Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Side 41

Heima er bezt - 01.10.2002, Side 41
ur hljóður á meðan. Svo hefur hann mál sitt hægt og rólega. - Erindi mitt hingað, Torvald, er íyrir hönd okkar beggja, hjónanna, við bjóðum þér að flytja á heimili okkar og eyða þar ævikvöldinu. Konan mín vill hjúkra þér eftir bestu getu og við höfiim góð efni á því að láta þér líða bærilega. Börn okkar eru tvö, þau vantar „afa“ á heimilið. Andre brosir hlýtt og uppörvandi til gamla mannsins og bíður eftir svari. í fyrstu brestur Torvald röddin til svara, en tár streyma niður kinnar hans. Hann átti ekki von á þvílíku boði en nú er orðið um seinan að þiggja það. Sá einbeitti viljakraftur sem hefur borið hann uppi í vonlítilli leit síðustu ára, er ekki lengur til staðar og honum finnst að illa farinn líkami sinn hafi á þessum tímapunkti lokið hlutverki sínu. Hann þráir einungis hvíld, hinstu hvíld. Brátt nær Torvald raddbeitingu sinni að nýju og svarar klökkvum rómi: - Ég þakka þér, Andre, og konu þinni þetta höfðinglega boð, en nú hef ég öðlast það dýrmætasta af öllu sem ég hef lengi þráð: fyrirgefningu þína og þá er ekkert lengur sem bindur mig þessum heimi. Lífsþróttur minn er útbrunninn og ég finn kærkomin endalok nálgast. Guð blessi þig, Andre Rekdal. Síðustu orðin deyja út í hvísli, hann fellur í djúpan svefh. Andre er bruðið. Er Torvald i raun á förum? Stóð þetta svona tæpt? Hvað getur hann gert í þessari stöðu? Senni- lega lítið annað en bíða og sjá hveiju fram vindur. Hann rýfúr nú loks handabandið, hagræðir Torvald á rúmfletinu eftir föngum, bleytir ónotaðan vasaklút sinn undir vatns- krana ffammi við eldavélina, vætir þurrar varir gamla mannsins og þvær svitaperlur af enni hans. Þetta er fátæk- legur sjúkrabeður, hugsar Andre dapur í hjarta en hann fær líklega ekki tækifæri til þess að bæta þar um til batnaðar. Hann kemur auga á trékassa í einu homi vistarverunnar, færir hann að rekkjustokknum og tekur sér þar sæti. Innan lítillar stundar bærir Torvald varimar eins og hann ætli að segja eitthvað. Andre hallar sér niður að honum og leggur við hlustir og hann nemur orðin greinlega: - Jesú, minnstu mín eins og ræningjans á krossinum. Ákallið hljóðnar. Andre lýtur höfði í lotningu. Hann þekkir frá bamæsku svarið, sem ræninginn á krossinum á Golgata fékk hjá konungi kærleikans og fyrirgefningarinnar og svarið Hans við sömu bæn, bregst engum. Djúpur ffiður færist yfir ásjónu gamla mannsins, líf hans fjarar hægt út og síðasta andvarpið líður í ómælisgeim. Tor- vald er dáinn. Andre situr hljóður um stund og margþættar kenndir fara um brjóst hans við þennan dánarbeð, en sú kennd sem gnæfir hæst er þakklæti fyrir þá dýrmætu gjöf að hafa náð fundi gamla mannsins og geta veitt honum langþráða fyrir- gefningu, áður en það var orðið um seinan. Andre rís úr sæti, lokar augum Torvalds í hinsta sinn og gerir krossmark yfir dánarbeðinn. Svo ekur hann í skyndi til næsta sjúkrahúss og sækir þangað faglega aðstoð, sem fullkomnar þessa síðustu þjónustu. Að því loknu heldur Andre til fundar við Jensen vin sinn. • • • Eftir mikla fyrirhöfn nær Andre símasambandi við systk- ini Torvalds og tilkynnir þeim lát bróður þeirra en hvomgt kveðst geta mætt til útfarar hans né tekið þátt í vantanlegum kostnaði þar að lútandi og það mál er útrætt, án þess að Andre minnist einu orði á greiðslur. Næst nær hann síma- sambandi heim til konu sinnar og tjáir henni hvað gerst hef- ur en Liselotte bregður skjótt við og kemur með fyrstu ferð á vettvang, manni sínum til aðstoðar. Jensen býður einnig ffam liðveislu sína, en hann er kunnugri á þessum stað en þau hjónin og þessi þrjú vinna vel saman. Utför Torvalds er látlaus en virðuleg og í engu sparað til að heiðra minningu hans. Andre greiðir alla viðkomandi reikninga úr eigin vasa, eins og um náinn ættingja væri að ræða, en þeim hjónunum finnst þau einungis vera ríkari eff- ir en áður. Og þau hverfa glöð í hjarta heim til Bodö. Matsmenn dæma hús gamla mannsins ónýtt. Yfirvöld staðarins láta brenna það og jafna við jörðu og ný kynslóð reisir nýtt hús á gömlum grunni. 5. kafli Fyrstu frjóangar vorsins eru byijaðir að gægjast upp úr moldinni, skógurinn að laufgast, farfuglinn söngvísi sestur á grein, alls staðar gefur að líta vaknandi líf í skauti móður jarðar og hækkandi sól umvefur allt ylgeislum sínum, langa og bjarta daga. Noregur er vorfagurt land. Jensen er staddur heima hjá foreldrum sínum. Hann lauk á vorprófi Stýrimannaskólans, fyrsta áfanga skipstjómar- námsins, með miklum ágætum og horfir björtum augum í þeim efnum til ffamtíðar. Hann er ráðinn matsveinn á Bræsund yfir komandi síldarvertíð á íslandsmiðum og býr sig í óðaönn undir það heitt þráða ævintýri, en þar er Gurrý miðpunktur dýmstu vona hans og væntinga og að hausti á hann tryggt far fyrir hana að vertíð lokinni, með Bræsund, heim til Noregs. Og draumar hans, nú um stundir, em í ætt við vorið sjálft. Asbjörg nýtur þess ríkulega að hafa Jensen heima á með- an hann bíður eftir því að verða kallaður til brottfarar á ís- landsmið. Lars, tvíburabróðir hans, fór næstum strax að loknu vorprófi Iðnskólans í byggingavinnu með lærimeist- ara sínum á fjarlægar slóðir og kemur aðeins heim í stutt helgarfrí yfir sumarið. En Asbjörgu er dýrmæt hver stund sem drengimir hennar dvelja í foreldrahúsum og eins þótt það sé ekki nema annar þeirra í einu, að þeir dvelji þar báð- ir samtímis, virðist vera liðin tíð, að jólahátíðinni undan- skilinni. Kjell, eiginmaður hennar, sækir sjóinn fast á þess- um árstíma, fer snemma að morgni og kemur seint að kvöldi, en þetta er líf sjómannsins og konu hans, og As- björg hefur aldrei iðrast þess að hafa valið stöðu sjómanns- konunnar. Afi Jensen er tíður gestur á heimili sonar síns og tengda- dóttur, þessa björtu vordaga. Nafni hans hefur mikið að- dráttarafl og umræðuefni þeirra virðast óþijótandi. Væntan- leg Islandsfor Jensen yngra vekur upp fomar minningar, Heima er bezt 457

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.