Heima er bezt - 01.10.2002, Síða 44
Þráinn Þorvaldsson:
íslensk ætihvönn aftur
hafin til vegs og virðingar
í janúar á þessu ári kom á markað fyrsta náttúruvaran úr æti-
hvönn, sem fyrirtækið SAGAMEDICA-Heilsujurtir ehf. setur
á markað. Vara þessi, sem ber nafnið Angelica, er árangur 10
ára rannsókna Sigmundar Guðbjamasonar prófessors og Stein-
þórs Sigurðssonar lífefnafræðings og fleiri vísindamanna við
Háskóla Islands. Með því að rannsaka og framleiða náttúm-
vömr úr ætihvönn er verið að hcfja ætihvönnina til vegs og
virðingar eins og hún naut áður meðal þjóðarinnar. Um leið er
verið að færa þessi fomu heilbrigðisvísindi frá grasalækning-
um yflr í líftækniiðnað. Vaxandi áhugi er nú í heiminum fyrir
því að horfa aftur til náttúmnnar í leit að efnum til heilsubótar.
Lækningajurtir vom aðal uppistaðan í öllum lyíjum til loka 18.
aldar þegar nútima lyfjaiðnaður komst á legg. Um 30% lyfja
nútímans koma úr náttúmnni.
Merkileg saga ætihvannarinnar
Ætihvönnin á sér merkilega sögu og er önnur tveggja merki-
legustu lækningajurta íslands en hin eru fjallagrösin. Rekja má
sögu ætihvannarinnar á íslandi frá upphafi landnáms. Ekki er
vitað hvort landnámsmenn fluttu hvönnina með sér til landsins
og hófu ræktun. Helgi Hallgrímsson telur líklegra að hún hafi
verið hér fyrir og jafnvel trúlegt að hún hafi hjarað af jökultím-
ann hér á landi. Því sé þróunarsaga hennar á Islandi mörg þús-
und ára gömul. Hvönn hefur verið þekkt og nytjuð ffá örófl
alda og er nafnið sammerkt öllum norrænum málum (kvan). Á
Grænlandi flnnst orðið „kuanek“ sem merkti hvönn.
Hvönn var mikilvæg matjurt á Norðurlöndum og er talin
vera eitt fyrsta ræktaða grænmetið. Hvannagarðar vom algeng-
ir við bæi. Auk þess var hún talin mikilvæg lækningajurt.
Hvönn vex víðar og sunnar í álfu og eru um 30 tegundir til af
hvönn. Norræna hvönnin þótti mun kraftmeiri en sú sem sunn-
ar óx. Þegar víkingar hófu verslunarferðir til Evrópu á níundu
öld var hvönnin mikilvæg verslunarvara. Á haustin tóku menn
með sér þurrkaðar hvannarætur sem notaðar vom sem gjald-
miðill í verslun. Skemmtilegt er til þess að vita að rannsóknir
þeirra Sigmundar og Steinþórs staðfesta meiri virkni norrænn-
ar hvannar en þeirra sem vaxa sunnar i álfu.
Hvannatekja var talin til hinna mestu búnytja fyrr á öldum
og mikilvæg til neyslu. Ömefni víða um land minna á nýtingu
og mikilvægi hvannarinnar, svo sem Hvanneyri, Hvanndalir,
Hvannhólmi, Hvanneyjar, Hvannalindir og Hvanná og jafnvel
hæsti tindur landsins Hvanndalshnjúkur tengist hvönninni. I
Öræfum fínnst Rótarfjall sem talið er eiga við hvannarætur. Þá
enduðu margar góðar sögur á „áttu böm og buru og grófu ræt-
ur og muru“. Hér mun vera vísað til hvannaróta.
Hvannaneysla er talin hafa verið mest um sunnanvert og
austanvert landið og hvönn hafi verið sótt í hestburðum upp á
Þórsmörk og Landmannaafrétt. Ræktunarmenn fóm lofsam-
legum orðum um hvönnina í hvatningu sinni til ræktunar og
flutti t.d. Bjöm í Sauðlauksdal hvannir í garð sinn. Árið 1782
heitir stjómin eins ríkisdals verðlaunum hverjum þeim i Múla-
sýslum og á Norðurlandi, sem geti plantað mestri mergð af
hvannarótum i jurtagarð sinn.
Nýting hvannar var mest bundin við rætumar. Rætumar
vom borðaðar hráar með ýmiss konar mjólkurmat og með
harðfíski, mjólk, flautum og smjöri. Oft var rótinni safnað
saman og hestburðir fluttir heim á bæi. Þar var rótin þurrkuð
og loks grafín í mold og geymd til vetrarins. Sums staðar hefur
tíðkast að borða njólana og vom stönglamir borðaðir hráir
jafnvel með nýju smjöri. Eitthvað hefur verið um að blaða af
ætihvönn væri neytt. Eg hef rætt við fólk sem þekkti að lauf og
fræ hafi verið þurrkuð og notuð í grasaseyði. Sem dæmi um
fjölbreytta notkun ræddi ég við konu á Suðurlandi sem er alin
upp við að hafa hvannastöngla í kjötsúpu og þótti henni kjöt-
súpan bragðlítil án hvannarinnar.
Eitt er víst að ætihvönnin er heimarík jurt eftir átta til tíu
þúsund ára búsetu á íslandi og yfirtekur hún allan gróður þar
sem hún fær að vaxa í friði fyrir sauðkindinni. Sauðkindin hef-
ur vit á því hvað henni er hollt. Lækningajurtir eins og æti-
hvönn og burnirót vaxa ekki þar sem sauðkindinni er beitt. Nú,
þegar svæði hafa víða verið friðuð fyrir sauðfjarbeit, yfirtekur
hvönn gróðurinn eins og í eyjum á Breiðafírði. Hlunninda-
bændur eiga í vaxandi erfíðleikum með að fmna hreiðrin í
hvannaskóginum. Sá er þetta ritar hefur spurt bændur sem átt
hafa sauðfé sem gekk eða gengur í hvönn, um áhrif hvannaáts
á sauðkindina. Allir em sammála um að þau lömb séu hraust-
ust að hausti sem gengið hafa í hvönn. Einn bóndi sem Iét fyrr-
um kindur ganga sjálfala í eyjum á Breiðaflrði, sagði það hafa
verið erfitt verk að ná lömbunum á haustin því þau hefðu verið
svo kraftmikil og spretthörð. Aðrir hafa nefnt að meðalþungi
slíkra lamba væri tvöfalt meiri en almennt gerist. Lömbin væm
ekki svo þung vegna fitu heldur vöðva. Hins vegar væri bragð-
ið af kjötinu heldur rammt. Enn sækist sauðkindin hart eftir
hvönninni þótt landið sé friðað. Sjá má kindur feta sig niður í
björg undir Eyjafjöllum og í Vikurhömmm í leit að hvönn,
þegar landið fyrir neðan hefur verið friðað fyrir sauðfé.
Erum að safna fróðleik
Á ferð okkar hjóna um landið i tengslum við hráefnisöflun
fyrir SAGAMEDICA-Heilsujurtir ehf., höfum við kynnst fjölda
fólks sem sagt hefur okkur ýmsar sögur úr eigin reynsluheimi
um hvönnina og notkun hennar. Því miður er sú kynslóð að
hverfa sem þekkti neyslu ætihvannar af eigin raun. Við yrðum
þeim lesendum þessar greinar þakklát fyrir fróðleik, sem það
460 Heima er bezt