Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2007, Síða 25

Heima er bezt - 01.04.2007, Síða 25
Lítið er kunnugt um æsku og uppvöxt Bjargar, en snemma virðist hún vera farin úr föðurgarði. Hennar er þá getið á Látrum, nyrsta bæ á Látraströnd, þar sem hún hefur dvalist langdvölum í einhvers konar húsmennsku. A Látrum var stórbúskapur og mikið útræði á fyrri tíð og sótti þangað ijölmenni til fiskiveiða, einkum á vorin. Verstöðvar voru þar þrjár við sjóinn og lending við hverja þeirra. Þar voru verbúðir og stundaði Björg sjósókn og reri á við knáustu karlmenn. Frá sjóróðrum hennar eru ýmsar vísur og þar á meðal þessar: Guð er vís að gefa mér góða fiska fjóra. Hann mun sjálfur hugsa sér aó hafa þá nógu stóra. Sendi Drottinn mildur mér minn á öngul valinn flyðru þá sem falleg er, frek hálfþriðja alin. Nokkuð var því almennt trúað að Björg væri ákvæðaskáld og að með henni byggi einhver óskýranlegur kraftur. Nágrannakona hennar ein bar sig upp við hana skömmu eftir fráfærur, yfír því að kvíaær hennar væru svo ókyrrar að hún réði lítið við. Rásuðu þær um öll fjöll og fylgdi því mikið erfiði að smala þeim. Bað hún nú Björgu að freista þess að spekja þær með ákvæðavísum. Björg tók beiðni konunnar vel, kom til hennar í kvíarnar og kvað nokkrar mergjaðar stökur yfir ánum. Brá þá svo við að eftir það urðu þær spakar og hættu að hlaupa á fjöll og komu meira að segja sjálfar heim á stöðul í hvert mál. Ein af vísunum var þessi: Krefst ég allra krafta lið kvœðið sé eflandi, að aldrei, fálur jjalla, þið farið úr heimalandi. Einhverju sinni bar það við á Látruin um vetur að maður hrapaði þar í íjallinu og beið bana, enda hlíðin snarbrött, hömmm girt og alsett snjó og svellalögum. Af þessari slysför bregður Björg upp mjög svo raunsannri mynd í eftirfarandi vísu: Fallega það fer og nett, flughálkan er undir. Hann er að hrapa klett af klett, kominn niður á grundir. Þótt Björg væri oft um kyrrt á Látmm og sinnti þar ýmsum störfum, þá átti hún það til að hverfa burt öðru hverju um lengri eða skemmri tíma. Fór hún þá víða um sveitir sem reikunarkona og lifði af því sem að henni var rétt. Sagði þá fólkið, sem var henni samtíða, að hún hefði erft óyndi og eirðarleysi pabba síns sem örninn skaut og gæti því illa haldist við heima til lengdar. Víða á bæjum var hún aufúsugestur vegna skáldskapar síns og margir lögðu henni lið. Um og upp úr miðri 18. öld gengu óskapleg harðindi yfir landið, svo að margir flosnuðu upp og lifðu á vergangi. Ef til vill hefur Björg verið ein af þeim sem þá voru á ferðinni. Það getur hafa verið á þeim árurn sem hún kom eitt sinn í hríðarbyl um vetur að Kaupangi, guðaði á glugga og kvað þessa vísu: Æðir jjúk á Ymis búk, ekki er sjúkra veður. Klœðir hnjúka hríð ómjúk hvítum dúki meður. Verður að ætla að fyrir svo góða vísu hafi förukonan fengið húsaskjól og aðhlynningu. A öðru ferðalagi og þá trúlega í sól og sumaryl orti hún þessa haglega gerðu vísu um fuglana: Slyngur er spói að semja söng, syngur lóa heims um hring, kringum flóa góms um göng glingrar kjóa hljóðstilling. Lítið er vitað um útlit Látra-Bjargar, en Gísli fræðimaður Konráðsson, sem fæddur var 1787 segir frá henni á þessa leið og byggir þá trúlega á frásögnum fólks sem hafði þekkt þessa sérstæðu konu. Þar segir hann að hún hafi verið kvenna ferlegust ásýndum, hálslöng og hávaxin, og að henni væri afar hátt til hnés. Hún klæddist jafnan sauðsvartri hempu er tók á mitt læri, með hnappaskúfshúfu á höfði, þegar hún hafði mest við, en hafði oftast hettu sauðmórauða. Heldur þótti ókvenlegt atferli hennar í mörgu, því að læri sitt lagði hún upp á sléttu, þó að hún færi á bak meðalháu hrossi. Fjölmargar vísur orti Björg um þær sveitir sem hún fer- ðaðist um á flakki sínu og var þeim mjög misjafnlega lýst. Meðal þeirra sveita sem hún lýsti hvað best var Bárðardalur og hann fær þessa einkunn: Bárðadalur er besta sveit, þó bœja sé langt í milli. Þegið hef ég i þessum reit þyngsta magafylli. Ævilok þessarar hagorðu og sérstæðu konu voru harla dapurleg. Móðuharðindin hófust með Skaftáreldum sumar- ið 1783. Þeim fylgdi öskufall og eiturloft með óskaple- gum hörmungum fyrir landsmenn. Fjöldi fólks lenti þá á vergangi og hrundi niður úr hungri og hörgulsjúkdómum. Meðal þeirra sem þá vesluðust upp og dóu á vergangi var skáldkonan hagorða, Björg Einarsdóttir eða Látra-Björg. Virðist hún undir það síðasta hafa verið komin á æskuslóðir sínar vestan Eyjatjarðar, því að hún var jarðsett á Upsum á Upsaströnd, við Dalvík, á haustdögum árið 1784 og hafði náð 68 ára aldri. Heima er bezt 217

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.