllum kenndi ég að lesa á venjulegar bækur, ekki neinar sérstakar lestrar- kennslubækur. Salvar sonur minn, sem var búfræðingur frá Hvanneyri, eins og afi hans, týndist af skipi í Gautaborg árið 1974 og fannst ekki fýrr en viku síðar, látinn, í ánni Gautelfi. Hákon varð vél- stjóri og vinnur hjá Landhelgisgæsl- unni. Ragnar er raftæknir, vinnur við uppsetningu og viðhald prentvéla. Björn fór utanskóla í Menntaskóla og síðar í lögreguskólann. Aðalheiður er heimilisfræðikennari og vinnur í Kópa- vogi. Maðurinn minn lamast Svo verðum við fyrir því að maður- inn minn lamast upp að mitti, 20. júlí árið 1976, hafði fengið æxli við mæn- una, með þessum afleiðingum, svo það var ekki um annað að ræða en að flytj- ast til Reykjavíkur. Ég fékk mér vinnu á fæðingardeild Landspítalans jafnframt því að annast manninn minn, en þetta reyndist vera hans banalega, því hann lifði aðeins 10 mánuði effir þetta áfall. Á Landsspítalanum vann ég í býti- búrinu og þá var ég sett á laun eins og ég væri algjör byrjandi, 15 til 16 ára. Öll mín reynsla fram að því í mat- reiðslu, við heimilisstörf sem gift kona og húsmóðir í 34 ár og að ráðskonu- störfum við marga skóla í fleiri ár, var einskis metin. Ég lét það nú Ijúka þá, að mér þætti þetta skömm á þjóðfélaginu, að bjóða fullorðnum konum, sem væm þó full- vinnandi, svona laun. Sumar okkar væru kannski orðnar það aldraðar að þær gætu varla ráðið við skolpfötuna, en ég gat það og var fullfær til allra verka. Meðan ég vann þama gat ég alltaf heimsótt manninn minn tvisvar á dag, en hann hafði verið lagður inn á Lands- spítalann. Jafnframt þessu fór ég í for- skóla sjúkraliðanáms, svo það var nóg að gera. Það var reyndar eina ráðið sem ég fann til að standast þetta mikla álag sem á mér var þessum tíma, því mér var ljóst að maðurinn minn lá fyrir dauðan- um og móðir mín var líka lögst bana- leguna á þessum tíma. Það var því ekki um annað að gera, að mér fannst, en að hafa nóg fyrir stafni, til að dreifa hugan- um. Ég var orðin afskaplega þreytt og tek- in og átti orðið erfítt um svefn. Það er stundum sagt að fólk verði gráhært á einni nóttu, en svo mikið er vist að á þessum erfiðleikatíma lýstist hárið á mér og breytti um lit. Ég var alla tíð rauðhærð en nú varð hárið ljósgult og síðan færðist það yfir í að vera skol- hært. Og þar kom að ég sá að við svo búið mátti ekki standa, svo ég tók sjálfa mig í gegn, kom mér upp svona nokkurs konar heimatibúnu jógakerfi, ákvað að horfa aðeins fram á veginn. Og ef ég horfi tilbaka þá einset ég mér að hugsa bara um það góða, sleppa alveg því slæma. Með þessu tókst mér að standast álagið og mér hefúr tekist að komast hjá því að láta nokkum tima hugfallast. Lengstu dagar sem ég hef lifað vom þessir 9 dagar sem liðu þegar Salvar sonur minn hvarf í Gautaborg, og áður er um getið. Það var svo erfítt að hugsa til þess að fá kannski aldrei að vita hvað varð af honum. En svo fannst hann og var fluttur heim í líkkistu og er grafinn hér í kirkjugarðinum. Þeir hvíla þar, feðgamir. Og það hafa margir sagt mér að þeim hafi þótt erfiðast þegar þeir misstu ætt- ingja, og aldrei var hægt að finna út úr Heima er bezt 453

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.