Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 8
Frá vinstri: Þorgrímur, Aðalheiður og Einar, sonur þeirra. ekki vel saman Guðmundur fór þá að vinna annars staðar. Við þetta starfaði ég lengi, en ók síðan strætísvagni í eitt ár Þá var ég bílstjóri hjá ameríska sendiráðinu í eitt ár. Síðan fór ég í offsetprentið á ný, sem hét Lithoprent, eins og fyrr greinir. Þar prentuðum við 1- 2 bækur á ári, m. a. Arbækur Espólíns og ársritið Fjölni. Útgáfan gekk vel í 7-8 ár. Fyrirtækið var lagt niður snemma á árinu 1972. Annars vann ég hjá nokkrum prentsmiðjum. Eftir þetta tók ég að aka sendiherranum ameríska. Líkaði það mjög vel. Ósköp eðlileg laun og gott fólk, sem vann þama. Ég naut þess að ég hafði lært að tala ensku sem barn í Chicago í tvö ár. Fleima stríddu krakkar mér á því að ég talaði ensku. Sendiherrann var Liand Morris. Flann var góður maður, og konan einnig. Það var eins og ég væri sonur þeirra. Þau voru bamlaus. Þama vann ég að mestu leyti til starsloka. Ég vann auk þess við margt í sambandi við prentverkið, ók bifreiðum. o, fl. Eg var fyrsti maðurinn, sem byrjaði í offsetprentun hér á landi. Þú hefur sagt mér, að þú hafir verið drykkfelldur um skeið. Hvað er um það að segja? - Ég var drykkfelldur mjög, þegar bjórinn kom, 1989. Þá var ég alltaf undir áhrifum, en svo hætti ég því. Þegar Bretar komu með ölið á stríðsárunum, var ég oft „mjúkur“ sem kallað er Ég var túlkur hjá Bretunum og fékk nóg öl. Aðalheiður Skaftadóttir, kona Þorgríms. 200 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.