Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2007, Side 17

Heima er bezt - 01.04.2007, Side 17
Freyja Jónsdóttir: Álftin er af andarætt, hún er sundfugl og stærst íslenskra fugla. Hún er skrokkmikil, flatvaxin, fremur lágfætt og með langan háls. Vænghafið er mikið en þegarfuglinn leggur vængina saman ná þeir ekki að stélbroddi. Stélið er líkt og á gæsum, fremur stutt og bogið fyrir endann. Nefið ferjafnhækkandi upp að enni og er svart að framan upp fyrir nasir en Ijósgult sitthvoru megin. Lithimna í augum er brún og fætur eru svartir. Eitt af helstu einkennum álftarinnar er afar langur háls. Liturinn á fiðri fullorðins fugls er hvítur en stundum aðeins gulleitur á höfði, að neðan erfuglinn oft ryðgulur af járni úr mýrardrögum. Karlfuglinn er nokkru stærri en kvenfuglinn. Álftin er góður sundfugl en stirð til gangs. Þegar hún tekur sig upp til flugs frá sundi hleypur hún eftir vatninu með útþanda vængi og hálsinn teygðan fram, áður en hún nær að lyfta sér. Álftin er jurtaæta, vakir á daginn en sefur á nóttunni. Þær eru einkvænisfuglar og marka sér landsvæði í kringum hreiðrið sem er stór dyngja og fremur gróf að gerð, með bolla í miðju sem fóðraður er með fíngerðum fjöðrum. Oftast er dyngjan í hólma eða við ár og vötn. Kvenfuglinn liggur á eggjunum sem eru 4 - 6 í hreiðri. Eggin eru stærstu egg íslenskra fugla, hvít að lit þegar þau eru nýorpin en gulna eftir því sem líður á útungunartímann. Eggin klekjast út á 35 - 40 dögum. Fyrst líkjast ungamir helst andamngum, hálsstuttir með mikin dún á kroppnum. En þeir breytast fljótlega og hálsinn tekur að lengjast. Á meðan frúin liggur á situr karlinn hjá hreiðrinu og er illur viðureignar og ráðlegra er að hætta sér ekki inn á yfírráðasvæði hans. Hann er alltaf á vaktinni, sefur lítið og versnar í skapinu eftir því sem lengra líður á útungunartímann. Þá verður hann árásargjarn og kemur hlaupandi með útþanda vængi, gapandi gogg, hvæsir og gargar vonskulega. Verði óvinurinn ekki nógu snöggur að forða sér er hann laminn með sterkum Heima er bezt 209

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.