Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Side 39

Heima er bezt - 01.10.2002, Side 39
Jensen kveður og hverfur á braut. En Torvald gaf honum í fararnesti, ærið umhugsunarefni. Hann finnur sárt til með þessum gamla einstæðingi og vill heilshugar verða honum að liði en þetta mál kann að vera fleirum viðkvæmt en Torvald einum. Jensen hugleiðir vandlega, á meðan hann hraðar för heim á dvalarstað sinn, hvaða úrræði mundi henta best. Hann hefur lengi þekkt Andre Rekdal, og man skýrt for- sögu þessa máls, sem liggur Torvald svo mjög þungt á hjarta, þótt hann væri þá aðeins sjö ára gamall, en því er enn ekki lokið. Við heimkomuna hefur Jensen endanlega gert upp hug sinn. Hann ætlar að skrifa Andre vini SÍnum bréf og endur- segja honum frásögn gamla mannsins, eins orðrétt og hann frekast getur, en hann hefur ekki í huga að biðja Andre neins á sínum eigin forsendum heldur láta hann ákveða upp á sitt einsdæmi hvernig hann bregst við slíkri orðsend- ingu. Enginn veit hve langur tími er fyrir höndum, hugsar Jensen, og þótt það kosti hann vökunótt, ætlar hann að leggja bréf sitt til Andre í póst að morgni næsta dags. Og brátt er hann sestur við skriftir... • • • Dagur er að kvöldi kominn. Síðustu geislar hnígandi sólar slá roðagulli á ystu hafsbrún. Andre Rekdal gengur að loknum vinnudegi inn í vistlega setustofu á heimili sínu og lætur fallast í djúpan hvíldarstól. Að vörmu spori á eftir honum kemur Liselotte kona hans einnig inn í setustofuna og sest þar við hannyrðir, og friður kvöldsins unilykur allt. Andre dregur þegar upp úr vasa sínum þykkt sendibréf, opnar það og byrjar að lesa. Lesturinn tekur drjúga stund og að honum loknum situr Andre hljóður og þungt hugsi um hríð. Efni bréfsins hefur auðsýnilega snert hann djúpt. Loks rís hann úr sæti, gengur til konu sinnar og réttir henni sendibréfið. - Liselotte, viltu lesa þetta, spyr hann alvöruþrungnum rómi. Hún leggur frá sér handavinnuna og tekur við bréfinu. - Þetta er ekkert smá lesmál, svarar hún og brosir hlýtt til manns síns. Svo hefur hún lesturinn. Andre færir sig að glugga setustofunnar og horfir út í kvöldrökkrið, sem óðfluga sigrar dagsljósið, á meðan hann bíður þess að heyra viðbrögð konu sinnar að lestri loknum. Sjálfur hefur hann ákveðið sitt eigið svar við þessu ákalli Jensens vinar sins. Hann ætlar að mæta á staðinn. Enn, sem fyrr, hefur Jensen, sá góði drengur, reynst bjargvættur, þótt nú séu forsendur aðrar en jóla- kvöldið ógleymanlega, hugsar Andre og hlýjar kenndir fara um sál hans. Heima er be:l 455

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.