Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 14
Ljósaperur með glóðarþrœði hafa varpað Ijósi á umhverfi manna í meira en hundrað ár. Tími glóðarlampans er nú brátt á enda, enda hafa fáar uppfinningar enst betur. Nú fást ljósgjafar sem skrúfa má inn í venjuleg perustœði og gefa frá sér jafn þœgilega birtu og glóðarperan en nýta orkuna mun betur og endast auk þess lengur. V Örnólfur Thorlacius r Arið 1938 setti bandaríska fyrirtækið General Electric á markað flúrljósin, langar pípur sem brátt urðu algengur ljósgjafi á heimilum og vinnustöðum. Inni í flúrpípu er þunnt loft, þannig samsett að það gefur frá sér útþólubláa geisla þegar rafstraumur fer í gegnum pípuna. Húð innan á glerhjúp pípunnar tekur til sín geislana og breytir þeim í sýnilegt ljós við flúrun („flúóresens"). Sem fyrr segir nýta flúrljósin orku til muna betur en glóðarperur og endast líka lengur. Samanlagt gerir þetta mun meir en að vega á móti dýrari búnaði. Staða glóðarperunnar hefur samt til skamms tíma verið tryggð í venjulegum lömpum á heimilum. Venjulegar flúrpípur eru ómeðfærilegar og langar: Algengar stærðir eru 60, 120 og 150 cm. Framan af var flúrljósið kalt og „ópersónulegt“, en nú fást flúrpípur með ýmsum litblæ. Töfm og flöktið á ljósinu eftir að kveikt er á því er líka fráhrindandi, og birta úr venjulegum flúrpípum verður ekki deyfð með stillanlegu viðnámi, svo nokkuð sé nefnt. úr sögu glóðarlampans Þótt flestir tengi glóðarlampann nafni bandaríska hugvitsmannsins Thomas Alva Edison, var hann ekki höfundur þessarar nýjungar en átti vissulega öðrum mönnum meiri þátt í að gera hana almenningseign. A 19. öld, einkum síðari hluta hennar, glímdu menn í mörgum löndum við að leiða rafstraum um viðnámsþráð og fá hann til að glóa. 206 Heima er bezt Yfirleitt var þráðurinn úr kolefni - oft kolaður strengur úr baðmull eða öðrum jurtatreijum - inni í glerhylki sem lofti hafði verið dælt úr til að koma í veg fyrir að þráðurinn brynni í súrefni loftsins. Arið 1874 fengu tveir Kanadamenn, Henry Woodward og Matthew Evans, einkaleyfi á glóðarperu, þar sem kolefnisþráðurinn var í glerhylki með óvirku niturlofti. Þetta kom í veg fyrir að þráðurinn brynni og var hagkvæmara en lofttæmingin. Komast mátti af með veigaminni og þynnri glerhylki auk þess sem tækni þessa tíma setti loftþynningunni skorður. Enskur eðlisfræðingur, Sir Joseph Wilson Swan, kom trúlega fyrstur manna fram með glóðarperu sem entist þolanlega. Hann endurbætti aðferð til lofttæmingar, skráði árið 1878 enskt einkaleyfí á glóðarperu með kolþræði úr bómull og stofnaði 1881 fyrirtæki sem framleiddi ljósaperur, The Swan Electric Light Contpany. Um sama leyti vann Edison að tilraunum með glóðarlampa. Þeir Woodward og Evans höfðu ekki fjárhagslegt bolmagn til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og Edison keypti af þeim einkaréttinn á 5000 Bandaríkjadali. Hann skráði svo í janúar 1880 einkaleyfi á eigin ljósaperu með kolþræði úr bambustrefjum, sem entist í meira en 1200 stundir. Pera Edisons ruddi fljótlega gasljósum út af markaði sem lýsing á heimilum og strætum. Ljósapera Edisons var trúlega traustari og betur hönnuð en aðrar gerðir samtímans, en meginástæðan fyrir velgengninni mun vera að hann kom ekki aðeins fram með pemna heldur kerfi rafstöðva og leiddi frá þeim rafmagn inn á heimili og ljósastaura í borgum, í samkeppni við gaslagnir og gasljós sem fyrir voru. Brátt hófust málaferli milli Edisons og annarra framleiðenda urn einkaleyfi á rafljósaperu. Vestanhafs lauk deilunum með sigri Edisons 1889, en Swan varð ofan á í réttarsölum í Bretlandi, enda kominn með þarlent einkaleyfl. Edison varð að kaupa sér leið inn á breska markaðinn með því að sameina fyrirtæki sitt og Swans (undir heitinu Ediswan). Heima í Bandaríkjunum sameinaði Edison árið 1890 verksmiðjur sínar í The Edison General Electric Company og tveimur árið síðar runnu fyrirtæki keppinauta hans inn í samsteypuna og nafnið var stytt í General Electric. í upphafi 20. aldar hóf General Electric tilraunir með glóðarþráð úr hitaþolnum málmi, þungsteini eða volfram. Fyrst voru þessir þræðir afar dýrir, en 1910 T. A. EliISON. Electrio-Laaip, No. 223,898 Palented ian. 27. 1880. íf Glóðarperan sem Edison tók einkaleyfi á 27. janúar 1880. (US Patent 0223896.) kom fram ný framleiðsluaðferð, og volframþræðir, stundum blandaðir öðrum málmum (svo sem blanda osmíns og volframs, ,,osram“), útrýmdu kolþráðunum í ljósaperunum. Af sérhæfðum gerðum af glóðarperum skal hér aðeins getið halógenljósanna, sem meðal annars hafa rutt sér til rúms í ökuljósum bifreiða. I halógenljósum er volframglóðarþráður umluktur halógengasi - oft joði eða brómi - inni í lítilli peru. í þeim er hærri hiti en svo að venjulegt gler standist hann, svo perurnar eru úr sérhertu efni, oft kvarsi. Halógenljósin ganga fyrir lágspenntum rafstraumi (til dæmis 12 voltum frá venjulegum bílgeymi). Þau gefa frá sér meiri birtu og nýta raforkuna nokkru betur en venjulegar glóðarperur og endast auk þess um tvöfalt lengur. Til heimilisnota koma þau samt ekki í stað venjulegra glóðarljósa nema helst í öflugum kastljósum. Vegna hitans er nokkur eldhætta af halógenljósum, auk þess sem þau gefa frá sér talsvert af skaðlegum útíjólubláum geislum. Flúrperurnar Sem fyrr segir eru nú fáanlegar litlar flúrperur, á stærð við venjulegar glóðarperur og ganga margar inn í sams konar perustykki. Ljósgjafmn er lítil flúrpípa, oft beygð í þröngt U- form eða vafin í þéttan spíral. Fyrstu perumar af þessari gerð gáfu margar frá sér hvimleitt suð, ljósið var flöktandi, einkum þegar á ævi perunnar leið, og liturinn á ljósinu var óþægilegur. Nú eru þessir barnasjúkdómar að baki og flúrperumar standast fyllilega samanburð við venjulegar glóðarpemr. En þær eru til muna spameytnari - nýta orkuna betur. Afl raftækis - vinnan sem tækið skilar á tilteknum tíma - er mælt í vöttum, þar sem eitt vatt (W) er það afl sem skilar vinnunni 1 júl á hverri sekúndu. Miðlungssterk ljósapera er 60 W, en megnið af þessu afli kemur ekki ffam sem ljós, en birtist sem varmi, er hitar umhverfið. Álíka björt flúrpera er 11 til 15 W, svo aflið - og þar með orkunotkunin - er aðeins um fimmti hluti af afli glóðarperunnar. Flúrperur eru dýrari en glóðarperur, en þegar þess er gætt að flúrpera endist um tífalt lengur en glóðarpera er verðið hagstæðara: Sextíu vatta glóðarpera kostar (í Heimilistækjum í Reykjavík) 111 krónur, en jafnbjartar flúrperur um 700 kr. (11 W pera selst á 695 krónur, 14 W á 730). Víða í heimi er verulegur hluti raforku fenginn við brennslu á jarðefnum - jarðgasi, olíu og kolum. Með því að fleygja öllum glóðarperum og taka í staðinn upp flúrperur mætti í þessum löndum ekki aðeins draga úr orkuþörfinni, heldur líka úr losun koltvíoxíðs og þar með úr gróðurhúsaáhrifum. Samkvæmt Philips-fyrirtækinu, sem framleiðir bæði glóðarperur og flúrperur, eru í Bandaríkjunum um Qórir milljarðar af perustykkjum fyrir rafljós. Ef komar væru flúrperur í öll þessi ljósastæði myndi árlegur rafmagnsreikningur Heima er bezt 207

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.